Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 28

Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stuðmenn hafa alltaf litið á Sjallann sem sinn heimavöll. Minningarnar sem tengjast húsinu eru ótrúlega margar og góðar; jafnt úr búnings- klefunum og af sjálfu sviðinu. Þar sést yfir salinn og parketklætt dans- gólfið þar sem ævintýrin gerast jafn- an,“ segir Jakob Frímann Magnús- son, forsprakki Stuðmanna. Í kvöld halda Stuðmenn sitt allra síðasta gigg í Sjallanum á Akureyri og raunar hafa fleiri listamenn kom- ið þar fram að undanförnu undir sömu formerkjum Húsið hefur nú verið selt mönnum sem fá að því lyklana um áramótin næstu og ætla að breyta byggingunni í hótel. Óskabörn stíga á svið Sjallinn var opnaður árið 1963 og þótti húsið strax henta vel til skemmtanahalds og stemningin þar, til dæmis á dansleikjum með hljóm- sveit Ingimars Eydal, var rómuð og er svo enn í dag. Á þessari rúmu hálfu öld hafa raunar flestar íslensk- ar hljómsveitir sem eitthvað kveður að haldið skemmtanir í Sjallanum. Mikið verður lagt undir á Stuð- mannaskemmtun sem hefst kl. 21 með hanastéli þar sem bæjarstjóri Akureyringa, Eiríkur Björn Björg- vinsson, flytur ávarp. Þá verður sýnt myndband með brotum úr sögu hússins og óskabörn akureyrskrar sönglistar stíga á svið, þau Kristján Jóhannsson og Helena Eyjólfs- dóttir. Í framhaldinu flytja Stuð- menn dagskrá sína með lögum af hljómplötunni Tívolí frá 1976, sem þeir fluttu svo eftirminnilega í Hörp- unni í haust. Í framhaldinu hefst síð- an svellandi dansleikur þar sem gera má ráð fyrir að allir helstu smellir sveitarinnar verði fluttir, lög sem á margan hátt eru þjóðsöngvar Ís- lendingar. Ragnhildur og Valgeir með í kvöld „Kristján Jóhannsson söng Hamraborgina á sínum tíma svo óm- aði um landsins breiðu byggðir. Og kannski má – svona á vissan hátt – segja að Sjallinn hafi verið hin norð- lenska hamraborg skemmtanalífsins – svo og okkar Stuðmanna, svo oft höfum við spilað í höfuðstað Norður- lands,“ útskýrir Jakob Frímann Magnússon, sem er Akureyringur að uppruna. „Þegar við sendum frá okkur fyrstu plötuna, Sumar á Sýrlandi, sem var árið 1975, voru með okkur í Sjallanum hinn rómaði blússöngvari Long John Baldry og svo hin ramm- íslenska revíusöngkona Steinka Bjarna. Ævintýrin í Sjallanum eru þegar ég lít til baka raunar óteljandi og ég minnst þess að þarna frum- fluttum við lagið Í sambandi, sem var í myndinni Með allt á hreinu sem var raunar tekin upp að talsverðum hluta á Akureyri. Þá er Segðu mér satt Sjallalag og þau kunna meira að segja að vera fleiri en ég man í fljótu bragði.“ Vegna Sjallahátíðar kvöldsins hafa Stuðmenn kallað til allt sitt besta fólk. Mun hljómsveitin, að sögn Jakobs, nú koma fram nánast eins og hún var skipuð árið 2005 en þá voru innanborðs – auk Jakobs – þau Ragnhildur Gísladóttir, Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tómasson og Ey- þór Gunnarsson. Þá verður gítar- leikarinn Friðrik Karlsson sér- stakur gestur Stuðmanna að þessu sinni – svo segja má að valinn maður sé í hverju einasta rúmi. Heimahöfn og hamraborgin  Stuðmenn kveðja Sjallann á Akueyri í kvöld eftir langa samfylgd  Séð af sviðinu mörg ævintýri gerast á dansgólfinu, segir Jakob Frímann Magnússon  Skemmtistaðnum verður breytt í hótel Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Stuðmenn könnuðu aðstæður í Sjallanum í gærdag. Í kvöld verður talið í og tekið til við að tvista, eins og sungið er í frægu lagi þeirra. Ljósm/Úr einkasafni Helenu Eyjólfsdóttur Blómaskeið Hljómsveit Ingimars Eydal var lengi húsband í Sjallanum og varð sem slík einkenni Akureyrar, líkt og KEA og kirkjutröppurnar. Það var um árið 1960 sem fram komu hugmyndir um byggingu samkomuhúss á horni Gránu- félagsgötu og Glerárgötu á Ak- ureyri. Sjálfstæðismenn í bænum stofnuðu hlutafélagið Akur um kaup á húsi sem þá var á þessu horni. Það var rifið og Sjálfstæð- ishúsið byggt í staðinn. Gísli Hall- dórsson arkitekt teiknaði húsið og Akursmenn hófu framkvæmdir sumarið 1961. Aðalsalur Sjálfstæð- ishússins var formlega tekinn í notkun 5. júlí 1963, en þá höfðu Ingimar Eydal og hans fólk verið ráðin sem húshljómsveit. Ingimar með sveit sinni lék í Sjallanum frá 1963 til 1976, en það ár slasaðist Ingimar alvarlega í bíl- slysi og varð að hætta. Hann sneri reyndar aftur síðar, en þá undir öðrum formerkjum. Hljómsveit Finns, bróður Ingimars, var hús- band í Sjallanum frá 1977 til 1980. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn voru í Hljómsveit Ingimars Eydal á velmektartímum hennar. Þar má meðal annars nefna Þorvald Hall- dórsson og stórsöngvarann Vil- hjálm Vilhjálmsson sem var innan- borðs 1965 til 1966. Helena Eyjólfsdóttir, kona Finns, söng ár- unum saman með sveit Ingimars. Sjallinn brann að kvöldi 19. des- ember 1981. Hinn nýi Sjalli var opn- aður til dansleikjahalds 25. júní 1982, hálfu ári eftir brunann. Hús- inu hafði þá verið breytt verulega, en það tekur á góðum degi allt að 1.000 gesti. „Fjölmennir dansleikir heyra nánast sögunni til og grund- völlur fyrir starfsemi í þeirri mynd sem verið hefur er ekki lengur til staðar,“ segir Elís Árnason. Þeir Þórhallur Arnórsson eiga Sjallann og hafa staðið að skemmtanahaldi þar frá 1995 en ætla nú að slá loka- tóninn í þeim rekstri. Sjallinn sem var heyrir senn sögunni til. Fjölmennir dansleikir úr sögunni SUNGIÐ OG DANSAÐ Í SJALLANUM FRÁ 1963 Goðsögn Vilhjálmur Vilhjálmsson var söngvari í Sjallanum í kringum 1965, Ljósm/Úr safni Helenu Eyjólfsdóttur H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Nýjar vörur Sætuefni Vöfflumix Agave síróp dökkt Agave síróp ljóst Kókosolía FRÁBÆR T VERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.