Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 29
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Sem hestamaður hef ég góða tilfinn-
ingu fyrir þessu. Hér er rík hefð fyrir
hestamennsku og fyrir útreiðum,“
segir Einar Öder Magnússon tamn-
ingamaður sem er faglegur ráðgjafi
Pur Cheval við kynningu á íslenska
hestinum í Frakklandi. Fyrirtæki
Ingibjargar Kristjánsdóttur og Ólafs
Ólafssonar hefur staðið fyrir kynn-
ingarátakinu sem nær hápunkti á
Hestasýningu Parísar sem nú stend-
ur yfir. Þar er íslenska hestinum
hampað sem hestakyni sýningar-
innar.
Pur Cheval, Hinn hreini hestur,
sem er fyrirtæki Ingibjargar og
Ólafs hefur staðið fyrir kynningar-
átaki á íslenska hestinum í Frakk-
landi í átján mánuði. Markmiðið var
að efla vitund og útbreiðslu íslenska
hestsins hjá hestaáhugafólki í Frakk-
landi og ná til franskra hestamanna.
Jákvæð viðbrögð hjá öllum
„Við erum sátt, náðum að koma
hestinum vel á framfæri og fengum
jákvæð viðbrögð hjá öllum,“ segir
Ólafur Ólafsson. Með samstarfi við
helsta hestatímarit Frakklands tókst
að fá reglulega umfjöllun um íslenska
hestinn. Sömuleiðis komst hesturinn
í franskt sjónvarp með þáttum á stöð
sem sérhæfir sig í umfjöllun um
hestamennsku. Meðal annars var
gerð sjónvarpsmynd sem tekin var
upp hér á landi, meðal annars í
smalamennsku, stóðréttum og hesta-
ferð, og vakti athygli í Frakklandi. Þá
hefur komist á samstarf við reiðskóla
og hefur íslenski hesturinn þótt
spennandi þar.
Pur Cheval tók þátt í stórsýning-
unni Paris Horse Show á síðasta ári
og hafði það jákvæð áhrif lengi á eft-
ir, að sögn forsvarsmanna fyrirtæk-
isins. Á Parísarsýningunni í ár er ís-
lenski hesturinn heiðurshestur
sýningarinnar og fær með því mikla
kynningu fyrir sýninguna og meðan á
henni stendur. Sýningin stendur í tíu
daga og er sýningarbás Pur Cheval
með dagskrá alla dagana, sýningar,
keppnir og almenna fræðslu, auk
þess sem teknar eru myndir af börn-
um og unglingum á baki og gestir fá
að bregða sér á bak.
Þarf að fylgja eftir
Íslenski hesturinn hefur ekki náð
sömu vinsældum í Frakklandi og í
þýskumælandi löndum Evrópu og í
Skandinavíu. Einar Öder segir að
mikil hefð sé fyrir reiðmennsku í
Frakklandi og mikið sótt í þann
skóla. Hann telur að með þessu
markaðsátaki hafi tekist að breyta
ímynd íslenska hestsins á þessum
markaði. Þau hafi náð athygli reið-
manna. Segist hann ekki vera í vafa
um að þegar farið sé að nota hestinn
við útreiðar komi stórlaxarnir á eftir
og fari að rækta, eins og alls staðar
hafi gerst, og keppnin komi síðan í
kjölfarið.
„Það þarf að fylgja þessu eftir,“
segir Einar Öder og getur þess að
verkefnið hafi verið kynnt fyrir
helstu hagsmunaaðilum á Íslandi.
„Afraksturinn er miklu meiri en tölur
um útflutning hrossa sýna. Fólk hef-
ur fengið áhuga á íslenska hestinum
og það hefur skilað sér í því að fleiri
Frakkar heimsækja Ísland og sumir
fara í hestaferðir.“
Ólafur segir að framhaldið sé í
höndum þeirra sem flytja út hesta.
Þeir þurfi að leggja meiri áherslu á
þennan markað, meðal annars með
því að útbúa kynningarefni á frönsku
svo það sé aðgengilegt.
Íslenski hesturinn í heiðurssessi
Hápunktur átján mánaða kynningarátaks Pur Cheval er á Hestasýningu Parísar Áhersla lögð á að
ná til hestafólks og almennings Komust í hestamiðla Vonast til að Frakklandsmarkaður opnist
Parísarteymið Ólafur Ólafsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Charlotta
Gripenstam, Svanhvít Kristjánsdóttir og Einar Öder Magnússon.
Sýning Daglegar sýningar eru á Hestasýningunni í París. Í dag verður efnt
til keppni á sýningarsvæði Pur Cheval og dæmir Einar Öder Magnússon.
ÚR BÆJARLÍFINU
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Bjarnarbraut 8 hefur í gegnum
tíðina hýst ýmsa þjónustustarfsemi
sem hefur komið og farið í áranna
rás. Þar var lengi vel Skólaskrif-
stofa Vesturlands, Fasteignamat
ríkisins og Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra svo eitthvað sé nefnt. Nú er
mikið líf í húsinu og hýsir það 11
fyrirtæki og stofnanir. Meðal „ný-
búa“ hússins má nefna Hugheima –
frumkvöðlasetur sem tók til starfa í
haust og er opið frumkvöðlum á
Vesturlandi. Markmiðið með starf-
seminni er m.a. að skapa drífandi
umhverfi fyrir framþróun hug-
mynda og örvun nýsköpunar á Vest-
urlandi.
Í haust fór af stað hug-
myndavinna um hvernig mætti gera
húsið meira aðlaðandi og þá sér-
staklega hið sameiginlega miðrými.
Með samstilltu átaki hefur orðið
gjörbylting og nú hittist starfsfólk
þar í notalegu umhverfi og drekkur
kaffisopann saman. Opið hús var
síðan fimmtudaginn 20. nóvember á
Bjarnarbrautinni þar sem gestum
og gangandi var boðið að koma og
fræðast um starfsemi fyrirtækja og
stofnana í húsinu auk þess að njóta
léttra veitinga. Liðlega hundrað
manns litu inn og voru „húsráð-
endur“ himinlifandi með heimsókn-
ina.
Fádæma blíða hefur leikið við
okkur á Vesturlandi í nóvember og
vel hefur viðrað til útivistar. Ein af
útivistarperlunum okkar eru svo-
kallaðar Einkunnir sem er skóg-
ræktarreitur vestast í Hamarslandi
við Borgarnes. Sveitarfélagið hefur
séð um rekstur og framkvæmdir og
er staðurinn orðinn hinn ákjósan-
legasti til útivistar. Þar má tína ber
og matsveppi á haustin, veiða í Álat-
jörn sem þar er nálægt auk þess að
njóta gönguferða. Hestamenn fara
gjarnan ríðandi upp að Einkunnum
og hundar skokka með eigendum
sínum.
Nú er hinsvegar fyrirhugað
að breyta aðalskipulagi Borgar-
byggðar 2010-11 og breyta land-
notkun svæðis í landi Hamars úr
landbúnaði í íþróttasvæði. Tillaga
liggur fyrir að breyttu deiliskipulagi
fyrir Einkunnir í þá veru að taka
ákveðið svæði þar í grenndinni und-
ir skotæfingasvæði.
Viðbrögðin láta ekki á sér
standa Hilmar Már Arason, for-
maður umsjónarnendar Einkunnar,
ritaði grein í Skessuhorn þar sem
hann bendir á fjölmörg atriði sem
huga þarf að og segir m.a. „Jafn-
framt er það ekki í anda meg-
inmarkmiðs skipulagsins en það er
m.a. að tekin skulu mið af sjálfbærri
þróun við skipulag og uppbyggingu
sveitarfélagsins og taka skuli sér-
stakt tillit til umhverfis- og nátt-
úruverndar við skipulag og þróun
svæða. Jafnframt því mun þessi
breyting eyðileggja náttúruupplifun
fólks í fólkvanginum og draga úr ör-
yggis- tilfinningu þeirra sem fólk-
vanginn sækja“. Hann bendir jafn-
framt á tiltölulega stutta fjarlægð
frá riffilbraut að fólkvangsmörkum
og trúir því að í jafn stóru og víð-
feðmu sveitarfélagi og Borgarbyggð
er, hljóti að vera hægt að finna æf-
ingasvæði fyrir byssueigendur sem
sátt muni ríkja um. Og það er ég
líka sannfærð um að takist!
Mikið líf í virðulegu húsi
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Notalegt umhverfi Það er huggulegt á Bjarnarbrautinni í Borgarnesi og útsýni til Hafnarfjallsins.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Árni Finnsson, formaður
Náttúruverndarsamtaka Íslands,
gagnrýnir málsmeðferð ríkis-
stjórnarinnar varðandi ramma-
áætlun og segir
ófaglega að því
staðið að leggja
til að sjö nýir
virkjanakostir
fari í nýting-
arflokk.
Vísar hann þar
til þeirrar breyt-
ingatillögu Jóns
Gunnarssonar,
formanns at-
vinnuveganefnd-
ar, að auk Hvammsvirkjunar skuli
sjö virkjanakostir færðir úr bið-
flokki í nýtingarflokk.
Fram kom í samtali við Stefán
Gíslason, formann verkefnis-
stjórnar þriðja áfanga rammaáætl-
unar, í Morgunblaðinu í gær að
verkefnisstjórnin hefði fjallað um
þrjá virkjanakosti í Þjórsá;
Hvammsvirkjun, Urriðafossvirkjun
og Holtavirkjun. Hún hefði sam-
þykkt að Hvammsvirkjun skyldi
fara í nýtingarflokk en að herslu-
muninn vantaði upp á að hinir tveir
kostirnir gætu farið í sama flokk.
Verkefnisstjórnin hefði hins vegar
ekki haft tíma til að skoða fimm
aðra kosti af þeim átta sem Jón
lagði til að færu í nýtingarflokk.
Þingmenn ósammála um lögin
„Vinna við gerð rammaáætlunar
hófst um síðustu aldamót. Fyrsti
áfangi kláraðist og virkjanir voru
metnar eftir verndar- og/eða nýt-
ingargildi. Annar áfangi hófst árið
2007 eftir að Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir tók við embætti umhverfis-
ráðherra. Það er síðan ekki fyrr en
árið 2011 að rammáætlun fær laga-
lega umgjörð,“ segir Árni.
„Það gerist svo í gær að þing-
menn eru hreint ekki sammála um
það hvað lögin segja. Þetta minnir
svolítið á það sem kom upp um dag-
inn, þegar Landsnet lagði fram
Sprengisandslínu til mats á um-
hverfisáhrifum, þrátt fyrir að iðn-
aðarráðherra hafi lagt fram í
þinginu þingsályktunartillögu um
stefnu stjórnvalda varðandi raf-
línulagnir. Umhverfisráðherra á að
leggja fram þingsályktunartillögu
um landsskipulag, sem hefði þá
bæði áhrif á Sprengisandslínu og
Sprengisandsveg.“
Áætlunin gengur út á sátt
„Frágangur Alþingis og stjórn-
sýslan virðast í lausum skorðum.
Rammaáætlun gengur út á að ná
sátt um aðferðafræði. Niðurstaða
gærdagsins er að það er engin sátt
um aðferðafræðina,“ segir Árni og
vísar til harðra viðbragða stjórnar-
andstöðuþingmanna eftir að Jón
lagði fram breytingatillöguna í at-
vinnuveganefnd sl. fimmtudag.
„Það er mjög sérstakt að Katrín
Jakobsdóttir skuli hafa kallað eftir
því – ef málið haldi áfram í sama
farvegi – að þingið taki afstöðu til
þess hvað lögin segi.
Mín niðurstaða er sú að málið er
illa unnið. Fyrsti áfangi fer fram án
þess að það gildi nokkur lög. Annar
áfangi hefst án þess að það gildi
nokkur lög og nú þegar þriðji
áfangi er að hefjast eru menn ekki
sammála um hvað lögin segja.“
Lausatök við
rammaáætlun
NSÍ gagnrýna vinnubrögð þingsins
Árni Finnsson
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014