Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
NORDAHL
Lokkar 3.490
Hringur 3.990
Hálsmen 7.500
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
er með jólagjöfina
FOSSIL
Armband m/leðri 7.200
Hálsmen 10.150
Pelasett 9.900NORDAHL
Hálsmen 17.500
Lokkar 8.500
LOVÍSA
Hálsmen 7.500
Lokkar 12.700
Armband 13.400
NORDAHL
Armband 6.700
Hálsmen 5.800
FOSSIL
Armband 8.200
FOSSIL
32.700
FOSSIL
37.500
FOSSIL
23.600
FOSSIL
25.900
Daniel Wellington
29.800
Daniel Wellington
29.800
Fasteignaverð og kaupmáttur launa
hefur fylgst nokkuð náið að á síðustu
árum og ekki er að sjá að fasteigna-
verð hafi þróast mikið úr takti við
það sem eðlilegt megi teljast. Þetta
kemur fram í Hagsjá Hagfræðideild-
ar Landsbankans.
Í nýrri þjóðhagsspá Landsbank-
ans er því spáð að fasteignaverð
hækki um 8,5% í ár frá fyrra ári, um
9,5% árið 2015, 6,5% árið 2016 og um
6,2% á árinu 2017. Megindrifkraft-
urinn í hækkuninni er þróun kaup-
máttar, tekna og atvinnustigs.
Kaupmáttur launa hefur aukist
mikið á undanförnum mánuðum og
Landsbankinn spáir áframhaldandi
hækkun kaupmáttar á næstu árum.
Þá muni fasteignaverð fylgja þeirri
þróun, en þó ekkert í líkingu við það
sem gerðist fyrir áratug þegar fast-
eignaverð tók á skrið án tengsla við
aðrar raunstærðir hagkerfisins.
Bætt atvinnustig og áhrif minni
skulda heimilanna, og þar með aukið
veðrými, er talið munu styðja þessa
þróun og valda því að fasteignaverð
hækki eitthvað umfram verðbólgu
og kaupmátt, sérstaklega árið 2015.
brynja@mbl.is
Fasteignaverð mun hækka í
takti við þróun kaupmáttar
Morgunblaðið/ÞÖK
Fasteignir Hagfræðideild Landsbankans spáir hækkun fasteignaverðs.
Viðskiptaráð Ís-
lands leggst
gegn laga-
frumvarpi um
breytingu á lög-
um um virð-
isaukaskatt, á
þeim grundvelli
að frumvarpið
dragi úr einföld-
un og skilvirkni
skattkerfisins.
Með frumvarpinu er lagt til að þjóð-
kirkjusöfnuðum og skráðum trú-
félögum og lífsskoðunarfélögum verði
endurgreiddur allur virðisauka-
skattur sem greiddur hefur verið af
vinnu manna við endurbyggingu og
viðhald kirkna eða samkomuhúsa.
Í umsögn Viðskiptaráðs kemur
fram að ráðið sé almennt mótfallið
undanþágum frá greiðslu neyslu-
skatta. Þar segir: ,,Íslenska virðis-
aukaskattkerfið er óskilvirkt og inn-
heimtuhlutfall hérlendis er vel undir
meðaltali OECD-ríkja. Það orsakast
af miklu umfangi undanþága og því
að margir veigamiklir vöru- og þjón-
ustuflokkar falla undir lægra skatt-
þrep, sem veldur því að hið almenna
þrep skattsins hækkar.“
Þá segir í umsögninni að und-
anþágum frá skattgreiðslum fylgi
tapaðar skatttekjur, velferðartap og
umsýsla sem auki kostnað við fram-
fylgni laganna. Með færri und-
anþágum frá virðisaukaskatti megi
takmarka þennan kostnað.
brynja@mbl.is
Gegn und-
anþágum
trúfélaga
Skattur Frumvarpið
nær til kirkna.
Innflutningskvóti
fyrir sjávaraf-
urðir til Nígeríu
var skyndilega
aukinn um
750.000 tonn og
gildir til áramóta.
Mikið framboð er
af makríl nú,
meðal annars
vegna innflutningsbanns Rússa, og
streymir hann til Nígeríu. Nígería er
jafnframt mikilvægur markaður
fyrir makríl frá Íslandi. Þetta kemur
fram á netmiðlinum kvotinn.is.
Erfitt hefur reynst að koma makr-
íl úr frystigeymslum í Hollandi og
Þýskalandi, en kapp er lagt á að
nýta innflutningskvótann til Nígeríu
fyrir áramót. Þá hefur verkfall í níg-
erískum höfnum tafið afgreiðslu og
sendingar á makríl til landsins.
Þetta hefur svo leitt til verðlækk-
unar á makríl í landinu, sem gerir
mörgum nýjum innflytjendum í Níg-
eríu erfitt fyrir, því oft hafa þeir
keypt makrílinn fyrirfram.
brynja@mbl.is
Verðlækk-
un á makríl
til Nígeríu