Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 32

Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Jólagjafirnar fást í Krumma Gylfaflöt 7 • 112 Reykjavík • 587 8700 Opið virka daga 8:30-18:00, laugard. 11:00-16:00 www.krumma.is 24.700 kr. 22.552 kr. 15.800 kr. 12.500 kr. 15.660 kr. 8.900 kr. 5.800 kr. Huepetuhe. AFP. | Stór hluti regn- skóga á svæði sem nefnist „Móðir Guðs“ hefur verið eyðilagður með ólöglegu gullnámi á Amazon- svæðinu í Perú. Í stað regnskóganna safnast eiturefni, kvikasilfur og aðr- ir þungmálmar á svæðinu og berast þaðan í jarðveginn og árnar. Tugir þúsunda gullgrafara hafast við í „Villta vestri hitabeltisins“, eins og heimamenn kalla svæðið, og vinna þar allan sólarhringinn við námugröftinn. Stórvirkar vinnu- vélar eru notaðar til að ryðja skóg- lendið. Perú er nú í sviðsljósinu vegna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem haldin verður þar í landi 1. til 12. desember. Þá verður reynt að ná samkomulagi um að ríki heims dragi úr losun gróðurhúsaloftteg- unda til að stemma stigu við lofts- lagsbreytingum í heiminum. Stefnt er að því að undirrita samkomulagið á næsta ári. Gestgjafarnir hafa sætt gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna spjalla á regnskógum á Madre de Dios, „Móður Guðs,“ landsvæði við landamærin að Brasilíu sem er eitt af stærstu samfelldu regn- skógasvæðum heimsins. Um 50.000 hektarar hafa eyðilagst Áætlað er að um 50.000 hektarar af skóglendi hafi nú þegar eyðilagst vegna gullnámsins, skv. upplýs- ingum frá umhverfisráðuneytinu í Perú. Það tekur „að minnsta kosti 40 ár“ að endurheimta skóglendið, að sögn Ronalds Corvera, yfirmanns IIAP, perúskrar stofnunar sem ann- ast rannsóknir á Amazon-svæðinu. „Hér er ógrynni af gulli,“ segir hann. „Fátækt fólk flykkist hingað hvaðanæva til að grafa eftir gullinu.“ Ólöglegt gullnám er mikil tekju- lind í Perú. Námurnar eru starf- ræktar allan sólarhringinn og sumar þeirra gefa um það bil 400 grömm af gulli á dag. Eigendur námanna sjá sjálfir um að flytja gullið út og fá um það bil 25.000 dali, jafnvirði 3,1 millj- ónar króna, fyrir hvert kíló af málm- inum. Metið á 62.000 milljarða Námurnar eru á um 400 kílómetra löngu vatnasvæði ánna Madre de Dios og Inambari. Áætlað er að á svæðinu sé gull að andvirði 500 millj- arða dala, jafnvirði 62.000 milljarða króna, samkvæmt rannsókn ESAN- háskóla. Það er um fimmtán sinnum meiri fjárhæð en allar erlendar skuldir Perú. Á ári hverju eru um 164 tonn af gulli unnin í Perú sem er í fimmta sæti á lista yfir þau lönd sem fram- leiða mest af góðmálminum. Um 20% af gullinu koma úr ólöglegum námum. Um 50.000 gullgrafarar Um 50.000 manns hafa flust bú- ferlum á svæðið og hafast við í risa- stórum vinnubúðum. Algengt er að átök blossi upp í La Pampa, stærstu búðunum, og deilur eru oft útkljáðar með byssum. „Í hverri viku liggja nokkrir menn í valnum hérna. Stundum liggja lík dögum saman á götunum eftir skot- bardaga. Stundum hverfa menn, þeir eru þá drepnir og grafnir ein- hvers staðar þar sem líkin finnast aldrei,“ segir einn námumannanna á svæðinu. Lögreglumenn fá borgað í gulli fyrir að láta sem þeir viti ekki af morðunum og öðrum lögbrotum á svæðinu, að sögn námumannanna. Ríkisstjórnin í Perú hefur heitið því að binda enda á ólöglega gull- námið. Lögreglan og herinn hafa nokkrum sinnum gert áhlaup til að eyðileggja tæki sem notuð eru í námunum og handtaka þá sem standa fyrir gullnáminu. „Það verð- ur ekkert vopnahlé í baráttunni gegn ólöglegu námunum. Aðgerð- unum verður haldið áfram þar til gullnámið hefur verið upprætt,“ seg- ir Aldo Soto, sem stjórnar aðgerðum hersins og lögreglunnar. Talið er að á ári hverju berist um 30 til 40 tonn af kvikasilfri í árnar úr ólöglegu gullnámunum. Samkvæmt rannsókn vísindamanna við Stand- ford-háskóla mælist kvikasilfrið í líkama íbúanna á svæðinu langt yfir hættumörkum. Þrátt fyrir skógareyðinguna koma ár hvert um 100.000 erlendir ferða- menn á Amazon-svæðið í Perú til að skoða náttúrulífið í regnskógunum. Gullæði í Villtu vestri regn- skóganna í Perú  Eiturefni og þungmálmar úr ólög- legum gullnámum berast í árnar 200 km Heimild: Umhverfisráðuneyti Perú *Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin Þróun ólöglegs gullnáms í Madre de Dios Svæði þar sem ólöglegt gullnám er stundað Ólöglegur gullgröftur í Perú 1987 842 hektarar 2000 6.254 hektarar 2011 32.750 hektarar 2013 50.000 hektarar eða eins og 100.000 fótboltavellir EKVADOR BRASILÍA KÓLUMBÍA Kyrrahaf PERÚ LIMA Cusco Madre de Dios Puno Ólöglegt gullnám hefur verið mikil gróðalind: Gullið úr ólöglegu námunum er einkum selt til: $ - hagnaður á ári 125 milljarðar króna - skattaundanskot 38 milljarðar króna Sviss KínaBanda- ríkjanna Vinnan: Námumennirnir þurfa að vinna í sólarhring samfleytt og fá síðan tólf stunda hvíld. Fólkið vinnur án ráðningar- samninga og nýtur engrar verndar, er t.d. ekki með neinar sjúkratryggingar. Er oft án hreins drykkjarvatns og sýkingarhætta er mikil Umhverfisspjöll: ·Meira en 50.000 hektarar af skóglendi hafa eyðilagst · Margar dýrategundir hafa misst búsvæði · Eiturefnaleifar hafa valdið mengun í lofti, jarðvegi og ám (blásýrusalt og kvikasilfur) Heilsuspjöll: Mannslíkaminn tekur í sig kvikasilfur og aðra þungmálma eins og blý og arsenik. Kvikasilfrið í líkama starfsmanna, sem búa nálægt námunum, er áttfalt yfir hættumörkumWHO* Félagsleg vandamál: · Barnaþrælkun · Ofdrykkja · Vændi · Brot á lögum um vinnuvernd og atvinnustarfsemi Á Amazon-svæðinu hefur skóglendi verið eyðilagt og ár mengast vegna gullnámsins Perú er í fimmta sæti á lista yfir lönd sem flytja út mest af gulli AFP Móðir Guðs Ein af gullnámunum í Villtu vestri regnskóganna. Þótt liðsmenn vígasveita Ríkis íslams vilji stofna kalífadæmi í Írak og Sýr- landi og framfylgja strangri túlkun leiðtoga samtakanna á sjaría-lögum ganga þeir ekki svo langt að neita sér um kartöfluflögur og annað góðgæti frá vestrænu ríkjunum sem þeir fyrirlíta. Þúsundir erlendra liðsmanna eru á yfirráðasvæðum samtaka íslamist- anna í Sýrlandi og halda lífinu í versl- unum á svæðinu, að því er fram kem- ur í frétt á vef breska blaðsins The Financial Times. Sala á áfengi hefur verið bönnuð en kaupmenn á svæðinu hafa haft dágóðar tekjur af við- skiptum við erlendu íslamistana sem kaupa einkum skyndibita, sælgæti, farsíma og fatnað. Þeir eru meðal annars sólgnir í kartöfluflögur, vest- rænt súkkulaði, óáfengan bjór og orkudrykki. Margir af kaupmönnunum höfðu aldrei heyrt um sumt af snakkinu og sælgætinu, hvað þá um orkudrykk- ina, áður en útlendingarnir komu á svæðið. Varningnum er smyglað frá Tyrklandi og yfirráðasvæði Sýrlands- stjórnar. Að sögn The Financial Times kost- ar dós af orkudrykk um það bil 250 sýrlenskar lírur, jafnvirði 185 króna og dolla af Pringles-kartöfluflögum jafnvirði 680 króna. Að meðaltali þurfa íbúar svæðisins að lifa á sem svarar rúmum 370 krónum, þannig að þeir hafa ekki efni á slíkum varningi. Föst mánaðarlaun erlendu víga- mannanna nema að minnsta kosti jafnvirði 27.000 króna og þau eru um tvöfalt hærri en meðaltekjur íbúanna á svæðinu. Þar að auki fá þeir jafn- virði 370 króna á dag í fæðispeninga, auk þess sem þeir fá skerf af her- fangi, að því er The Financial Times hefur eftir íbúum í austanverðu Sýr- landi. bogi@mbl.is Íslamistarnir sólgnir í snakk  Halda lífi í verslunum í A-Sýrlandi AFP Íslamisti Einn erlendu vígamann- anna, líklega franskur ríkisborgari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.