Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stöðugt virð-ist fjölga íhryðju- verkasamtök- unum Ríki íslams. Samkvæmt tölum bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, berjast nú á milli 20 og 32 þúsund manns undir svörtum fána samtakanna. Helmingurinn er frá Írak og Sýrlandi þar sem samtökin berjast og hafa náð undir sig stórum landsvæðum. Hinn helmingurinn er frá öllum heimshornum. Flestir koma frá Túnis þar sem arabíska vorið átti upptök sín, um þrjú þúsund manns. Jórdanía og Sádi-Arabía eru ekki langt undan. Í frétt í Der Spiegel segir að ástæðan fyrir því að svo margir Túnisbúar gangi til liðs við Ríki íslams sé ekki bara sannfæring. Í Túnis er gríðarlegt atvinnuleysi og óánægja með ástandið. Marg- ir laðist einnig til samtakanna vegna fyrirheits um fastar tekjur. Ríki íslams borgar hverjum vígamanni laun og býður að auki upp á vísi að fé- lagslegri tryggingu. Í Sádi-Arabíu hefur hug- myndin um að gerast víga- maður undir merkjum íslams lengi átt rætur. Þúsund Sádar börðust á níunda áratugnum í Afganistan, þar á meðal Osama bin Laden. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt áherslu á grein á meiði bók- stafstrúar, sem nefnist wa- habismi og er skyld hug- myndafræði Ríkis íslams. Flóttamenn hafa streymt til Jórdaníu þannig að harm- leikurinn í Sýrlandi fer ekki fram hjá Jórdaníumönnum. Der Spiegel bendir einnig á að stofnandi al-Qaeda í Írak, forvera Ríkis íslams, sé frá Jórdaníu þannig að tengsl hafi verið fyrir hendi frá upp- hafi. Fjöldi vígamanna í Ríki ísl- ams frá Evrópu er kannski mest sláandi. Flestir eru frá Frakklandi, 1.130, síðan Þýskalandi, 550, og Bretlandi, 500. Einnig streyma ungir menn frá Norðurlöndum til Sýrlands. Samkvæmt tölum sem Der Spiegel birti og byggðar eru á upplýsingum úr ýmsum áttum hafa 300 manns frá Svíþjóð, 100 frá Danmörku, 50 frá Noregi og 30 frá Finnlandi farið til Sýr- lands. Miðað við höfðatölu koma flestir frá Belgíu og síð- an fylgir Danmörk í kjölfarið. Þótt þessir vígamenn vilji kollsteypa öllu því sem vest- rænt er og eiga þátt í að koma á alheimskalífati, eru þeir þó ekki yfir það hafnir að þiggja vestrænar gjafir. Í dönskum fjölmiðlum var í vikunni fjallað um að 28 danskir vígamenn í Sýrlandi hefðu verið á bótum á meðan þeir börðust. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að Ríki íslams hafi fengið liðsauka frá 80 löndum. Talið er að þær tölur, sem hér eru nefndar, séu síst of- mat. Líklega hafi mun fleiri komið til liðs við Ríki íslams. Það gefur augaleið að þeir, sem hyggjast halda til Sýr- lands til að berjast, reyna að halda því leyndu. Átökin í Sýrlandi eru nú í meginatriðum á milli stjórnar Bashars Assads og íslamista. Hófsömum uppreisnar- mönnum sem áttu upptökin að andófinu gegn stjórn As- sads hefur verið ýtt til hliðar. Í fréttaskýringu frétta- þjónustunnar AFP kemur fram að margir þeirra, sem í upphafi uppreisnarinnar 2011 mótmæltu með friðsömum hætti, hafi verið drepnir, sett- ir í fangelsi, flæmdir úr landi eða sé haldið í herkví. Íslam- istarnir hafi hrakið „hófsama“ uppreisnarmenn frá stórum svæðum og á marga þeirra uppreisnarmanna, sem áður hafi verið dáðir sem hetjur, sé nú litið sem tækifærissinnaða stríðsherra. „Byltingin er dauð. Hundarnir hafa tekið völdin … Þetta er algert stríð,“ sagði Sami Saleh, sem er frá Hama þar sem stjórn- arandstaðan náði völdum í mánuð 2011. Hann er nú í Tyrklandi. Það þarf hreyf- ingu, mótmæli og borg- aralegar aðgerðir til að það sé bylting. Nú blasa við okkur átök um land, auðlindir og völd. Í þeim átökum skipta al- mennir borgarar engu máli. Þróun mála hefur orðið til þess að margir þeirra, sem í upphafi risu upp til að hrekja Assad frá völdum hvað sem það kostaði, hafa skipt um stefnu. Þeir vilja binda enda á átök, sem hafa kostað 200 þúsund manns lífið og orðið til þess að rúmlega níu milljónir manna hafa misst heimili sín og þrjár milljónir hafa flúið til nágrannaríkja Sýrlands, að mati flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þótt það kosti að Assad sitji áfram. Ógæfu Sýrlands verður allt að vopni. Ríki íslams dregur að sér vígamenn frá 80 löndum} Harmleikurinn í Sýrlandi Þ að er gott og blessað að vera já- kvæður og bjarsýnn, og senni- lega er það gæfulegri hvers- dagsafstaða en hitt. Það er vafalítið ánægjulegt að gefa sér tíma á hverjum degi til að líta lífið og til- veruna, umhverfið og samferðafólkið björtum augum; beygja sig niður og þefa af blóm- unum. Til lengri tíma litið verða það hins veg- ar efasemdamennirnir sem standa uppi sem sigurvegarar. Það verða þeir sem tryggja til- veru mannsins til framtíðar, því þeir voru við- búnir; þeir sáu fyrir ógnirnar, hörmungarnar og svartnættið. Það er margur fjandinn sem vegur að mannskepnunni: fyrirséðar og ófyrirséðar af- leiðingar loftslagsbreytinga, náttúrulegar og heimatilbúnar ofurveirur, gikkglaðir leiðtog- ar kjarnorkuvelda, ofvaxnir hrapsteinar og erfðagaldr- aðar risaeðlur. Nú ætla ég hvorki að eigna frumkvöðlinum Elon Musk dagbjarta né næturdimma afstöðu, en hann er sannarlega í hópi þeirra sem horfa handan morgundags- ins. Efst á válista Musk er ein hættan til viðbótar: gervi- greind. „Ég tel að við ættum að hafa varann á hvað gervigreind varðar. Ef ég þyrfti að giska á hver er stærsta ógnin við tilvist okkar, þá væri það gervigreind. Því verðum við að fara afar varlega. Ég hallast æ meir að þeirri skoðun að það ætti að vera eftirlit til staðar, ef til vill á þjóðar- eða al- þjóðlegu stigi, bara til að tryggja að við gerum ekki eitt- hvað afar vitlaust,“ sagði hann nýlega við nem- endur við MIT. Musk, sem hefur verið líkt við Avengers- hetjuna Tony Stark, hefur sjálfur fjárfest í rann- sóknum á gervigreind; ekki til að græða á þeim heldur til að hafa auga á því hvað er að gerast, að hans sögn. Hann hélt áfram: „Hvað gervi- greind varðar erum við að kveðja til djöfulinn. Í öllum þessum sögum, þar sem þú hefur gæjann með fimmhyrndu stjörnuna og blessaða vatnið og já, hann er viss um að hann getur stjórnað skrattanum. Virkar ekki,“ sagði Musk. Elon, sem er einn af stofnendum Tesla Mot- ors, hefur jafnframt sagt að til að tryggja fram- tíð sína þurfi mannfólkið að stofna nýlendu á Mars, en meðal fjárfestingaverkefna Musk er einmitt geimkönnunarfyrirtækið Space X. Hljómar dálítið eins og Ridley Scott-mynd, ekki satt? En sannleikurinn er sá að við erum í hættu á útrým- ingu. Það er napurleg staðreynd að maðurinn getur næstum algjörlega sjálfum sér um kennt. Hann hefur unnið svo skipulega að því að drepa náungann, dýralífið og vistkerf- in, að kannski er aðeins rökrétt að þar á eftir verði hann sjálfum sér að fjörtjóni. Hvort sem það verða ragnarök í formi náttúruhruns, kjarnorkustyrjaldar eða skulda- uppgjörs ofurgreindra róbóta, verða endalok mannsins epísk. Jafnvel á skala Hollywood. Eða skyldum við verða hólpin fyrir tilstilli framsýns, bölsýns Iron Man? holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Hinir efagjörnu erfa heiminn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is J arðhræringarnar í Bárð- arbungu og eldsumbrotin í Holuhrauni hafa staðið yf- ir síðan í ágúst. Sérfræð- ingar telja að eldgos geti mögulega brotist út undir jökli. Það gæti valdið hamfaraflóði sem mögu- lega mundi hafa mikil áhrif á byggðir og helstu grunnstoðir samfélagsins, t.d. framleiðslu og flutning raforku, fjarskipti og samgöngur. Ríkisstjórnin samþykkti 7. októ- ber sl. tillögu forsætis- og dómsmála- ráðherra um að óska eftir endur- skoðun á gildandi almannavarna- lögum í því skyni að styrkja löggjöf á sviði almannavarna og fjarskipta og orkumála. Við frumvarpsgerðina var m.a. byggt á mati samráðshóps al- mannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra og Viðlagatryggingar um mögulegar afleiðingar gossins og jarðskjálftanna. Frumvarpið var birt á vef inn- anríkisráðuneytisins. Þar er m.a. kveðið á um valdheimildir stjórn- valda hafi verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna, en það er efsta stig almannavarnaástands. Hin eru óvissustig og hættustig. Lagt er til að sá ráðherra sem fer með málefni almannavarna, nú er það dóms- málaráðherra, geti gripið til til- greindra neyðarráðstafana með samþykki ríkisstjórnarinnar og að höfðu samráði við ríkislögreglu- stjóra. Það getur hann gert til að tryggja mikilvæga samfélagslega starfsemi, almannaheill og til að lág- marka hugsanlegan samfélagslegan skaða. Neyðarráðstafanir ráðherra Neyðarráðstafanir ráðherra geta m.a. falist í því að gefa stofn- unum, fyrirtækjum og eigendum mannvirkja fyrirmæli, t.d. um að reisa varnargarða, rjúfa stíflur og vegi eða aðrar verklegar fram- kvæmdir. Einnig um að skammta, rjúfa eða forgangsraða afhendingu rafmagns og eins að takmarka fjar- skipti sem geta truflað neyðar- og öryggisfjarskipti. Þá getur hann gef- ið fyrirtækjum, stofnunum og eig- endum mannvirkja fyrirmæli um ráðstafanir til þess að tryggja órof- inn rekstur þeirra, tiltekinna kerfa eða hluta þeirra. Ef aðstæður eru mjög knýjandi og stjórnendur hlíta ekki fyrir- mælum geta neyðarráðstafanirnar falist í því að taka, eins lengi og nauð- syn krefur, yfir stjórn fyrirtækis eða stofnunar til þess að hrinda neyðar- ráðstöfun í framkvæmd. Þá á ríkislögreglustjóri að stuðla að og fylgjast með því að stjórnvöld og einkaaðilar geri fyrir- byggjandi öryggisráðstafanir í sam- ræmi við hin nýju lög. Hann hefur einnig eftirlit og umsjón með ráð- stöfunum á sviði almannavarna vegna æðstu stjórnar landsins og mikilvægra stofnana ríkisins. Í frumvarpinu er og fjallað sér- staklega um takmarkanir á bóta- skyldu ríkisins, stofnana þess og starfsmanna vegna slíkra ráðstaf- ana. Einnig eru lagðar til breytingar á lögum um Viðlagatryggingu Ís- lands til þess að tryggja rétt aðila til bóta úr viðlagatryggingu vegna hugsanlegs tjóns, þrátt fyrir inngrip stjórnvalda með neyðarráðstöf- unum. Meðal nýmæla í frumvarpinu er að ráðherra getur, með samþykki ríkisstjórnarinnar og að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra, farið fram á aðstoð hjálparliðs erlendis frá vegna almanna- varnaástands í samræmi við alþjóðasamninga sem Ís- land á aðild að. Ýmsar neyðarráð- stafanir á neyðarstigi Morgunblaðið/Júlíus Almannavarnir Stjórnvöld munu samkvæmt frumvarpinu fá auknar heimildir til ýmissa ráðstafana verði lýst yfir neyðarstigi almannavarna. Lagaumgjörð almannavarna verður treyst og valdheimildir æðstu stjórnar almannavarna styrktar samkvæmt nýju frum- varpi um breytingar á lögum um almannavarnir sem nýlega var kynnt. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið 25. nóvember s.l. Í því er mælt skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra inn- viða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku, ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið var sam- ið að frumkvæði Sig- mundar Davíðs Gunn- laugssonar, forsætis- og dómsmálaráð- herra. Það hefur ver- ið sent þing- flokkum ríkisstjórn- arflokkanna til afgreiðslu. Valdheimildir styrktar NÝTT FRUMVARP KYNNT Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.