Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 39
hraða. Sem dæmi um þetta má nefna fyr- irætlanir sænska sveitarstjórnarstigsins um að hætta þjónustu yfir borðið og í síma og veita samræmda þjón- ustu á vef. Þar er bókasöfnum ætlað að þjóna þeim sem ekki geta notað tölvur. Hér á landi virðast bank- arnir ryðja brautina í þessu tilliti. Hins veg- ar að vélasölunum er lokað og eigin kerfi stofnana fara út á ský þaðan sem almenn kerfi á markaði eru líka rekin. Flutningur bakþjónustu frá vélasölum og stað- arnetum er mjög hagkvæmur fyrir opinbert vald, eykur fagmennsku og skýin gera mögulegt að veita þjón- ustu og vinna við öll kerfi hvar sem er á jörðinni. Aðstaða aðila Staðsetningu opinberrar þjónustu má meta út frá þrenns konar að- stöðu: Kjarnastarfsemi stofnana þarf að vera til staðar á ákveðnum stað. Þá er átt við miðlæga þjónustu svo sem fjarfundabúnað í fullbúnum rýmum með myndavélum, aðra sameigin- lega aðstöðu, sérhæfða aðstöðu fyrir starfsemi sem ekki fer á netið eða fer á netið og bása fyrir þá starfsmenn sem koma til að sinna verkefnum þar. Þessi kjarnastarfsemi getur Stofnun Vélrænt skipulag Fagstofnanir og aðrar stofnanir Starfsfólk Notendur Hversu háð eru starfsemi og aðilar stað? Óháðir Að hluta óháðir Alveg háðirUpplýsingatæknin hefur gefið fyrirheit um að staður og/eða stund missi gildi sitt við veit- ingu margháttaðrar þjónustu og m.a. op- inberrar þjónustu. Þrátt fyrir áhuga á fjar- vinnslu hér á landi í upphafi þróunarinnar, meðan tæknin var lítið þróuð, hefur lítið orðið úr raunverulegri fram- kvæmd. Hér er samt að nokkru leyti rætt um orðinn hlut í þeim ríkjum sem fremst fara, einkum Bandaríkj- unum. Ný markmið Heimurinn minnkar og óskir um búsetu eru margvíslegar. Ungt fólk vill hafa val t.d. um að búa á Borg- arfirði eystri eða í London. Engu að síður ætti það að geta unnið hjá ís- lenskum stofnunum og fyrirtækjum og sótt nám við íslenska skóla. Þessi nýju markmið kalla á breytta innviði hjá hinu opinbera. Tækniþróuninni fylgir aukin mið- stýring og samvinna, það að allir gangi í takt í þeim atriðum sem skipta meginmáli. Þá þurfa stofnanir að vera af ákveðinni lágmarksstærð til þess að uppbygging nútíma stoð- þjónustu verði hagkvæm. Ef öll þjóðin á að hafa sömu mögu- leika til lífsgæða og stofnanir og fyr- irtæki eiga að geta valið sér stað- setningu þarf ríkið líka að eiga og reka ljósleiðara á samfélagslegum forsendum um allt land. Tækifærin framundan Framundan eru tvær mikilvægar breytingar á aðstöðu stofnana. Ann- ars vegar er þjónusta smám saman að flytjast frá staðbundinni af- greiðslu til netsins. Þeirri þróun má haft útibú úti á landi eða á höf- uðborgarsvæðinu þar sem einhverjir af þjónustuþáttum hennar eru til staðar. Aðstaða starfsfólks. Starfsfólk mun í framtíðinni geta búið víðs fjarri vinnustað og þeim sem þiggja þjónustuna. Þetta á þó ekki við um alla, en sumir munu enn um sinn þurfa að vera þar sem miðlæg þjón- usta er veitt hvort sem það er út á netið eða ekki og vafalítið eru und- antekningarnar margar. Þá eru sum störf enn alveg bundin við stað. Aðstaða þeirra sem þiggja þjónustuna Þeir sem þiggja opinbera þjónustu nota tölvubúnað með myndavélum og „client“-búnaði til samskipta sér að kostnaðarlausu. Þjónustuna geta þeir sótt hvaðan sem er á jörðinni, heima eða heiman. Á þessu eru þó vissulega margar undantekningar. Mismunandi starfsemi Starfsemi stofnana má flokka eftir flokkunarkerfi Mintzberg þegar metið er hversu vel starfsemi þeirra hentar til tölvuvæðingar. Þessi flokkun er til viðmiðunar, margar stofnanir falla undir fleiri en einn flokk, t.d. geta eftirlitsstofnanir bæði verið fagstofnanir og með vélrænu skipulagi. Og mjög litlar stofnanir hafa mismunandi skipulag og verk- efni. Vélrænt skipulag. Slíkar stofnanir framkvæma markmið starfsemi sinnar einkum í ákveðnum ferlum. Þær henta best allra stofnana til hagnýtingar tölvutækni og starfsemi þeirra getur að mestu leyti farið fram á vefkerfum þeirra, opnum eða lokuðum. Dæmi eru Hagstofan, Íbúðalánsjóður, Þjóðskrá og Sjúkra- tryggingar. Fagstofnanir. Meirihluti opin- berra stofnana tilheyrir þessum flokki. Þær byggja á fagsjónar- miðum a.m.k. til jafns við stjórn- unarleg markmið. Dæmi eru skólar og heilbrigðisstofnanir. Mjög mis- munandi er hversu auðvelt er að flytja starfsemi fagstofnana út á net- ið, en háskólakennsla og heilbrigð- isþjónusta er víða veitt í fjarþjón- ustu. Fljótandi skipulag. Þá er átt við nýjar stofnanir og ómótaðar og þær sem fást við sköpun, t.d. leikhús og fjölmiðla. Þær byggja oft á skapandi störfum og geta verið bundnar stað vegna veiks skipulags og breytilegra verkefna, t.d. vegna samstillingar. Aðstaða aðila er sýnd í töflu. Tímabær tilraun Það má hugsa sér mikinn ávinning af uppbyggingu fjarþjónustu, ekki síst með minni húsnæðiskostnaði, en einnig aukna sátt um að þjónusta sé fyrir landið allt og að stofnanir geti verið hvar sem er á landinu. Þá liggja fyrir ábendingar um að ímynd stofnana sem hagnýta sér nýja tækni batni, að starfsánægja starfsfólks aukist, að kostnaður minnki og að ánægja þeirra sem njóta þjónust- unnar aukist. Vel má hugsa sér að forstjórar ríkisstofnana og starfs- menn þeirra séu áhugasamir um að taka þátt í tilraun í þessu efni. Tímabært er að gera metnaðar- fulla tilraun með fjarþjónustu hjá stofnun með vélrænu skipulagi. Staðsetning stofnana Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. »Með notkun upplýs- ingatækni getur hluti af starfsemi stofn- ana flust á vefinn. Þá skapast aðstæður sem gerbreyta frelsi allra að- ila til staðsetningar. UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Fyrir rúmum tveimur árum varð ég fyrir því óláni að fótbrotna. Gerðist það í byrjun nóv- ember 2012 en þá gekk skammvinnt ofsaveður yfir landið suðvestanvert. Munu um 50 manns hafa beinbrotnað í því veðri. Þannig var að ég var að koma af fundi við Borgartún í Reykjavík þegar allsnörp vindhviða greip mig þar sem ég var að fara yfir Katrínartún við Höfðatorg. Var engu líkara en ég tækist á loft og skall annar fóturinn á kantsteini handan götunnar. Við það hrökk hægri sköflungur í sundur. Svo heppilega vildi til að þá bar að þrjá borgarstarfsmenn, þeir komu mér inn í bíl og héldu hið snarasta á Landspítalann í Fossvogi. Er þangað kom var okkur sagt að í tilvikum sem þessum ætti um- svifalaust að kalla á sjúkrabíl og hreyfa hinn slasaða sem minnst. Hefði ég raunar getað bent þeim á þetta því ég hafði sótt skyndi- hjálparnámskeið þar sem hamrað var á þessu. En við aðstæður sem þessar hugsar maður ekki alltaf af skynsemi. Manni er bara efst í huga að komast á sjúkrahús. Ég var í nokkra daga á spítalanum og naut frábærrar umönnunar og vil ég sérstaklega þakka læknunum, þeim Súsönnu Björgu Ástvalds- dóttur og Svavari Haraldssyni, og aðstoðarfólki þeirra sem ég kann ekki að nafngreina. Hin virka alúð og umhyggja sem einkenndi þetta fólk yljar manni um hjartarætur um ókomna tíð. Hvílíkur mann- auður. Þetta var göld- um líkast. Nú skilur maður trú margra fyrr á öldum að lækn- ingar hlytu að tengj- ast göldrum. Svo ótrúlegar eru þær fyrir leikmönnum og stórfenglegar. Þetta fólk er verðugir arf- takar Hrafns Svein- bjarnarsonar frá Eyri í Arnarfirði sem fyrstur Íslendinga svo vitað sé nam læknisfræði á 12. öld við Miðjarð- arhaf. Vissulega er töluverður munur á tækni og allri aðstöðu þá og nú en fegurðin söm og ljóminn jafn skær yfir störfum þessa fólks. Eftir leguna í Foss- vogi fór ég á sjúkrahótelið við Ármúla. Er sömu sögu að segja af starfsfólkinu þar. Það var ein- stakt. Minningin lifir um allt þetta góða fólk sem starfar á sjúkrahúsum, borgarstarfsmenn- ina sem fluttu mig í bílnum, að ógleymdum þeim sem vinna á sjúkrahótelinu í Ármúlanum. Nú þegar ég hef svo gott sem náð mér að fullu get ég bara ekki orða bundizt og verð að þakka fyrir. Kærar þakkir fyrir allt. Guð blessi ykkur öll. Þakkir Eftir Hallgrím Helgason. »Er þangað kom var okkur sagt að í til- vikum sem þessum ætti umsvifalaust að kalla á sjúkrabíl og hreyfa hinn slasaða sem minnst. Höfundur er flokksstjóri hjá Garð- yrkjudeild Reykjavíkurborgar. Hallgrímur Helgason Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.