Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 336.950 kr. á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Hin fagra og forna Albanía 28. mars - 8. apríl Páskaferð Þær eru margar ræðurnar sem haldn- ar hafa verið um mik- ilvægi iðn- og verk- náms fyrir einstaklinga, fyr- irtæki og samfélag. Er umhugsunarefni hvað veldur að orðin breytast ekki í at- hafnir. Of fáir sækj- ast eftir starfs- menntun og enn færri ljúka námi en brotthvarf nemenda er mikið innan iðn- og verkgreina. Þar kemur margt til, meðal annars að ekki er búið að tryggja nemendum starfsnám á vinnustað. Það er eitt af viðfangsefnum at- vinnulífsins í samvinnu við skóla og stjórnvöld að námsferill nem- andans til enda sé tryggður strax við innritun í skóla. Einnig er mikilvægt að námsleiðir, sem hægt er að velja á sviði iðn- og verknáms, endi ekki í blindgötu heldur opni leiðir inn í stúdents- próf eða nám á öðrum skólastig- um. Breytt skipulag iðn- og verk- náms og efling þess er eitt veigamesta úrlausnarefnið sem blasir við í vinnu sem hafin er vegna ágætrar Hvítbókar menntamálaráðherra. Meðal þess sem þarf að fara yfir er skipting í bóknámshluta og verknámshluta og hvernig báðir þessir þættir taki mið af tækni og þörfum 21. aldar en ekki því sem tíðkaðist um miðja síðustu öld. Atvinnulífið vill taka þátt Í þeirri vinnu mun atvinnulífið taka fullan þátt en jafnframt er líklegt að atvinnulífið þurfi að skuldbinda sig í meira mæli í þágu menntunar svo raunhæft verði að styrkja námið og fjölga iðnnem- um. Gildir þetta bæði um atvinnu- rekendur og launþegahreyfinguna. Atvinnulífið vill gjarnan koma að auknu samstarfi á þessu sviði, jafnvel skoða breytta fjármögnun námsins. Fyrirtækin í landinu leggja nú þegar hundruð millj- óna króna í fræðslu- mál, þ.m.t. í vinnu- staðanám fyrir iðn- og verknámsnem- endur enda mikið í húfi að vel takist til. Þar sem umhverfi iðn- og starfsnáms er hvað helst til fyr- irmyndar, eins og í Þýskalandi og Aust- urríki, eru tengsl skóla, stjórnvalda og atvinnulífs náin og formgerð. Vert er að geta þess að í Danmörku standa nú yfir umfangsmiklar breytingar á iðn- og starfsnámi þar sem markmiðið er að auka gæði náms, kröfur og fjölda nem- enda. Aðilar vinnumarkaðarins hafa komið að þeirri stefnumótun og framkvæmd. Munu breyting- arnar taka gildi næsta haust. Það má einnig leika sér að því að spyrja hvort hugtakanotkun og hugarfar standi eflingu námsins fyrir þrifum. Getur allt nám í framhaldsskóla sem endar með lokaprófi fallið undir stúdents- próf? Er raunhæft að tala um stúdent af félagsvísindabraut sam- hliða stúdent af húsasmíðabraut? Eru einhver tabú í umræðunni um eflingu verknámsins sem horft er framhjá? Áhrifavaldarnir Það er líka vert að hafa í huga að unga fólkið vill verknám en það er eins og kerfið bjóði því ekki upp í dans. Í könnun sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins fyrr á árinu kom í ljós að um 37% þeirra sem fóru í bóknám í fram- haldsskóla hefðu kosið að fara í verknám og að um 60% þeirra sem fóru í bóknám hefðu viljað taka eitthvert verknám samhliða bóknáminu. Í þessu felast mikil tækifæri og skýr skilaboð. Unga fólkið er til en kerfið og umhverfið ekki. Á ýmsum fundum hefur sumum, bæði innan sem utan landstein- anna orðið tíðrætt um að ná þurfi til mömmunnar, hinnar einu sönnu. Það eru jú mömmurnar sem hafa mest áhrif á börnin og val þeirra í hvaða skóla skal hald- ið. Ekki ætla ég að leggja það á herðar hinnar íslensku móður einnar og sér hvernig málum er fyrirkomið í iðn- og verknámi en það er hins vegar ljóst að áhrifa- valdarnir eru nokkrir þegar komið er að vali á námsbraut í fram- haldsskóla. Mestir eru foreldr- arnir en líka systkini og vinir eins og fyrrnefnd könnun dregur fram. Einnig hafa náms- og starfsráð- gjafar í grunnskólum sem og fé- lagslíf framhaldsskóla áhrif á unga fólkið okkar. Jafnframt er ástæða til að minnast á nemendurna sjálfa og þá ábyrgð sem fylgir því að innrita sig gagnvart námi og skóla. Það hlýtur að vera áhersla í samfélaginu að nemendur nýti sér þetta góða tækifæri til náms og undirbúnings þátttöku á vinnu- markaði. Mikilvægur tími til að hugleiða möguleika og tækifæri sem felast í hinum ýmsu námsbrautum fram- haldsskóla – ekki síst í iðn- og starfsnámi er í kringum 8. og 9. bekk en einnig 10. bekk grunn- skóla. Foreldrar- og þá ekki bara mömmur, verða að vera meðvit- aðir um áhrif sín og ábyrgð. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort þú, sem foreldri nemanda í efri bekk grunnskóla, sért búin/n að taka samtalið við barnið þitt? Er ekki rétt að nota tímann meðan unga fólkið hlustar enn á okkur? Ert þú búin/n að taka samtalið? Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur »Ekki ætla ég að leggja það á herðar hinnar íslensku móður einnar og sér hvernig málum er fyrirkomið í iðn- og verknámi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er forstöðumaður á mennta- og nýsköpunarsviði Samtaka atvinnulífsins. Grein Þorvaldar Finnbjörnssonar í Mbl. 21. nóvember um birt- ingu vísindamanna á niðurstöðum rannsókna sinna í ritrýndum tíma- ritum og tilvitnanir í þær var mjög fróðleg. Vel kemur fram að tilvitnun er þýðing- armikil vísbending og nánast mælikvarði á mikilvægi viðkomandi tímaritsgreinar og vísindarannsókn. Tilvitnanatíðni starfsmanna há- skóla vegur um þriðjung í mati (röð/ ranking) á viðkomandi háskóla. Þessa virðist ekki alltaf hafa gætt mikið við ráðningar á Íslandi við Há- skóla Íslands eða í heilbrigðiskerfinu sem oft er samtengt. Stöðunefndir eru yfirleitt skipaðar þremur ein- staklingum sem hafa haft óáfrýj- anlegt vald til að meta umsækjendur. Ættar- og kunningja kerfið hefur oft verið ráðandi og verðleikum hnikað til að ýmist upphefja eða niðurlægja einstaklinga án nokkurra möguleika þeirra síðar á áfrýjun og endur- skoðun á mati eins og er hjá vel- flestum siðmenntuðum þjóðum. Háskóli Íslands hefur um árabil hafnað nokkrum af fremstu vís- indamönnum landsins. Flestir þeirra hafa horfið af landi brott og tekið við háum embættum við þekkta erlenda háskóla eða orðið að hafa hægt um sig hér á landi. Þessir einstaklingar hafa náð samtals um þrettán þúsund (13.000) tilvitnunum sem er meira en flestar einstakar deildir Háskóla Ís- lands. Hlálegt er að undirritaður sem er einn hinna vanhæfu er nú í nóvember í „glímu“ við fremstu læknaháskóla á Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Hvorutveggja hefur gerst áður en ekki samtímis. Norræni læknaháskólinn er Karól- ínska stofnunin og sjúkrahús þar sem aftur var boðið á ráðstefnu með öðr- um fræðimönnum og prófessorum frá Evrópu og öðrum heimshlutum til að skiptast á skoðunum og niðurstöðum rannsókna. Bandaríski læknahá- skólinn er Harvard þar sem staðið er í ritdeilu við prófessora í út- breiddu sérfræði- tímariti vegna véfeng- ingar á niðurstöðum rannsókna þeirra. Hvorugt gæti gerst ef ekki væri einhver þekking að baki sem hefur leitt til skrifa í fræðirit, boðsfyr- irlestra, vitnað hefur verið til í kennslubók- um og bókarkaflar skrifaðir. Íslenskar stöðunefndir töldu samt þessa vísindavinnu á sínum tíma vera ómerkilega sem og sérfræðinám, starfsferil og kennslu við einn fremsta læknaháskóla Bandaríkj- anna. Mótmæli leiddu til brott- rekstrar úr starfi og frekari útilok- unar með blessun Hæstaréttar. Slík vinnubrögð hafa leitt til brott- hvarfs margra best menntuðu ein- staklinga í læknisfræði sem og öðrum greinum og skýra að hluta starfsanda og kvartanir unglækna um lélega klíníska kennslu á lyflæknisdeild LSH (skv. úttekt landlæknis). Ný steinsteypa mun ekki laga þetta. Skyldi þurfa að glíma við þrjá há- skóla í einu til að sýna fram á að eitt- hvað sé athugavert við þá rökhyggju að einstaklingur sem er kallaður til að fræða m.a. prófessora við Karólínsku stofnunina og Háskólann í Lundi og fær birtar umvandanir við nið- urstöður prófessora Harvard og Johns Hopkins er ekki talinn hæfur til að fræða íslenska læknastúdenta? Vísindagreinar og tilvitnanir Eftir Birgi Guðjónsson Birgir Guðjónsson »Er ekkert athuga- vert við þá rök- hyggju að einstaklingur sem fræðir erlenda pró- fessora er ekki talinn hæfur til að fræða ís- lenska læknastúdenta? Höfundur er læknir, MACP, FRCP, AGAF, fv. assistant professor við Yale School of Medicine.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.