Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 42

Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 42
Sigmundur Davíð er Jóhann prins 200% 150% 100% 50% 0% -50% Júl. 94 Júl. 04 Júl. 95 Des. 04 Júl. 96 Jan. 05 Júl. 97 Júl. 05 Júl. 98 Júl. 06 Júl. 09 Júl. 99 Júl. 07 Júl. 10 Júl. 00 Júl. 08 Júl. 11 Júl. 01 Jan. 09 Júl. 12 Júl. 02 Apr. 09 Júl. 13 Júl. 03 Mar. 09 Sep. 14 Heimildir: Hagstofa Íslands/Þjóðskrá Íslands Breyting á raunverði fasteigna frá 1994-2014 Frá árinu 1994 hef- ur fasteignaverð á Ís- landi margfaldast að raunvirði og nafnvirði. Samhliða því hefur kaupmáttur launa vax- ið um 120%. Fyrir stærstan hluta fast- eignaeigenda með verðtryggð lán var verðbólguskotið árin 2008 og 2009 samhliða lækkandi raunvirði fasteigna frá ár- unum 2006 til 2009 því aðeins lítið brot til að mæta hlutfallslegri raun- hækkun eigna áranna eða áratug- anna á undan. Þannig hefur ein- staklingur sem keypti fasteign sína í júlí 1995 séð hana hækka um 310% að nafnvirði eða 172% að raunvirði samhliða 96% aukningu kaupmáttar frá þeim tíma. Hann á því bæði auð- veldara með að greiða af lánum sam- hliða því að eignarhluti hans hefur hækkað gríðarlega vegna hækkandi raunvirðis fasteigna. Þessi ein- staklingur fær samt sem áður leið- réttingu frá ríkissjóði. Gagnvart þeim sem keyptu eign frá janúar 2005 til mars 2009 gildir öðru máli en eingöngu þeim hópi. Hjá öllum öðr- um hefur fasteignaverð hækkað um- fram verðtryggingu. Jafnframt hefur kaupmáttur í landinu vaxið um 120% frá árinu 1994 og hefur aldrei verið hærri ef undanskilið er árið 2007 sem þýðir að mikill meirihluti fasteigna- eigenda ætti að eyða hlutfallslega minna í afborgun fasteignalána í dag en hann gerði þegar eignin var keypt og stofnað var til láns. Þannig hafa fasteignir þessara ein- staklinga hækkað meira en lán og hlutfallslega greiða þeir minna af tekjum sínum í afborg- anir af húsnæði. Þá hef- ur fólk sem t.d. er með námslán, á leigumark- aði, með búseturétt eða aðrir sambærilegri hóp- ar, sem margir eru í neðri lögum samfélags- ins, ekki fengið neinar leiðréttingar og aldrei haft neinar eignir til að hækka á móti. Þrátt fyrir þessar staðreyndir stendur til að afhenda eignafólki, sem hefur eingöngu orðið fyrir þeim forsendubresti að eignir þeirra hafa hækkað umfram skuldir og það eyðir hlutfallslega minna af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en það gerði þegar það keypti sér eign og tók lán, á bilinu 77.000 til 100.000 milljónir íslenskra króna. Þetta gera 236.435 til 307.058 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn auk vaxta enda verður gjafagjörn- ingurinn tekinn að láni þar sem ís- lenska ríkið er stórskuldugt. Í gærkvöldi lagðist ég upp í rúm með drengnum mínum og hóf að lesa fyrir hann bókina um Hróa Hött. Hrói stelur af Jóhanni prins og flytur þannig peninga frá þeim ríku til þeirra fátæku í Nottingham í Eng- landi. Drengurinn minn er nýorðinn sex ára og fannst honum það svo gott að þeir fátæku gátu nú keypt sér að borða og haft það aðeins betra. Þeg- ar ég hugsaði um þessi orð drengsins hugsaði ég til þess hvers eðlis skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar er samkvæmt tölfræðilegri úttekt að ofan. Hún jafngildir því að sögunni sé snúið á haus þannig að Jóhann prins fari um samfélagið, steli frá þeim eignalausu og færi þeim ríku. Þannig eru fjármunir teknir úr rík- issjóði sem hefðu annars getað verið notaðir til að greiða niður opinberar skuldir og gefnir eignafólki. Sú hugs- un læðist að mér hvort ég eigi að út- skýra fyrir drengnum mínum næst þegar við lesum bókina að Hrói Hött- ur gerist í Bretlandi en á Íslandi sé það þannig að þar fari Jóhann prins um samfélagið og taki frá þeim eignalausu og fátæku og gefi þeim ríku. Eftir Boga Ragnarsson » Frá árinu 1995 hefur fasteignaverð á Ís- landi hækkað um 172% að raunvirði. Skuldaleið- réttingin er gjöf tekin að láni frá fátækum og veitt ríkum. Bogi Ragnarsson Höfundur hefur lokið 200 ects ein- ingum til doktorsgráðu í félagsfræði. 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% -20% Júl. 94 Júl. 04 Júl. 95 Des. 04 Júl. 96 Jan. 05 Júl. 97 Júl. 05 Júl. 98 Júl. 06 Júl. 09 Júl. 99 Júl. 07 Júl. 10 Júl. 00 Júl. 08 Júl. 11 Júl. 01 Jan. 09 Júl. 12 Júl. 02 Apr. 09 Júl. 13 Júl. 03 Mar. 09 Sep. 14 Heimildir: Hagstofa Íslands/Þjóðskrá Íslands Raunbreyting á kaupmætti frá júlí 1994 til september 2014 42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Nú get ég ekki orða bundist, bara að fólk gerist nú ekki hug- sjúkt og leggist veikt hér í Reykjanesbæ og kannski víðar í lækna- verkfalli. Það væri meira tjón en sem nemur núverandi skuldum Reykjanes- bæjar. Reykjanesbær er/ var bær í sókn. Það tekur áratugi að greiða niður skuldir sem hafa safnast upp vegna bygg- ingaátaks stórhuga stjórnvalda. Per- sónulega er ég mjög þakklát þessu átaki. Uni hag mínum vel í Njarðvík og segi öllum sem hlýða vilja kosti þess að búa fjarri ys borgarinnar, hlýða á sjávarsöng og beita sér fyrir því að framkvæma allt það sem gert er á höfuðborgarsvæðinu hér líka. Reykjanesbær er einn af stærri bæj- um landsins og menningarhlutverk hans mikið. Því er maður feginn þeg- ar fagurfræðileg viðmið og stöð- ugleiki fremur en freistingar frjáls fjármálamarkaðar eru látin ráða ferðinni. Auðvitað á ekki að reka bæ með halla á fjárlögum en þegar átak er gert í byggðamálum er talað um aðlögunartíma (að skuldum), jafn- vægispunkt (þetta er eins slæmt og það getur verið) og bata (borga nið- ur). Slíkt ferli tekur marga áratugi. Draumsýnir ráðamanna að niðurlög skuldadraugsins sé upphaf betri tíma eru bara alls ekki réttar. Einstaklingar sem vaxa úr grasi á slík- um tímum eru sterkir, ábyrgir og úthalds- góðir, engar skamm- tímalausnir hjá slíku fólki né pípudraumar, heldur litið til framtíðar með skynsemi í huga. Í Reykjanesbæ gerist efnahagsundur ef það tekst að nálgast 150% skuldaviðmiðin á næstu fimm árum. Það er ekki fallega gert af leiðurum dagblaða að rýra verðmæti uppbyggingar Reykjanesbæjar frá 2000. Einhver sagði mér varðandi skuldasöfnun að þumalputtareglan væri að um leið og afborgun skulda væri meiri en sem næmi fjórðungi tekna manns skyldi hætta fram- kvæmdum og fjárfestingum og ein- beita sér að því að borga niður skuld- ir. Skuldaviðmið Sambands ísl. sveitarfélaga eru því háleit því af- borganir af skuldum innan þeirra viðmiða yrðu því um 10% heild- artekna en ekki fjórðungur. Mér skilst að afborganir skulda í Reykja- nesbæ nú séu skv. þumalputtaregl- unni og áætlanir um minni yfirvinnu í samræmi við þá framtíðarsýn Evr- ópulanda að minnka vinnuviku í fjóra daga því lífaldur lengist og fleira fólk verður um störfin. Því er um að gera að hefjast handa með þá fjölskylduvænu framtíðarsýn að fá foreldra heim kl. 16 að skokka úti með börnum fyrir kvöldmat og hafa hjálparkokka við að undirbúa hinn undirstöðugóða og næringarríka fjölskyldusameinandi kvöldverð. Mín viðmið, sem háskólamennt- aðrar manneskju, eru þau að það hafi verið hlunnindi menntuðu manneskj- unnar að komast í lífeyrissjóðslán til 40 ára. Slíkt feli í sér hægfara og örugga þróun fram á við. Að ég tali nú ekki um ef verðbætur falla niður þar að auki. Að borga af láni er eins og að borga inn á líftrygginguna sína mán- aðarlega. Skuldir eru eins og grá, hlý kápa sem hafa bjargað manni á ögur- stundum þegar mikið lá við að koma draumum sínum í framkvæmd og fjárfesting í sjálfum sér inn í framtíð- ina. Fyrst er hún þykk og hlý og svo smám saman breytist hún í léttari yf- irhöfn eftir því sem skuldin minnkar. Maður vill ekki sjá að þessi kápa sé tekin af manni of snöggt. Það truflar þessa hægfara og öruggu þróun hjá manni og gerir mann ráðvilltan um stund. Flestir eru langt fram eftir aldri að vinna úr því sem ávannst með skuldunum að ég tala nú ekki um fjöl- greindar háskólamenntaðar mann- eskjur. Gæði felast oftast í tímalengd þróunarinnar. Þannig er nú margt ekki svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Alltaf hægt að finna hina hliðina á málunum sem er kannski alveg jafn- góð, aðalatriðið er að fólk haldi heilsu og láti ekki ákveðna hug- myndafræði frjálsrar peningastefnu vaða yfir sig eða leiða sig til veik- inda. Má ég þá heldur biðja um heimspekina fyrir hönd okkar Suð- urnesjanýbúa, hinn stóíska frið þess að hafa leyst sín vandamál í ró og næði þó tugi ára taki til. Hugvekja til heilsueflingar Eftir Veru Steinsen Vera Ósk Steinsen »Reykjanesbær er einn af stærri bæjum landsins og menningar- hlutverk hans mikið. Höfundur er tónlistarkennari. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Birgir Ísleifsson og Jóhann Ólafsson unnu Guðmundarmótið Fimmtudaginn 27. nóvember lauk Minningarmótinu um Guðmund Pálsson. Sigurvegarar mótsins urðu Birgir Ísleifsson og Jóhann Ólafs- son. Röð efstu para: Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 812 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannes. 799 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 786 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 774 Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmss.n 760 Spilað var á 13 borðum sl. fimmtu- dag.Úrslit í N/S: Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 314 Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórsson 294 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 292 Samúel Guðmundss. - Jón Hannesson 291 A/V Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmss. 325 Jón Ingi Ragnarss. - Ragnar Jónsson 314 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 297 Gunnar M.Hanss. - Hjörtur Hanness. 290 Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 21. nóvember var spilaður Mitchell-tvímenningur á 16 borðum. Efstu pör í N/S: Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 61,7 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 59,7 Bjarni Þórarinss. – Sæmundur Björnss. 56,9 A-V Guðjón Eyjólfsson – Sigurður Tómass. 63,5 Skafti Þórisson – Birkir Jónsson 58,7 Guðm. Sigursteinsson – Auðunn Guðmss. 57,9 Föstudaginn 25. nóvember var spilaður tvímenningur með þátttöku 28 para. Efstu pör í N/S: Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimarsss 57,6 Friðrik Hermannss. – Sveinn Snorrason 56,3 Örn Einarsson – Guðlaugur Ellertsson 56,3 A-V Eðvarð Hallgrímsson – Björn Árnason 62,7 Óskar Ólafsson – Viðar Valdimarsson 58,9 Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 54,5 Hauststigakeppni félagsins er bú- in að vera í gangi síðan í ágúst. Henni lýkur síðasta spiladag fyrir jól. Efstir eru: Bragi Björnsson 216 stig Tómas Sigurjónsson 210,5 stig Guðmundur Sigursteinsson 193 stig Bjarnar Ingimarsson 181 stig BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13.00. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks- son og hjálpar hann til við myndun para ef spilarar mæta stakir. Súgfirðingaskálin Þriðja lota um Súgfirðingaskálina var spiluð á mildu kvöldi í upphafi ýlis. Fimmtán pör mættu til leiks og styrktu félagsauðinn. Úrslit kvöldsins, meðalskor 156. Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnss. 198 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 192 Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 177 Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 170 Finnbogi Finnbogas. - Magnús Jónss. 170 Eftir þrjátíu þrautir stóðu Hafliði og Árni á efsta palli eftir mikla bar- áttu við Kristján og Ólaf. Réðust úr- slit í síðasta spili. Staðan eftir þrjár lotur: Hafliði Baldurss. - Árni Guðbjörnsson 539 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 527 Sturla G. Eðvarðss. - Björn Guðbjörnss. 512 Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 511 Friðgerður Friðgeirsdóttir - Friðgerður Benediktsdóttir 502 Næsta lota, sú fjórða í röðinni, verður spiluð á nýju ári og hefst í byrjun þorra. Brids á Suðurnesjum Karl G. Karlsson og Svala Páls- dóttir unnu tvímenning sl. miðviku- dag nokkuð örugglega með 60,7% skor. Oddur Hannesson og Sigurjón Ingibjörnsson urðu í öðru sæti og Jón Gíslason og Ævar Jónasson þriðju. Spilað er á miðvikudögum í fé- lagsheimilinu og hefst keppnin kl. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.