Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 ✝ Þorkell Fjeld-sted, Ferjukoti, fæddist 28. ágúst 1947. Hann lést 18. nóvember 2014 á sjúkrahúsinu á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján Fjeldsted, f. 17.12. 1914, d. 30.1. 1991, og Þórdís Fjeldsted, f. 5.12. 1917, d. 14.3. 2011. Systkini Þorkels eru Sigurður Fjeldsted, f. 1941. Maki Thom Lomain, f. 1962. Guðrún Fjeld- sted, f. 1952, maki Þorsteinn Guðlaugsson, f. 1952, d. 2005. Sambýlismaður Guðrúnar er Guðmundur Finnsson, f. 1950. Þorkell kvæntist 6.11. 1971 Hebu Magnúsdóttur, f. 1.12. 1951. Heba er dóttir hjónanna Valdísar Björgvinsdóttur, f. 1935, og Magnúsar Péturs- og tók snemma virkan þátt í bú- skap og laxveiði ásamt for- eldrum og systkinum og átti það hug hans allan. Þorkell stundaði nám við héraðskólann á Reykj- um og þaðan lá leiðin í Bænda- skólann á Hvanneyri og útskrif- aðist hann þaðan sem búfræð- ingur. Þorkell var mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði frjálsíþróttir á yngri ár- um og keppti fyrir hönd UMSB á nokkrum mótum. Þorkell og Heba hófu saman búskap í Ferjukoti 1971. Þorkell var virkur í félagsmálum og sat í mörgum nefndum, þar á meðal í hreppsnefnd Borgarhrepps, for- maður skólanefndar í Varma- landi og í stjórn veiðifélags Norðurár í 26 ár. Þorkell var frumkvöðull í hugsun, hann seldi beint frá býli áður en hugtakið var fundið upp, stofnaði laxveiði og sögusafnið í Ferjukoti og fann upp fjósalykt á flösku sem naut mikilla vinsælda. Útför Þorkels fer fram í Borg- arneskirkju í dag, 29. nóvember 2014, klukkan 11. sonar, f. 1937, d. 2013. Börn Þorkels eru 1) Kristján Fjeldsted, f. 1972, d. 1991. 2) Magnús Fjeldsted, f. 1973, maki Margrét Ást- rós Helgadóttir, f. 1973, þeirra börn eru Heba Rós, f. 2000. Óliver Krist- ján, f. 2001, María Sól, f. 2009. 3) Heiða Dís Fjeldsted, f. 1979, sambýlismaður Þórður Sigurðs- son, f. 1976, barn þeirra Krist- ján, f. 2013, börn Þórðar, Þór- unn Birta, f. 2001, Þóra Sóldís, f. 2008, og Þorsteinn Logi, f. 2008. 4) Elísabet Fjeldsted, f. 1985, sambýlismaður Axel Freyr Eiríksson, f. 1984, synir þeirra eru Þorkell, f. 2011, og Daníel, f. 2014. 5) Björgvin Fjeldsted, f. 1989. Þorkell bjó alla tíð í Ferjukoti Elsku pabbi. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Þín Heiða Dís. Elskulegur frændi minn, Þor- kell Fjeldsted, er dáinn, langt fyrir aldur fram, 67 ára gamall. Við vorum þremenningar, afar okkar Sigurður bóndi í Ferjukoti og Lárus hæstaréttarlögmaður voru bræður, synir Andrésar Fjeldsted á Hvítárvöllum. Fjöl- skylda mín í föðurætt er ekki fjölmenn en þeim mun hlýrra var milli okkar frændsystkin- anna alla tíð. Við kynntumst fyrst sem börn, hann feiminn drengur í hlaðinu á Ferjukoti þegar ég kom þangað með Lárusi föður mínum sem átti gjarnan erindi við Kristján föður Þorkels og Kristján kom ævinlega við heima hjá okkur þegar hann kom til Reykjavíkur. Milli þeirra frændanna var einlæg vinátta. Svo duttu þeir gjarnan í það saman, en það er önnur saga. Það var alltaf höfðingsbragur yfir heimilinu í Ferjukoti og átti Þórdís móðir Þorkels sinn veiga- mikla þátt í því. Hún var einstak- lega glæsileg og gestrisin kona. Börnum þeirra kynntist ég hverju á sínum eigin forsendum. Sigurður bróðir Þorkels var heimagangur hjá foreldrum mín- um á Laufásvegi 35 um langt skeið og Guðrúnu systur hans, nú bónda á Ölvaldsstöðum, eignaðist ég að traustri og skemmtilegri vinkonu fyrir mörgum árum. Gleði- og sorgarstundum höfum við frændsystkinin deilt í áratugi. Ferjukot lá í alfaraleið á sín- um tíma, allir sem áttu erindi norður í land fóru þar um hlað. Síðar var byggð ný Borgarfjarð- arbrú og við það lenti Ferjukot fjarri alfaraleið. Ferjukots- bændur höfðu kynslóðum saman stundað laxveiði í net og ég man að sem barni fannst mér loksins komið sumar þegar Kristján í Ferjukoti sendi pabba glænýjan lax í byrjun veiðitímans. Krist- ján faðir Þorkels varð ekki lang- lífur frekar en faðir minn, en Þórdís lést í hárri elli fyrir nokkrum árum. Það var mikil gæfa búinu í Ferjukoti að Þorkell skyldi taka þar við búsforráðum, svo klár og samviskusamur sem hann var og kona hans Heba ekki síður. Þau eignuðust fimm börn en eins og við hjónin misstu þau son sinn ungan. Þar áttum við okkar sam- eiginlega harm. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt hringdi Þorkell í mig til að spjalla. Félagsmálin voru honum ofarlega í huga enda hafði hann verið virkur þátttakandi í þeim. Hann var áhugamaður um póli- tík og framfarir í sinni sveit ekki síður en á landsvísu. Ég vissi auðvitað um veikindi hans, ill- kynja lungnamein hafði gert honum skráveifur. Eftir á að hyggja finnst mér hann hafa hringt til að kveðja og ég iðrast þess að hafa ekki haft orð á því. Ég votta eftirlifandi eigin- konu hans mína innilegustu sam- úð, svo og fjölskyldunni allri. Þorkels frænda míns mun ég minnast alla tíð. Katrín Fjeldsted. Þorkell Fjeldsted, kær frændi minn, hefur kvatt jarðlífið alltof snemma, alltof ungur. Að leiðar- lokum langar mig að þakka hon- um fyrir ævarandi elsku og frændsemi í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Ég mun sakna símtalanna frá Ferjukoti, þar sem Þorkell spjallaði við mig um heima og geima, sagði mér sögur úr sveitinni, ræddi um laxveiðar og upplýsti mig um líf og líðan síns fólks, sem honum var svo annt um. Þorkell var góður sögu- maður og mjög viðræðugóður. Ræktarsemi hans við mig, gömlu frænkuna í Keflavík, allt fram til síðustu stundar ber vott um inn- gróna gæsku og hreint hjarta- lag. Góður maður er genginn. Um leið og ég þakka honum gjöf- ula samfylgdina sendi ég eigin- konu hans, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, systkinum og allri fjölskyldunni mínar dýpstu og einlægustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Þorkels frænda míns. Halldís Bergþórsdóttir. Laugardagurinn 15. nóvem- ber rann upp bjartur og fagur. Leiðin lá í Borgarfjörðinn í fimmfalda afmælisveislu hjá Magga og Möggu. Ekki hvarfl- aði það að neinum sem þar var að þetta yrði í síðasta sinn sem við hittum Kela, en svona er lífið. Ég var svo lánsöm að eiga at- hvarf hjá Hebu og Kela á mínum unglingsárum, það leið varla sú helgi að ég færi ekki í Ferjukot til þeirra. Eitt sinn þegar Heba systir þurfti að bregða sér af bæ í nokkra daga bað hún mig að að- stoða Kela við heimilishaldið, sem ég og gerði. Keli kom til mín og sagðist eiga von á sveitungum í heimsókn, hvort ég væri ekki til í að baka kökur til að bjóða þeim uppá. Það mættu bara ekki vera neinar smjörlíkiskremkökur, nei bara góðar kökur úr góðu hrá- efni, sem sagt smjöri. Mikið var nú Keli montinn að geta boðið uppá hlaðborð af kökum sem vinnukonan hafði bakað fyrir hann. Á þessum tíma var neta- veiðin í Hvítá og fór ég margar ferðir með honum að vitja um netin. Mikið var gaman að sigla með honum upp og niður ána, eftir kúnstarinnar reglum og koma svo að landi með drekk- hlaðinn bát. Svo var það heyskapurinn, þá var farið með hrífur út á tún og rakað úr hornunum á eftir rakstrarvélinni. Já þær eru margar samverustundirnar sem rifjast upp með Kela. Tveir af sonum mínum urðu þess aðnjótandi að vera í sveit hjá systur minni og mági. Þeir nutu þess að vera í sveitinni á sumrin og lærðu til verka. Keli gat oft verið mjög stríð- inn og allir strákar sem voru í Ferjukoti fengu að kynnast því. Fyrstu dagana í sveitinni lærðu strákarnir hvar beljurnar voru kvölds og morgna, það var þeirra hlutverk að sækja þær á morgnana og fara með þær á kvöldin. Eftir eina til tvær vikur í sveitinni vakti Keli þá með miklum hamagangi og sagði þeim að fara strax og ná í belj- urnar. Oftast fannst strákunum þeir vera búnir að sofa frekar lít- ið og vera frekar þreyttir en ekki þorðu þeir að tjá sig neitt um það. Svo þegar þeir komu heim með beljurnar uppgötvuðu þeir að það var mið nótt, allir stein- sofandi og engir aðrir komnir á fætur. Margs er að minnast. Fjöl- skyldur okkar hafa átt margar góðar samverustundir í gegnum árin og fyrir það ber að þakka. Við Rúnar, strákarnir og fjöl- skyldur þeirra kveðjum þig með söknuði, hvíl í friði. Elsku systir og fjölskylda, Guð veri með ykkur og styrki ykkur á erfiðum tíma. Linda Björk. Kveðja frá Landssam- bandi veiðifélaga „En neðan við kjölinn er knálega synt. Þar kastar sér lax, eftir eðlinu blint. Tómt silfur og gull, eins og mynt við mynt, í málmdysjareldi glitrar öll hjörðin.“ Þessar ljóðlínur Einars Bene- diktssonar koma ósjálfrátt í hug- ann þegar við kveðjum Þorkel Fjeldsted, laxveiðibónda í Ferju- koti. Þorkell fæddist í því töf- raumhverfi sem varð þjóðskáld- inu að yrkisefni þegar hann forðum sigldi upp Hvítá og þar var starfsvettvangur Þorkels Fjeldsted alla ævi. Í hugann kemur einnig mynd af ungum manni. Ferðinni er heitið til Reykjavíkur og pallbíllinn er siginn af laxi. Hvítá var gjöful í nótt eins og oft áður. Laxveiðin var hans líf og yndi. Þá ástríðu tók hann í arf frá forfeðrum sín- um sem bjuggu í Ferjukoti. Þorkell var öflugur félags- málamaður. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd Borgarhrepps. Hann var einnig atkvæðamikill á vettvangi veiðimála og var meðal annars stjórnarmaður í Veiði- félagi Norðurár um árabil. Hann var jafnan fulltrúi á aðalfundum Landssambands veiðifélaga og ávann sér bæði vinsældir og virðingu á þeim vettvangi. Þor- kell átti gott með að koma fyrir sig orði í ræðustól og var óhræddur við að segja hug sinn allan þegar svo bar við. Mál sitt kryddaði hann oft gamanyrðum enda gæddur mikilli kímnigáfu. Þorkell var félagslyndur og í Ferjukoti var haldið rausnar- heimili sem margir áttu heim að sækja. Þar naut hann fulltingis eiginkonu sinnar, Hebu Magnús- dóttur, sem var honum bæði gæfa í lífinu og stoð í leik og starfi. Þegar netaveiði á laxi í Hvítá var lögð af fyrir hartnær aldar- fjórðungi síðan urðu mikil um- skipti fyrir netabændur. Það átti ekki síst við um bóndann í Ferju- koti, þar sem lífið var laxveiði. Mikil saga er bundin netaveið- inni í Hvítá og fljótlega áttaði Þorkell sig á mikilvægi þess að varðveita þessa sögu fyrir kom- andi kynslóðir. Hann hóf því að safna því sem tiltækt var og úr varð laxaminjasafn sem hann setti upp í Ferjukoti. Þar er bærinn og byggingarnar, sem notaðar voru til að vinna laxinn, stór hluti sögusviðsins. Sögu- maðurinn var netbóndinn sjálfur sem með frásagnargáfu sinni gæddi söguna lífi fyrir þeim sem á hlýddu. Hann sagði á sinn sér- staka hátt frá netaveiðinni og ýmsum skemmtilegum per- sónum og uppákomum við ána þannig að áheyrendum fannst þeir standa í sögusviðinu miðju. Og Þorkell kom víðar við. Um árabil flutti hann annál Borg- hreppinga á hreppsmótum. Þá vakti hann jafnan hlátur og gleði viðstaddra, þegar hann á sinn græskulausa hátt gerði upp árið með góðlátlegu gríni að hreppsbúum. Fyrir rúmum tveimur árum kenndi Þorkell meins, sem nú hefur sigrað lífið allt of fljótt. Sögusviðið stendur, en sögumaðurinn er horfinn á braut. Það skarð sem eftir er skilið verður ekki fyllt. Við sem eftir stöndum minnumst hans með þakklæti og hlýju. Á þessari stundu kveð ég kæran vin og fé- laga. Ég vil fyrir hönd Lands- sambands veiðifélaga og félaga hans í Veiðifélaginu Hvítá flytja fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur okkar við fráfall Þor- kels Fjeldsted. Guð blessi minn- ingu hans. Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi. Kæri vinur. Þá er þinni við- burðaríku ævi lokið. Síðustu árin voru þér erfið, en hress varstu nær hvenær er við hittumst, allt- af jákvæður og stefnan sett á að sigrast á sjúkdómnum. Sama var hvar maður fór á mannamót, Þorkell manna kátastur og ekki var erfitt að renna á hljóðið, hvell og skær röddin og yfirleitt hann að segja sögur sem alltaf vöktu kátínu og gleði. Ýmis uppátæki hans voru líka þannig að maður gat ekki annað en hrif- ist af. Hvernig var það til dæmis með fjósafýluna sem sett var á flösku og stóð þjóðinni til kaups. Að sækja félaga heim var alltaf gott, að ég tali nú ekki um að fá smá fróðleik um Ferjukot hér áður fyrr. Þorkell hafði unun af ganga um, segja frá og upplifa þá stemningu sem ríkti í Ferju- koti, netaveiðinni og öllu því sem þá fylgdi. Þegar Þorkell varð formaður skólanefndar Varmalandsskóla hófst átta ára samvinna og bar- átta okkar að góðu gengi skól- ans. Þessi ár fækkaði og fjölgaði nemendum og oft á tíðum varð að taka erfiða og jafnvel óvin- sæla ákvörðun. Þá var gott að eiga Þorkel að. Ekkert þoldi bið. Hér var minn maður betri en enginn: „Við framkvæmum þetta og mætum svo örlögum okkar.“ Þorkell var ekki sá maður sem bíða vildi eftir fundi og öðrum fundi til þess að ná niðurstöðu. Af eða á voru hans einkunnarorð – láta verkin tala. Minning um góðan dreng lifir með okkur sem vorum svo lán- söm að kynnast Þorkeli. Hafðu þökk fyrir góðar stundir. Þú varst sannkallaður gleðigjafi. Við, Kristín Ingibjörg, send- um eiginkonu, börnum, barna- börnum, tengdabörnum, systk- inum og öðrum ættingjum Þorkels okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Flemming Jessen. Oft höfum við vinkonurnar setið og spjallað, og kemur þá stundum upp umræða um veik- indi. Alltaf þekkir einhver okkar eða veit af einhverjum sem hefur greinst með eða látist úr krabba- meini. Þessi vágestur hefur allt- af verið frekar fjarlægur, en nú hefur hann höggvið nærri mér og mínum og lagt að velli elsku- legan vin okkar, Þorkel Fjeld- sted, eða Kela eins og hann var alltaf kallaður. Ég kynntist Kela fyrst þegar ég og Heba konan hans urðum vinkonur fyrir rúmum 40 árum. Leiðir okkar Hebu lágu saman þegar við vorum við nám í Hús- mæðraskóla Varmalands í Borg- arfirði. Heba og Keli voru þá þegar trúlofuð og hafa þau verið hamingjusamlega gift í yfir 40 ár. Ég man að í fyrsta skiptið sem ég sá Kela, var hann klæddur í hvít föt og hvít stígvél, enda var hann að vinna í sláturhúsinu í Borgarnesi og við Varmalands- meyjar í heimsókn þar. Heldur fannst mér hann Keli hennar Hebu vera fullorðinslegur við fyrstu sýn, en hann Keli eltist ekkert og tíminn gleymdi alveg að setja mark sitt á hann. Keli var afskaplega mikið ljúf- menni og drengur góður, aldrei sá ég hann skipta skapi. Hann var mikill fjölskyldumaður og unni fjölskyldu sinni afar heitt. Hann hafði góðan húmor og mikla frásagnargáfu. Þegar hann sagði frá þá upplifði maður sjálfan sig í sama tíma og rúmi. Í áranna rás hefur vinátta okkar vaxið og dafnað. Þau Heba komu og heimsóttu okkur Krist- ján oft í bústaðinn okkar í Grímsnesinu. Við fórum með þeim í bíltúr um uppsveitir Suð- urlands, við héldum að við vær- um að kynna þeim nýja staði en það var nú öðru nær, Keli þekkti flesta bæina og ábúendur þeirra. Það var hann sem fræddi okkur. Sama var upp á teningnum þeg- ar við komum til þeirra og þau keyrðu með okkur um sveitina sína, sem var Kela svo kær. Minnisstæð er mér ferð sem ég sá um fyrir Oddfellow-stúk- una mína vorið 2013. Ferðinni var heitið til Borgarfjarðar og var Keli fenginn til að vera leið- sögumaður sem var auðsótt mál. Tók hann vel á móti okkur og sýndi okkur safnið sitt í Ferju- koti. Hann fór á kostum í frá- sagnargleði af umhverfinu. Hver einasta kona í hópnum hreifst af honum. Í fjölda ára hef ég farið með þeim hjónum á þorrablót Borg- hreppinga sem haldið er á Val- felli ár hvert, þar hefur Keli farið með gamanmál um sveitungana og náð upp þvílíkri stemmingu að salurinn veltist um af hlátri. Keli minn, nú höfum við dans- að síðasta dansinn á þorra- blótinu, en tökum væntanlega upp þráðinn þegar við hittumst aftur. Elsku Heba mín, Maggi, Heiða Dís, Elísabet, Björgvin, tengdabörn og barnabörn. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur í ykkar miklu sorg. Hafdís og Kristján. Kveðja frá Veiðifélagi Norðurár Á bökkum Hvítár rölti hann um á slóðum forfeðranna, léttur á fæti á sínum gúmmískóm, Þor- kell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti. Með þann silfraða í blóðinu, lax- inn, sem áar hans höfðu haft at- vinnu af því að veiða og selja, horfir hann yfir ána sem hefur verið svo ríkur þáttur í lífi hans. Frá Ferjukoti var líklega fyrsti stangveiðimaður Borgarfjarðar, kannski landsins alls, Andrés Fjeldsted, frumherji sem á þess- um slóðum fór að leigja út rétt til stangaveiða á laxi. Í Ferjukoti snerist lífið um lax. Bóndinn nemur staðar, hallar undir flatt með bros á vör og fer að segja frá. Sögur frá gömlum tímum, stórum löxum, stærri veiðistöngum, netum, bátum og hefðarfólki. Það var ekki bara sá silfraði sem var honum í blóð borinn heldur einnig rík og skemmtileg frásagnargeta. Hrókur alls fagnaðar með létta Þorkell Fjeldsted önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.