Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 45

Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 45
lund. Veiðifélag Norðurár er eitt elsta veiðifélag á landinu, stofn- að árið 1926. Lengi var aðeins veitt á stöng í efri hluta árinnar, á neðsta svæðinu var stunduð netaveiði. Á aðalfundi 1972 var samþykkt að áin yrði öll eitt veiðifélag. Þar með var Ferjukot og fleiri bæir við neðanverða ána orðnir aðilar að veiðifélaginu. Þorkell Fjeldsted sest í stjórn félagsins á níunda áratugnum og hefur því gegnt trúnaðarstörfum fyrir ána lengur en nokkur ann- ar eða í um 30 ár – séð gríðarleg- ar breytingar á laxveiðiheimin- um. Það var spenna í loftinu. Stjórnir tveggja félaga voru að reyna að semja. Ekkert hefur gengið og allt útlit fyrir að fólk gangi frá borði, án árangurs. Upp úr þurru segir Þorkell Fjeldsted: „Heyrðu, áttu ekki í nefið? Það er alveg ómögulegt að fá ekki aðeins í nefið.“ Hlátur brýst fram, andinn í hópnum breytist eins og hendi sé veifað. Bóndinn í Ferjukoti kunni þá list best allra að brjóta upp á erf- iðum stundum, segja eitthvað sem í einni andrá breytti and- rúmslofti þykkju og sundrungar í hlátur og léttleika. Hann var næmur á umhverfi sitt. Að leita í smiðju þeirra sem betur vita er forn venja og ný. Er kom að laxveiðimálum, siðum og venjum fyrri tíma voru fáir fróðari en Þorkell Fjeldsted. Mundi tímana tvenna og þrenna í laxveiðiheiminum, allt frá ara- grúa netveiddra laxa upp í gnótt stangaveiddra, frá ógrynni risa- laxa niður í fáa smáa. Duglegur að leita, grúska og grafa upp skrif genginna kynslóða um líf og umhverfi ánna. Laxasafnið í Ferjukoti er m.a. afrakstur þess. Maður er manns gaman. Þor- kell Fjeldsted hafði unun af því að hitta fólk, njóta samvista, skemmta sér en ekki síður öðr- um. Í litlum samfélögum er ómetanlegt að hafa gleðigjafa sem er óragur við að stíga á stokk og segja frá, án þess að særa tilfinningar nokkurs manns. Það kunni bóndinn í Ferjukoti öðrum fremur. Veiðiréttareigendur hafa not- ið krafta Þorkels Fjeldsted um langa hríð. Á kveðjustund við leiðarlok skal þakkað fyrir sam- vistir, samveru og gengin spor. Fjölskyldu og ástvinum öllum eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Vf. Norðurár, Birna G. Konráðsdóttir, formaður. Með söknuði er góður vinur kvaddur. Þegar við hjónin komum í Borgarfjörðinn með hugmyndir um að setja þar upp safn eða menningarsetur með áherslu á landnám Íslands og Egilssögu var okkur tekið einstaklega vel af heimamönnum og hér eigum við orðið marga góða vini. Það verður þó á engan hallað þó við segjum að hjónin í Ferjukoti hafi orðið einna nánustu vinir okkar nýbúanna hér í héraðinu. Við kynntumst Kela í Ferju- koti fyrst þegar við komum þar við á okkar fyrstu misserum við undirbúninginn á okkar verk- efni. Við fengum fljótt að vita að í Ferjukoti væri spennandi safn minja um sögu laxveiða í Borg- arfirði allt frá seinni hluta nítjándu aldar og fram á okkar tíma. Einnig var okkur sagt að bóndinn á bænum tæki gjarnan á móti hópum og segði fólki sögu staðarins. Við mættum hálf-hik- andi á bæinn, því hópurinn var ekki stærri en við hjónin. Það jaðraði eiginlega við frekju að biðja bónda um að ómaka sig og sýna okkur hvað væri þarna af fágæti. En það er ekki að orð- lengja það að maðurinn tók okk- ur einstaklega vel, var hinn ljúf- asti og gaf sér allan þann tíma sem þurfti til að kynna okkur hina merkilegu sögu staðarins. Laxveiði- og sögusafnið í Ferju- koti er stórmerkilegt í sjálfu sér vegna ágætra muna og húsa- kynna sem varðveita söguna. En allt fékk þetta margfalt gildi þegar sögumaðurinn Keli kveikti líf í hverjum hlut. Það var ekki bara atvinnusaga laxveiðanna þarna í rúmlega hundrað ár sem hann vakti til lífsins, heldur saga fjölskyldunnar, hans uppeldis- og þroskasaga. Saga ríkidæmis, eftirminnilegra útlendinga, furðusagan af baróninum á Hvít- árvöllum sem afi hans gerðist ráðsmaður hjá á árbakkanum beint á móti. Jafnvel með glettni í auga blandaðist inn í frásögn- ina augnablikið þegar ljóshærð fegurðardís steig út úr rútunni fyrir utan búðina í Ferjukoti. Stúlkan sú var mætt til að verða kaupakona á bænum eitt sumar. Keli kunni að lita sögurnar sína skemmtilega „og þarna við fyrstu sýn vissi ég að þessi stúlka ætti eftir að verða konan mín“. Heba Magnúsdóttir var mætt í Ferjukot, og eins og Keli myndi orða það, „hún hefur ekki farið þaðan síðan.“ Heba gerðist samverkamaður okkar í Landnámssetrinu, einn okkar allra besti starfsmaður. En fyrir tveimur árum ákvað hún að nú væri nóg komið í bili – að nú vildi hún njóta daganna og stundanna með Kela sínum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og rækta garðinn sinn. Þau Keli voru það fólk sem við áttum með flestar góðar stundir utan vinnu hér í okkar nýju heimkynnum. Keli settist gjarnan inn í Landnámssetrið yfir einum kaffi og spjalli ef hann var á ferðinni í Borgarnesi. Það var ekki á bónda að sjá að hann væri að heyja sínar erfið- ustu orrustur þessi síðustu miss- eri. Alltaf léttur og kíminn með góðar sögur á hraðbergi. Nú er góður drengur kvaddur. Heba vinkona og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Ég vil með nokkrum fátæk- legum orðum minnast Þorkels Fjeldsted vinar míns sem yfirgaf þetta tilverustig fyrir rúmri viku – allt of fljótt. Það eru rúm 50 ár frá fyrstu kynnum okkar Kela. Við vorum á sama tíma nemend- ur í Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið eftir að ég útskrifaðist var hann í sama bekk og konan mín. Við hjónin erum því bæði búin að þekkja hann lengi. Hann vakti þá þegar athygli fyrir frjálslega framkomu, frumlegar hugmynd- ir og hnyttin tilsvör. Við náðum vel saman. Fengum t.d. þá hug- mynd að reyna að æfa stangar- stökk í litla íþróttasalnum að Reykjum. Létum ekki sitja við orðin tóm. Útveguðum okkur bambusstöng og hófum æfingar. En ekki fara miklar sögur af af- rekum okkar á þessu sviði. Ein- hverju sinni á málfundi var Keli tekinn sem fulltrúi síns héraðs þegar bornir voru saman Strandamenn og Borgfirðingar. Eftir að við fluttum í Borg- arfjörðinn 1974 hófust kynni okkar að nýju. Við vorum báðir miklir ungmennafélagar og vild- um hag UMSB sem mestan. Keli kom víða við í félagsmálum. Sat í stjórnum og nefndum hinna ýmsu félaga og fyrir sitt sveitar- félag. Vafalaust munu aðrir fjalla um þann þátt í lífi hans. Hann var fréttaritari útvarpsins og vöktu píslar hans þar athygli. Á samkomum og fundum var hann jafnan gleðigjafi. Raunar minnist ég þess ekki að hafa hitta Kela í vondu skapi. Húmor hans og frjálslegur frásagnar- stíll gladdi alla. Ógleymanleg er ferð á Sviða- messu á Vatnsnesið fyrir nokkr- um árum. Hann hvatti okkur Einar Ole að fara með norður ásamt mökum. Við slógum til. Þegar á samkomuna var komið, en þar var Keli veislustjóri, sagði hann skemmtisögur úr Borgarfirði og tilkynnti að hann væri með tvo „góða“ söngvara með sér. Við Einar Ole vorum því skyldaðir til að syngja með forsöngvaranum. En fengum sem betur fer góða hjálp frá Bjargsbræðrum þegar á leið. Keli tók veikindum sínum með jafnaðargeði og var ekki að barma sér. Síðastiðið vor hitti ég hann til dæmis einu sinni í Kaup- félagi Borgfirðinga sem oftar. Spurði hann um heilsuna. „Hún er helv. góð. Ég fékk blóð úr framsóknarmanni úr Skagafirði og fylgið rauk upp í flokknum“, svaraði hann skælbrosandi. Þannig var Keli ætíð glaðsinna. Með þessum fáu orðum viljum við hjónin þakka Kela fyrir ánægjuleg kynni og vináttu. Það er vissulega sárt að missa góðan dreng á besta aldri – en svona er lífið. Við vottum ættingjum hans samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þá í sorg þeirra. Ingimundur Ingimundarson. Það er mikill missir fyrir allt þetta byggðarlag þegar jafn svipmikill persónuleiki og Þor- kell Fjeldsted hverfur af sviðinu. Hann hefur verið áberandi í mannlífinu hér, m.a. tekið þátt í sveitarstjórnarmálum, búnaðar- málum, laxveiðimálum, ferða- þjónustumálum og verið virkur og einlægur kaupfélagsmaður. Hjá okkur vinum hans og fé- lögum í gömlum gönguhópi ríkir sorg og söknuður. En við mun- um ylja okkur við allar góðu minningarnar sem við eigum um hann. Þær eru allar skemmtileg- ar. Heba og Keli hafa verið dug- leg að hóa saman hópnum við ýmis tækifæri eins og dansleiki, sumarbústaðaferðir, skoðunar- ferðir um landareignina og í veiðisafnið, grill í fallega garð- inum þeirra í Ferjukoti, svo eitt- hvað sé nefnt. Skemmst er að minnast menningarferðarinnar um Borgarfjörð sem Keli skipu- lagði núna í haust, réttum fimm vikum áður en hann kvaddi. Þar fór hann á kostum, sýndi okkur helstu merkisstaði í héraðinu og sagði frá á sinn einstaka hátt. Þegar Keli kom fyrst í lang- ferðir gönguklúbbsins með Hebu var það ekki af einskærrri hreyfiþörf heldur hafði hann átt- að sig á því að gönguhraðinn var ekki meiri en svo, að vel mætti spjalla saman á leiðinni. Þar naut frásagnarlistin sín vel og náði hámarki þegar komið var í náttstað. Af öllum sögustundun- um stendur upp úr kvöldið þegar gist var í fjallhúsi Borghrepp- inga og hann var á heimavelli að segja sögur frá liðnum stundum. Þorkell Fjeldsted átti einstak- lega gott með flytja mál sitt. Hann lét aldrei fram hjá sér fara fundi og samkomur sem ein- hverju máli skiptu fyrir fólk og félög í héraðinu og hafði oftast eitthvað til málanna að leggja. Fulltrúar á kaupfélagsfundum eiga vafalaust eftir að sakna greinargerða hans um sam- bandsfundina, en þar var hann fulltrúi Kaupfélags Borgfirðinga í áravís, svo dæmi sé tekið. Hann talaði nánast alltaf blaðlaust, var hnyttinn og vel máli farinn. En við félagarnir geymum sérstak- lega minninguna um það hvað hann talaði fallega til hennar Hebu sinnar á sextugsafmælinu hennar. Þá öfunduðum við kon- urnar hana allar af Kela. Í dag þökkum við Þorkeli Fjeldsted fyrir samfylgdina og sendum Hebu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. F.h. félaganna í Göngu- klúbbnum í Borgarnesi, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Helga Andr- ésdóttir. Veiðar og nýting á laxinum, konungi ferskvatnsfiskanna, eru afar verðmæt hlunnindi í Borg- arfirðinum. Það er því ekki að ósekju að fyrsta útibú Veiði- málastofnunar var stofnað í Borgarnesi árið 1978. Það eru forréttindi að hafa fengið að starfa við rannsóknir um ára- tugaskeið á lífsháttum og nýt- ingu laxa og annarra laxfiska í Borgarfirði. Við kynntumst fyrst Þorkeli í Ferjukoti um miðjan níunda áratuginn, en þá voru laxveiðar í net ennþá stundaðar í Hvítá og þessir gömlu atvinnu- hættir í hávegum hafðir. Ferju- kot var þekktasta laxveiðijörðin í Hvítá allt frá miðri nítjándu öld er nýjar veiðiaðferðir ruddu sér rúms. Í þessu veiðiumhverfi ólst Þorkell upp. Keli eins og Þorkell var kallaður var hafsjór af fróð- leik um sögu laxanytjanna, auk þess sem margvíslega muni og minjar er að finna um veiðarnar. Engu var hent í Ferjukoti og allt hafði sinn stað. Keli var veiðimaður af lífi og sál og ekki var hann hrifinn er til tals kom að veiðiréttarhafar í hinum frjósömu hliðarám Hvítár leigðu veiðirétt landeigenda á neðri hluta Hvítár. En aðstæður breytast, verðmæti stangveið- innar var að aukast og þessu lauk með samningum árið 1990 og síðan þá hafa netaveiðar ekki verið stundaðar á göngutíma laxa í Hvítá. Á síðari árum hefur Keli ásamt fjölskyldu sinni byggt upp skemmtilegt veiði- minja- og sögusafn að Ferjukoti þar sem gestir hafa fengið njóta bæði sögunnar og ekki síður sagnamannsins Kela sem með sinni skemmtilegu frásagnar- gáfu gæddi muni og minjar nýju lífi. Við sem störfum að fiskirann- sóknum höfum lært að taka tillit til þekkingar heimamanna á hegðun og göngum laxfiska. Fyr- ir margt löngu sagði Þorkell okk- ur frá því að bleikjan í Hvítá ætti til að ganga úr sjó að vetri til. Því var nú ekki vel tekið af fræðing- unum, enda passaði það alls ekki við fiskifræðina. Nýverið hafa rannsóknir á Veiðimálastofnun staðfest að Keli hafði auðvitað rétt fyrir sér. Bleikja notar hvert tækifæri sem gefst til að ganga niður á ósasvæði Hvítár í mat- arleit, líka á veturna! Þar sem veiðimálin voru rædd, þar var Þorkell mættur. Hann sótti t.d. aðalfundi Lands- sambands veiðifélaga fyrir sitt félag árum saman. Þar tók hann gjarnan til máls og sagði frá sín- um skoðunum. Oft kom hann með ný sjónarhorn og gaman- semin var yfirleitt ekki langt undan. Einhverju sinni varð öðr- um okkar það á að kalla lax kvik- indi og var Keli lítt hrifinn af slíku orðbragði um jafn göfugan fisk. Annar Borgfirðingur kom okkur til bjargar með því að benda á að í Íslendingaþáttum mætti finna dæmi um þessa orð- notkun. Af þessu varð hið mesta gaman og spurði Keli stundum hvort við ætluðum nokkuð að vera með kvikindisskap! Séu til eilífðar veiðilendur þá er Þorkell þangað kominn núna. Þar verður ekki ónýtt að koma. Óhætt er að reikna með góðum móttökum þar sem Þorkell er. Það er mikil eftirsjón af Þorkeli Fjeldsted en við erum þakklát fyrir skemmtilega samfylgd. Að leiðarlokum viljum við færa eig- inkonu hans, Hebu, og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Með kveðju, frá Veiðimála- stofnun, Sigurður Már Einarsson og Sigurður Guðjónsson. SJÁ SÍÐU 46 MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN VALGEIRSSON frá Fáskrúðsfirði, Miðvangi 41, Hafnarfirði, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Hans Óli Rafnsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Elís Þór Rafnsson, Bryndís Jóna Jónsdóttir, Þorbjörg Erla Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Besti vinur minn og eiginmaður, MARINÓ ÞÓRÐUR JÓNSSON Furugrund 70, Kópavogi, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 25. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Berghildur Jóhannesdóttir Waage og fjölskylda, Sigurður Jónsson, Sigurlína Guðnadóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR, Ella, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 22. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Seljakirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 11.00. Hjartans þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Markar fyrir frábæra umönnun, virðingu og hlýju. Ásta Friðjónsdóttir, Erlendur Jóhannsson, Birgir Friðjón Erlendsson, Anna Jóhannesdóttir, Egill Rúnar Erlendsson, Hildur Björk Hörpudóttir, Stefán Erlendsson og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbæ, heimili aldraðra, Dalvík, lést sunnudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 13.30. Áslaug Ásgeirsdóttir, Ellen Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Jón Ingi Björnsson, Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Gestur Matthíasson, Bára Björnsdóttir, Hermann Tómasson, Elías Björnsson, Gunnhildur Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.