Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 47
heilsaði upp á okkur, þáði kaffi
og spáði og spekúleraði í ræktun
og byggingaframkvæmdir sem
við kunnum svo sem ekki of mik-
ið í. En það var ekki sísta sport-
ið, að bauka við eitthvað nýtt. Og
ekki spilltu sögurnar. Þorkell
var sagnamaður af Guðs náð og
einstaklega skemmtilegur. Jafn-
framt fræddi hann okkur um
Hvítána og veiðiskapinn þar og
safnið hans í Ferjukoti með
gömlu áhöldunum einstakt.
Ræðan hans í fimmtugsafmæli
Didda þegar hann var sæmdur
hreppstjóranafnbót með viðeig-
andi embættishúfu gleymist
seint. Síðari ár urðu samfundir
strjálli af ýmsum orsökum en
alltaf hélst vinskapurinn. Síð-
ustu árin einkenndust af baráttu
hans við alvarlegan sjúkdóm
sem að lokum lagði hann að velli.
Þá baráttu háði hann af æðru-
leysi.
Við undirrituð sendum Hebu
og börnum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, en þökk-
um um leið samskiptin og vin-
skapinn öll árin okkar í
Trönuhöfðanum. Þau voru okkur
afar dýrmæt.
Diðrik, Björn Úlfar, Ósk,
Haraldur og Auður.
„Mínir vinir fara fjöld,“ sagði
Bólu-Hjálmar forðum. Og nú er
Keli í Ferjukoti allur. Borgar-
fjörður fátækari en áður. Sér-
staklega Ferjukot, þetta ættar-
setur Fjeldstedanna, síðan
Andrés forfaðir Þorkels fluttist
þangað fyrir löngu síðan. Þessi
ættbogi allur er svo samofinn
sögu veiðimála í héraðinu fyrr og
síðar, að ekki verður um annað
málefnið fjallað án þess að gera
hinu skil. Verðugt verkefni fyrir
góðan sagnfræðing. Og helst
sem fyrst.
Já, Borgarfjörður er fátækari.
Hver mun framvegis halda uppi
þeim sjónarmiðum sem Keli var
málsvari fyrir á fundum um
veiðimál? Einatt fann hann sjón-
arhorn sem fáir aðrir komu auga
á. Oftast með nokkurri kímni og
alltaf með einhverjum gildum
rökum. Og hver mun nú fagna
gestum í Ferjukoti, bjóða upp á
kaffi og skemmtilegt spjall.
Ásamt ferð um Veiðiminjasafnið
góða, sem Keli kom þar á fót, og
tengt verður nafni hans um
ókomna tíð. Safn, sem á engan
sinn líka á landinu. Safn, sem
okkur, þeim sem enn lifum, ber
nú skylda til að varðveita svo að
sómi sé að.
Eins og bæjarnafnið bendir til
var þarna ferjustaður um aldir.
Og nú hefur Keli lagt í hinstu för
sína út á móðuna miklu. Mér
finnst að ég sjái hann fyrir mér,
þar sem hann stendur aftarlega í
bátnum – með aðra hönd á stýr-
issveifinni en skyggnir fyrir
augu með hinni. Það er nefnilega
þokubirta í lofti og smátt og
smátt hverfur báturinn inn í
mistrið. Ég sé ekki ströndina
hinumegin. En veit að þegar
Keli lendir – þá bíða hans góðir
vinir á bakkanum. Og fagna hon-
um. Því enginn staður er svo
góður fyrir, að hann ekki batni
þegar Keli kemur þar. Vertu
sæll, vinur.
Ég sendi fjölskyldu Þorkels
innilegar kveðjur og samhrygg-
ist þeim vegna fráfalls hans.
Megi góðar minningar hjálpa til
að draga úr sorginni.
Þorsteinn Þorsteinsson
á Skálpastöðum.
Fallinn er frá einn af höfðingj-
um Borgarfjarðar.
Í Norðurárdal liðast um ein
fallegasta laxveiðiá landsins.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og
Veiðfélag Norðurár áttu í löngu
og góðu samstarfi um áratuga-
skeið. Þorkell Fjeldsted sat í
stjórn Veiðifélags Norðurár í
hartnær 30 ár, hafði tekið við
stjórnarsetu af föður sínum.
Stjórnir félaganna þurftu eðli-
lega að hittast reglulega til að
fara yfir málin og endurnýja
samninga. Í stjórnarstarfinu og
öllum samskiptum við Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur lét hann
svo sannarlega mikið til sín
kveða. Við minnumst hans þann-
ig að hann var fastur fyrir en
ávallt drengilegur í öllum sam-
skiptum. Hann var svo sannar-
lega af gamla skólanum þar sem
handtak var ígildi samnings.
Samskipti á fundum voru alltaf
skemmtileg og jákvæð, alltaf
vildi Þorkell leysa málin og oft
voru lausnirnar byggðar á snjöll-
um uppbyggilegum hugmyndum
sem hann lagði fram. En aðal-
lega minnumst við Þorkels sem
einstaklega skemmtilegs manns,
sem sá oft og tíðum spaugilegar
hliðar á þeim málum sem hæst
bar hverju sinni. það var alltaf líf
og fjör í kringum Þorkel Fjeld-
sted.
Þorkell er nú kominn á nýjar
veiðilendur þar sem þekking
hans og reynsla af netaveiðum á
laxfiski á eflaust eftir að nýtast
vel.
Við sendum eiginkonu hans,
Hebu Magnúsardóttur, börnum
þeirra og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd stjórnar Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur,
Árni Friðleifsson.
Minningarnar streyma fram
þegar minnst er Þorkels Fjeld-
sted bónda í Ferjukoti. Hann
ólst upp við hina straumþungu
Hvítá, sem Einar Benediktsson
lýsir vel í kvæði sínu um siglingu
inn Borgarfjörð, þegar hann var
á leið til að hitta baróninn á Hvít-
árvöllum, býlinu gegnt Ferju-
koti. „Nú beygir farið af Faxasjó
– inn fjörðinn. Burtu með svefn
og drunga!“ Hvítáin, gjöful lax-
veiðiá, var stór þáttur í tilveru
Þorkels og fjölskyldu hans alla
tíð. Á bökkum hennar reistu þau
Heba sér fallegt hús ung að ár-
um og þar hefur Heba ræktað
hinn fegursta garð, sem gefur
nýja sýn á ána.
Við Þorkell kynntumst á vett-
vangi Sjálfstæðisflokksins þegar
við, þá ungir sjálfstæðismenn á
Vesturlandi, fórum um kjör-
dæmið til að tala máli frelsis og
einstaklingsframtaks. Á þeim
árum var gaman að takast á við
pólitíska andstæðinga þegar
hugmyndafræðin var skýr og
baráttan gegn kommúnisman-
um, sem hneppti þjóðir í fjötra,
var í algleymingi. Þetta var á átt-
unda áratug síðustu aldar þegar
til dæmis enginn mátti reka út-
varpsstöð nema ríkisvaldið.
Þorkell var alltaf með skoð-
anir sínar á tæru og talaði hreint
út. Röddin hans, hrjúf og há,
svipurinn kíminn og glettnis-
glampi í augum. Hann var mála-
fylgjumaður en um leið léttur í
lund og átti auðvelt með að slá á
létta strengi. Hann hafði alltaf
sögur og frásagnir á takteinum
og nýjar hugmyndir streymdu
fram. Að loknum fundahöldum
var oftar en ekki komið við í
Ferjukoti. Þar tók Heba á móti
mannskapnum, glæsileg og gest-
risin, og töfraði fram veitingar.
Ef langt var liðið á kvöld og allir
þreyttir þá var heldur ekkert
mál að draga fram dýnur og sofa
til morguns.
Í síðustu heimsókn okkar
Geirs til Þorkels og Hebu var
sögusafnið um laxveiðarnar
skoðað rækilega. Þar gekk Þor-
kell stoltur um og sýndi okkur og
kunni vel á öllu skil. Í gamla
bænum í Ferjukoti hefur ýmsum
munum verið haldið til haga og í
vinnsluhúsunum meðfram ánni
er að finna tæki og tól sem notuð
voru. Þarna hafa Þorkell og fjöl-
skyldan hans komið upp merki-
legu safni heimilda um sögu lax-
veiða í héraðinu og vinnslu á laxi
í nær heila öld. Safn sem vissu-
lega verðskuldar að varðveitt sé
og að því hlúð.
Ég á þess því miður ekki kost
að fylgja vini mínum síðasta
spölinn, en honum fylgja hjart-
ans blessunaróskir. Við Geir
sendum Hebu og fjölskyldunni
hlýjar samúðarkveðjur og biðj-
um góðan Guð að styrkja þau og
vernda. Guð blessi minningu
Þorkels Fjeldsted.
Inga Jóna Þórðardóttir.
Það eru rúm 50 ár síðan ég
hitti Þorkel í Ferjukoti fyrst, en
það var þegar hann kom til náms
í fyrsta bekk Reykjaskóla. Ég
var þá í þriðja bekk en strax tók-
ust með okkur góð kynni, sem
héldust alla tíð. Um áratuga
skeið höfum við m.a. hist hvert
vor á aðalfundi Landssambands
veiðifélaga. Þar lagði Keli jafnan
gott til málanna og tekið var eft-
ir því sem hann sagði. Öllum
heilsaði hann brosandi og af alúð
og það var gaman að vera í ná-
vist hans.
Keli var veiðimaður af lífi og
sál og lét sér annt um allt sem að
veiðimálum sneri. Skemmtilegir
voru pistlar hans í útvarpi, en
hann var lengi fréttaritari. Hann
sagði jafnan frá þegar fyrstu lax-
ar komu á land í Borgafirði eða
þegar eitthvað annað fréttnæmt
gerðist í héraði. Frábæru veiði-
safni hafa þau hjón komið upp í
Ferjukoti. Einstaklega var gam-
an að ganga þar um að heyra lýs-
ingar Kela á þeim búnaði sem
þar er varðveittur og hvernig
hann var notaður. Kært þykir
mér að eiga myndbrot af honum
taka á móti fulltrúum á aðalfundi
Landssambands veiðifélaga í
safnið árið 2005. Þar lýsir hann
því sem fyrir augu ber og segir
veiðisögur eins og honum einum
var lagið.
Keli var jafnan alúðlegur við
hvern sem hann hitti og hann fór
ekki í manngreinaálit. Hann
hlustaði á skoðanir annarra og
hafði gaman af rökræðum. Síð-
asta sinn sem ég sá Kela var í
haust þegar hann kom með hóp
Borgfirðinga til að skoða ný-
byggða og stórglæsilega að-
stöðu, sem upp hefur verið
byggð á Lækjamóti. Hann naut
ferðarinnar og dáðist að upp-
byggingunni. Keli var maður
framfara og fagnaði jafnan þeg-
ar framfaraspor voru stigin og
uppbygging átti sér stað.
Kela verður sárt saknað á að-
alfundi Landssambands veiði-
félaga næsta vor en söknuður og
missir fjölskyldunnar er miklu
stærri. Hans góðu konu, Hebu,
og fjölskyldunni allri sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. En minningin um góðan
dreng lifir.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Magnús Ólafsson frá
Sveinsstöðum.
Hjarta mitt fyllist alltaf sorg
þegar einhver sem mér þykir
vænt um fellur frá. Því fylltist
það sorg þegar ég frétti af fráfall
Þorkels Fjeldsted, en um leið
rifjuðust upp allar þær minning-
ar sem tengdar eru honum og
fjölskyldu hans. Fyrst kynntist
ég foreldrum hans, þeim Þórdísi
og Kristjáni Fjeldsted, enda lá
Ferjukot fyrir ekki svo margt
löngu í þjóðbraut. Stundum var
litið þar við til að fá fréttir af lax-
veiðum í netin, því ef nýrunninn
lax hafði veiðst þar voru líkur á
að einhverjir hefðu sloppið upp í
árnar ofar í Borgarfirðinum.
Síðar kynntist ég Sigurði
bróður hans og Guðrúnu systur
hans í gegnum stangveiðina. Þau
Siggi og Gunna sögðust eiga
einn bróður, en hann væri svo
ábyrgðarfullur og duglegur að á
meðan þau væru á flandri um all-
ar sveitir væri hann heima að
gæta búsins og þar hitti ég hann
einmitt fyrst.
Rétt er það að Keli var
ábyrgðarfullur og sinnti bú-
rekstri af dugnaði og eljusemi
bæði í Ferjukoti og á Ferju-
bakka. Hann var líka mikill fé-
lagsmálamaður, með margar
hugmyndir sem sneru að ný-
sköpun og ferðaþjónustu. Heim-
ili hans bjó yfir ríkri sögu og Keli
varðveitti mikið af minjum frá
netaveiði Ferjukotsbænda og
annarra í Hvítá í veiðisafni sem
hann kom upp við ána, enda um
merkilega atvinnuþróunarsögu
að ræða. Og hvort sem hann var
að fjalla um hana eða menn og
málefni líðandi stundar var hann
einstaklega skemmtilegur og
orðheppinn sögumaður og hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem hann
kom.
Laxveiði kom mikið við sögu í
samskiptum okkar við Kela og
eiginkonu hans Hebu. Í níu ár
var maðurinn minn heitinn í
stjórn Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, sem þá hafði Norð-
urá á leigu. Þá tíðkaðist að bjóða
stjórnarmönnum í veiðifélagi ár-
innar reglulega til samsætis með
stjórn SVFR. Keli var einn af
stjórnarmönnum veiðifélagsins
og í þessum samsætum hittumst
við því reglulega.
Eftir að við Gulli heitinn flutt-
umst á Snæfellsnes varð Borg-
arnes að þjónustumiðstöð sem
við nýttum oft og rákumst þá
annaðhvort á Hebu eða Kela
hvort í sínu lagi eða saman, á
ferðum okkar vestur eða að vest-
an, svo tengslin héldust þótt
Norðurárveislum væri lokið.
Fyrir nokkrum árum varð ég
svo þeirrar ánægju aðnjótandi
að vera fararstjóri í ferð á vegum
Ferðaþjónustu bænda um vest-
urströnd Bandaríkjanna. Það
gladdi mig mjög að sjá nöfn
þeirra hjóna á farþegalistanum.
Keli hélt að venju uppi fjörinu í
ferðinni með óþrjótandi sögum
og gamanmálum og tók margar
myndir fyrir Bændablaðið, enda
vanur að senda blaðinu pistla.
Ferðum mínum um Borgar-
nes hefur fækkað en í sumar
rakst ég þó á Kela þegar ég var
þar á ferð. Hann tók sér tíma til
að spjalla við mig og sagði mér
frá veikindum sínum, sem væru
að ágerast, en jafnframt að þau
hjón hefðu verið dugleg að
ferðast síðustu árin og gera
skemmtilega hluti saman.
Ferðalög heilluðu hann, en nú
ferðast hann því miður ekki
lengur um lendur jarðar.
Ég sendi Hebu og öðrum ætt-
ingjum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Borgarfjörðurinn
hefur misst einn af máttarstólp-
um sínum með fráfalli Þorkels
Fjeldsted.
Guðrún Bergmann.
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR S. GUÐMANNSSON (NUNNI),
Kleppsvegi 46,
Reykjavík,
lést 27. nóvember 2014.
.
Anna S. Guðmundsdóttir,
Haukur Gunnarsson, Elín J. G. Hafsteinsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Bjarni Jóhannesson,
Hildur Gunnarsdóttir, Hjalti Jensson,
Þorgerður Gunnarsdóttir, Guðmundur Kjartansson,
Magnús Gunnarsson, Monika Borgarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
(Muggur),
lést á Hrafnistu Hafnarfirði
sunnudaginn 12. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Guðlaugur Guðmundsson.
✝
Yndiskær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og umfram allt vinur,
RAGNHILDUR G. KVARAN,
lést þriðjudaginn 18. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakklætiskveðjur sendum við
starfsfólki á krabbameinsdeild 11E og líknardeildar
Landspítalans. Starf ykkar er ómetanlegt.
Synir, tengdadætur, barnabörn
og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
KRISTINS ARASONAR,
Heimalind 1,
Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Kröyer.
✝
Frænka okkar,
JÓNA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Bakka Seltjarnarnesi,
síðast til heimilis að Skólabraut 5,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 23. nóvember.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju
þriðjudaginn 2. desember kl. 13.00.
Kristín Kjartansdóttir,
Guðrún Kjartansdóttir,
Auður Kjartansdóttir.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, langafa
og langalangafa,
SIGMARS HRÓBJARTSSONAR,
f. 24. 5. 1919 - d. 5. 11. 2014,
múrarameistara
frá Hamri í Hegranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis Hrafnistu við
Boðaþing í Kópavogi fyrir góða umönnun, hlýju og virðingu.
.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir, Davíð W. Jack,
Gunnlaugur Sigmarsson, Steinunn Friðriksdóttir,
S. Heimir Sigmarsson, Þjóðbjörg H. Jónsdóttir,
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Lea H. Björnsdóttir,
Sigríður Sigurgeirsdóttir, Ragnar Jónasson,
Hansína Sigurgeirsdóttir, Sveinbjörn S. Herbertsson,
Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Jón Sigurðsson,
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
og fjölskyldur.