Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ing- ólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíu- fræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Ræðumaður: Birgir Óskarsson. Skemmtilegt barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. AÐVENTKIRKJAN í Vestmanna- eyjum | Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Guðsþjónusta laug- ardag kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkursöfnuði. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akur- eyri | Eiðsvallagötu 14, Gamli Lundur. Biblíurannsókn laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suður- nesjum | Blikabraut 2, Keflavík. Bibl- íufræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Biblíufræðsla laugardag kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnar- firði | Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðs- þjónusta laugardag kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 11.50. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Skemmtilegt barna- og unglingastarf. Umræðuhóp- ur á ensku. Súpa og brauð eftir sam- komu. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma kl. 14 í Núpalind 1, Kópavogi. Biblíufræðsla, söngur og bæn. Gestir frá Færeyjum taka þátt í samkomunni. ÁRBÆJARKIRKJA | Kirkjudagur Ár- bæjarsafnaðar. Sunnudagaskólinn kl. 11. Spádómskertið tendrað, skóla- hópur úr leikskólanum Heiðaborg sýn- ir helgileik. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttur messutími. Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur leika hálftíma fyrir messu. Prestar safn- aðarins þjóna fyrir altari og prédika. Kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti Krisztina K. Szklenár. Hlöðver Sigurðsson syngur einsöng. Líknarsjóðshappdrætti Kven- félags Árbæjarsóknar. Kaffihlaðborð kvenfélagsins. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Lindu djákna og Magnúsar organista. Fyrsta kerti aðventukransins tendrað. Söng- ur og sögur, brúður og bænir. Aðventu- hátíð Áskirkju kl. 16. Kammerkór Ás- kirkju syngur ásamt söfnuðinum sjálfum, fermingarbörn flytja helgileik og Hafþór Jónsson gengur í ljóða- smiðju. Ræðumaður Herdís Þorgeirs- dóttir prófessor. Sóknarnefndin og Safnaðarfélagið bjóða rjómasúkkulaði og smákökur á eftir. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tón- listarstjóra. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson. Prestur er sr. Kjartan Jóns- son. Jólaföndur í sunnudaga- skólanum undir stjórn Hólmfríðar. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um- sjón með stundinni hafa Fjóla, Helga, Jón, Guðmundur og Hans Guðberg. Aðventuhátíð í Bessastaðakirkju kl. 17. sr. Hans Guðberg og Margrét djákni leiða stundina. Álftaneskórinn flytur jólatónlist undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar og Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur einsöng. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór eldri borgara syngur. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Stoppleikhóp- urinn sýnir „Ósýnilegi vinurinn“. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, Betle- hemsfjárhúsið sett upp og sungin nokkur jólalög. Kaffi, djús og pip- arkökur á eftir. Aðventukvöld kl. 20. Kirkjukórinn mun flytja aðventu- og jólasöngva og fermingarbörnin sýna táknrænan helgileik um ljósið sem skín í myrkrinu. Þórey Dögg Jónsdóttir djákni flytur hugleiðingu. Að stundinni lokinni verður boðið upp á heitt súkku- laði og smákökur í safnaðarheimilinu. BÚSTAÐAKIRKJA | Afmælis- og fjöl- skyldumessa kl. 11. Glaðvær og gef- andi tónlist. Minnumst vígsludags kirkjunnar okkar. Karlar úr sóknar- nefnd bjóða kirkjugestum í vöfflukaffi eftir messu. Ein messa þennan dag. Aðventukvöld kl. 20. Fjölbreytt tónlist. Kirkjukór Bústaðakirkju, Glæðurnar og allir barna- og unglingakórar kirkj- unnar undir stjórn Jónasar Þóris og Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Ræðu- maður er Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri. Ljósin tendruð. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Prestur sr. Úr- súla Árnadóttir. Organisti Sólveig Sig- ríður Einarsdóttir. Kammerkór Digra- neskirkju sér um söng. Súpa í safnaðarsal að athöfn lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnu- dagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Barnastarfið á kirkjuloft- inu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, dómkirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson. Arngunnur Árnadóttir leikur á klarinett og Laufey Jensdóttir á fiðlu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Smákökur og kaffi í safnaðar- heimilinu. EGILSSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina ásamt leiðtogum. Organisti: Torvald Gjerde. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11 og aðventukvöld kl. 20. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Gerðu- bergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Aðventukvöld kl. 20. Fjölbreytt dagskrá á aðventukvöldi kirkjunnar, falleg tónlist í anda aðvent- unnar. Kristín Jóhannesdóttir skóla- stjóri Fellaskóla flytur hugvekju. Al- mennur söngur. Heitt súkkulaði og smákökur eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Fríkirkjubandið leiðir sönginn. Aðventustund með fermingarbörnum og foreldrum kl. 13. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, kemur í heimsókn. Örn Arnar- son, Erna Blöndal og Guðmundur Pálsson sjá um tónlistina. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga- skóli kl. 11 með fræðslu, söng, brúðu- leikriti og fleira. Létt hressing í lok stundar. Almenn samkoma kl. 13.30 þar sem Birkir Már Kristinsson prédikar. Tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Aðstaða fyrir börn en engin gæsla. Kaffi og samvera í lok samkomu. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Aðventu- guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni predikar og þjónar fyrir altari. Tendrað verður ljós á fyrsta kerti í að- ventukransi, Spádómskerti. Söng- hópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Kvenfélags- guðsþjónusta kl. 14 og Ljósastund kl. 15.30. Árleg guðsþjónusta með þátt- töku Kvenfélags Garðabæjar kl. 14. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar. Lilja Hallgrímsdóttir djákni flytur hugleið- ingu. Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða söng og lofgjörð. Ljósastundin er kl. 15.30. Þórunn Clausen flytur hug- leiðingu. Fyrirbæn flytja sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjart- ar. Ljóstendrun. Gerður Bolladóttir syngur og Viktoria Tarveskaia leikur á selló. Sjá www.gardasokn.is GLERÁRKIRKJA | Kl. 11: sunnu- dagskóli og messa sameiginlegt upp- haf. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjón- ar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðu- maður kvöldsins er Sigrún Stef- ánsdóttir. Kór Glerárkirkju syngur ásamt Barna- og æskulýðskór kirkj- unnar. Fermingarbörn taka þátt í ljósa- athöfn. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Umsjón hef- ur Ásthildur Guðmundsdóttir. Nem- endur úr Tónlistarskóla Grafarvogs. Aðventuhátíð kl. 20. Prestar safnaðar- ins flytja aðventubæn. Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur les kafla úr bókinni „Jólin hans Hallgríms“. Kórar kirkjunnar syngja. Stjórnendur: Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Margrét Pálmadóttir. Fiðlusveit úr Tón- listarskóla Grafarvogs. Stjórnandi: Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barna- starf kl. 11, í umsjá Lellu. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálpar- starfsins. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox syngur. Aðventukvöld kl. 20. Regína Ósk syngur. Sigurbjörn Þorkelsson flytur hugvekju. Ragn- hildur Þórhallsdóttir og Ólöf Sigurðar- dóttir syngja tvísöng. Englatréð kynnt, jólagjafir til barna fanga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ásta Haraldsdóttir og prestur sr. Ólafur Jó- hannsson í báðum athöfnum. Kaffi og smákökur. GRUND dvalar- og hjúkrunar- heimili | Aðventumessa í hátíðasal Grundar. Séra Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar og Örnólfur Thorlacius heimilismaður flytur hug- vekju. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Sungnir verða aðventusálmar- og söngvar. Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Matt. 21) Amma Steinunn var ættmóðir stórrar fjölskyldu og hafði einstaklega gaman af því að hafa alla saman í Tungu- selinu. Þessar samkomur ein- kenndust af gleði, söng og skemmtun sem lifa í minningunni. Amma eldaði heimsins besta mat og rétt áður en við fjölskyldan komum suður var amma búin að hringja og athuga hvaða mat hún ætti að hafa á matseðlinum. Hótel „amma Tungó“ var best. Amma var einstaklega hjartahlý og ráðagóð. Þegar ég var tvítug gerði ég, sveitastelpan, tilraun til að flytja í borgina. Það var einstaklega erfitt að vera svona fjarri heimahögunum en amma var ótrúlega dugleg að hjálpa mér og stappa í mig stálinu þetta ár sem ég entist í borginni. Fyrir það eitt fæ ég henni aldrei fullþakkað. Eitt árið komstu austur og passaðir okkur Frey þegar mamma og pabbi skelltu sér til út- landa. Þér fannst ótrúlegt að við systkinin borðuðum ekki kartöflur og í stað þess að hafa engar kart- öflur með matnum vorum við send í sjoppuna að kaupa franskar með hverri kvöldmáltíð. Úrræðagóð, það var einn af kostum þínum, elsku amma. Í öllum fríum og ferðum suður hafa það verið forréttindi að koma í heimsókn til þín, fá ömmuspjall og ömmuknús. Einnig var mjög gaman að koma til þín með börnin mín tvö og sjá hvað þér fannst yndislegt að fylgjast með langömmubörnunum Steinunn Þorsteinsdóttir ✝ Steinunn Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1934. Hún lést 19. nóvember 2014. Út- för Steinunnar fór fram 27. nóvember 2014. þínum leika sér, syngja og púsla. Þá fyllist maður stolti. Það verður skrítið að koma suður og fá ekki að hitta þig og knúsa. Í stað þess er ég að kveðja þig í seinasta skipti, en minning þín lifir. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Hvíldu í friði, þín Jóhanna. Amma mín var amma með stóru A-i, um það er engum blöð- um að fletta. Tunguselið var veisluhöll þar sem safnast var saman, borðin svignuðu undan kræsingum og það var sungið, spilað og glaðst. Amma var drottningin sem leið um sali og sá til þess að allir fengju sitt. Allir voru velkomnir, fjöl- skylda, vinir og allir vinir þeirra. Það var fullt út úr dyrum. Hlátur og sprell. Amma var samt svo margt fleira. Hún var miðborgarmær, allt frá fyrstu æviárunum þekkti hún hverja þúfu í litla bænum sem var að undirbúa sig undir að verða miðborg. Hún var glæsileg dans- mær. Verslunarskólastúlka. Síðar atvinnurekandi, kjark- mikill frumkvöðull í ferðaþjón- ustu. Snillingur með prjónana. Amma var sjálfstæð kona, hún lagði mikið á sig til að öðlast sjálf- stæði sitt og í það hélt hún stolt. Amma var samt fyrst og fremst góður og fordómalaus vinur. Við eldhúsborðið í Tunguselinu var alltaf til tími. Tími til að spjalla um heima og geima, fíflast og hlæja. Tími til að leyfa langömmubörn- unum að sulla eða horfa á bílana, eins lengi og þau vildu. Tími til að segja sögur og gefa ráð, grípa í spil. Fyrst og fremst var þar tími til að hlusta og taka þátt. Það er fáránlegt að lífið geti haldið áfram, að jörðin haldi áfram að snúast, að það komi jól. Án ömmu. En kannski er það ekkert án ömmu. Hún heldur áfram að vera. Mér varð hugsað til þess í Fossvoginum í síðustu viku þar sem við söfnuðumst saman við dánarbeð hennar. Allt þetta fólk sem tengist í gegnum þessa stóru konu. Geir, Börnin, barnabörnin, langömmu- börnin, systkinin úr báðum áttum, frænkur, frændur, vinir. Risastór fjölskylda sem teygir anga sína um allt land og jafnvel víða veröld en kemur svo saman eftir langan aðskilnað og verður eitt, í Tunguselinu. Lísa Ólafsdóttir. Það er skrítin tilfinning að hún elsku amma mín sé farin frá okk- ur. Amma Steinunn, amma Tungó eins og ég kallaði hana alltaf, var einstök persóna. Það eru margar stundirnar sem við áttum saman. Ég man þegar ég fór upp í Tungu- sel, þar sem hún átti heima, til að heimsækja ömmu Steinunni og afa Geir. Alltaf var nóg af girnileg- um mat á borðum og þar sem ég er mikill matmaður þá leiddist mér það nú ekki. Það var nú líka þannig að amma vildi aldrei að neinn færi heim frá sér svangur. Þá sá hún einnig til þess að eng- um væri kalt. Hún amma var rosa- lega fær í því að prjóna ullarpeys- ur og fengu allir fjölskyldu- meðlimir, hvort sem það voru börnin hennar eða barnabörn, gjafir í formi lopaklæðnaðar. Ég man alltaf eftir ömmu sem ótrúlega duglegri og sanngjarnri konu, sem kom fram við alla af mikilli virðingu og leit hún á alla sömu augum. Dugnaður ömmu kom m.a. berlega í ljós í störfum hennar í Skíðaskálanum og Hótel Akranesi. Þar stýrði hún farsæl- um rekstri og sá til þess að allt færi vel fram. Amma var ótrúlega barngóð og elskuðum við barnabörnin að fá að koma í heimsókn til ömmu í pöss- un, enda var amma vanaföst kona og vissi að við treystum því að á hennar borðum væru alltaf fullt af kræsingum að hætti ömmu. Þar sem ég var mjög smámælt- ur var erfitt fyrir ömmu að skilja mig á þeim tíma og til að ná mínu fram um að fá að horfa á eftirlætis myndina okkar, Nonna og Manna, skírðum við myndina nýju nafni, Home Alone, svo auðveldara væri að fylgja eftir kröfu barnabarns- ins. Það lýsir ömmu ótrúlega vel, þar sem hún gerði allt til að börn- unum sínum liði vel. Eftirminnilegasti tími með ömmu Steinunni var þegar afi Geir og amma voru að skipta um húsnæði. Ég fékk þá þau forrétt- indi að lána ömmu herbergið mitt og njóta margra stunda með henni. Við spjölluðum mikið sam- an og var hún dugleg að elda mat fyrir okkur, meðal annars uppá- haldið mitt á þeim tíma sem var steiktur fiskur, kartöflur, tómatar, gúrkur og heimagerða kokteil- sósu. Það verður seint hægt að toppa eldamennsku ömmu. Veikindi ömmu byrjuðu árið 2008. Amma náði aldrei sér full- komlega á strik eftir það. Þó gekk hún alltaf í gegnum þessi veikindi með jákvæðu hugafari. Þessarar hjartahlýju konu sem ég var svo heppinn að fá að eyða síðustu 24 árum með er sárt saknað. Nú er hún farin frá okkur og sitja marg- ar minningar eftir í hjarta mínu og þær stundir sem við áttum saman munu aldrei gleymast. Nú vakir þú yfir okkur og glottir við tönn og vonandi orðin frísk. Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku Geir afi, sem hefur nú misst ástina sína og blómið í lífinu. Einnig til barnanna hennar og sérstakar samúðarkveðjur til móður minnar, sem hefur þurft að horfa upp á bestu vinkonu sína og móður kveðja þennan heim. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Takk, elsku amma, fyrir allt. Þinn ömmustrákur, Heimir Óli Heimisson. ✝ RagnhildurGuðrún Guð- mundardóttir, Ragna, fæddist á Brjánslæk, Barða- strönd 5. júlí 1943. Hún lést á LSH 18. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Kristín Theodóra Guð- mundsdóttir, f. í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi 27. ágúst 1914, d. 6. febrúar 1988, og Guðmundur Jóhann Einarsson, f. á Skjaldvararfossi, Barðaströnd, 3. apríl 1893, d. 14. nóvember 1980. Þau voru bændur á Brjánslæk Barðaströnd. Systk- ini Rögnu: a) Jón Kristinn, f. þau bændur á Auðkúlu í Arn- arfirði, ásamt Hildigunni systur Rögnu og Hreini bróður Sig- urðar. Þau Ragnhildur Guðrún og Sigurður Júlíus, eignuðust dótturina Jónínu Guðrúnu 9. mars 1969. Hún fóst í bílslysi í Hraunsfirði á Snæfellsnesi 22. janúar 1988, ásamt unnusta sínum, Sigurði Steinari Sig- urðssyni, f. 1. janúar 1963. Þau voru til heimilis í Ólafsvík. Hinn 14. júlí 1994 giftist Ragna seinni manni sínum, Kristjáni Sigurðssyni, f. 1942, d. 2012. Börn Kristjáns frá fyrra hjóna- bandi eru a) Sigurður, f. 1961, b) Bryndís, f. 1964, d. 1996, c) Kristjana, f. 1969, og d) Páll Þór, f. 1972. Ragnhildur Guðrún bjó með- al annars á Barðaströnd, Blönduósi, Borgarnesi, Akur- eyri og síðan á Hvanneyri í Borgarfirði, til síðasta dags. Útför Ragnhildar fer fram frá Brjánslækjarkirkju í dag, 29. nóvember 2014, kl. 12.30. 1918, d. 1991, b) Kristján, f. og d. 1922, c) Jar- þrúður, f. 1925, d) Svanhildur, f. 1929, d. 1993, e) Einar, f. 1931, d. 2013, f) Guðlaug, f. 1932, g) óskírð- ur drengur. f. og d. 1935, h) Ragnar Guðmundur, f. 1935, i) Hrafn, f. 1946, j) Hildigunnur, f. 1947, k) Hildur Inga f. 1949, og Guðmundur Jóhann, f. 1951. Ragna giftist 8. desember 1968, Sigurði Júlíusi Þórðar- syni, f. 4. desember 1943. Hann fórst í snjóflóði í Hrafnseyrar- heiði 22. mars 1971, þá voru Elsku systir, nú þegar komið er að kveðjustund, koma mér í huga þessar ljóðlínur: Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna – þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst að fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Hef í raun litlu við að bæta, en þakka fyrir allar okkar samveru- stundir, vona og veit að nú ert þú komin til þeirra sem á undan voru farin. Vona að góður guð fari um þig mýkri höndum en lífið gerði, þar var mörg raunin, sem mörgum hefði orðið ofviða. Þú varst öllum fyrirmynd, hvað æðruleysi varðar og þrátt fyrir allt fylgdi glaðværðin og prakkaraskapurinn alla tíð. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn bróðir, „strákur“ eins og þú hafðir alltaf sem kveðju er við ræddum saman á tölvuspjallinu. Guðmundur. Ég hef aldrei velt því neitt sér- staklega fyrir mér áður hversu stór partur af mér er röddin mín, hvernig hún hljómar þegar ég segi eða skrifa eitthvað og hvað hún er þá að túlka til þeirra sem hlusta. Og hver væri ég ef ég missti rödd- ina mína? Ég hugsa að ég myndi líklega vilja kveðja. Hún Ragna okkar var búin að missa röddina sína. Þessa hlýju, þægilegu rödd sem við höfum þekkt alla okkar ævi. Þessa rödd sem í gegnum súrt og sætt, þykkt og þunnt hljómaði alltaf upp á við þó svo sannarlega væri oft ástæða til þess að tóna niður á við. Það sem Ragna gekk í gegnum frá a-ö í sínu lífi væri nóg til að þagga niður í sterkustu karakter- um fyrir löngu, löngu síðan. Alls- konar ástir, frá þeim smáu og upp í þær allra sterkustu og stærstu, voru teknar frá henni án þess að nokkur væri spurður álits. Yfir- valdið var einhvern veginn ákveð- ið í að á hana yrði lagt allt það sem bugar og beygir mannkynið, og allt stóð hún af sér af aðdáunar- verðu æðruleysi sem fáum er gef- ið. Hún bara gerði sitt besta. Og hún hló, og hún hafði gam- an. Hún hafði gaman af fólki og fjölskyldu. Hún hafði gaman af söng og sögnum. Hún hafði gam- an af spennusögum og spilum. Hún hafði gaman af fíflagangi og saklausri stríðni. Hún hafði gam- an af sveitinni sinni og öllu sem hún bauð upp á. Og á meðan mögulegt var þá hafði hún svo sannarlega gaman af góðgæti og ekta íslenskum mat. Við erum heppin að hafa átt og elskað Rögnu. Við erum heppin að hafa oft haft hana í kringum okkur síðustu árin, á hátíðis- og tyllidög- um sem og virkum og venjulegum dögum. Við erum heppin að hafa talað við hana, hlegið með henni, sungið og trallað í gríni og glensi. Það er notalegt til þess að vita að hún Ragna okkar hefur fengið röddina sína aftur. Við erum sann- færð um að hún er örugglega akk- úrat núna að hlæja að einhverju bulli með ástvinum sínum, ætt- ingjum, kunningjum og sveitung- um. Og hér eftir verður ekki meira frá henni tekið. Með ástar- og vinakveðjum, Fyrir hönd foreldra minna, systkina og fjölskyldna þeirra. Sigrún Berglind Ragnars- dóttir frá Brjánslæk. Ragnhildur Guðrún Guðmundardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.