Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 57
var lánaður til Kongsvinger í Noregi
þar sem hann lék mikið og liðið hélt
sæti sínu í efstu deild eftir mikla fall-
baráttu. Hann var síðan aftur hjá
Örebro, kom heim vorið 1999, lék
með meistaraflokki ÍA og varð bik-
armeistari 2000 og fyrirliði liðsins
2001 þegar liðið varð Íslandsmeist-
ari. Þá var hann valinn besti leik-
maður mótsins. Veturinn á undan
hafði hann dvalið í Þýskalandi og
spilað með fornfrægu liði KFC
Uerdingen.
Skagamenn náðu ekki að fylgja
eftir frábærum árangri 2001 en 2003
urðu þeir bikarmeistarar.
Gunnlaugur gekk til liðs við KR
2005, lék þrjú tímabil í Vestur-
bænum og varð fyrirliði liðsins.
Haustið 2008 varð hann spilandi
þjálfari hjá Selfossi í næstefstu deild
og endaði sitt fyrsta þjálfaratímabil
með því að koma liðinu í efstu deild í
fyrsta sinn. Hann þjálfaði síðan Val
eitt tímabil, því næst KA á Akureyr-
ar í tvö ár en kom aftur suður haust-
ið 2011 og tók við liði HK í 2. deild.
Sumarið 2013 fagnaði HK svo sigri í
2. deild: „Þá kom kallið sem mig
hafði alltaf dreymt um; að taka við
stjórninni á uppeldisfélaginu mínu,
ÍA á Akranesi. Markmiðið var að
komast upp í efstu deild að nýju og
það náðist hjá okkur Skagamönnum
nú í haust.“
Gunnlaugur lék með öllum lands-
liðum Íslands, þar af lék hann 12
A-landsleiki.
Dægurlagasagan í tónlist
„Mig hafði alltaf dreymt um að
vinna á fjölmiðlum og fyrsta alvöru-
tækifærið kom þegar ég gerði fimm
þætti fyrir Rás 2 um hljómsveitina
Nýdönsk vorið 2008. Í kjölfarið lagði
ég inn hugmynd að mjög stórri
þáttaröð.“ Eftir að hugmyndin hafði
verið á borði stjórnenda rásarinnnar
í fimm ár kom stóra kallið: Gunn-
laugur hóf störf hjá RÚV í desember
2012 við að undirbúa þáttaröðina Ár-
ið er – íslensk dægurlagasaga í tali
og tónum en tilefnið var 30 ára af-
mæli Rásar 2 árið 2013. Fyrsti þátt-
urinn – Árið er 1983 – fór í loftið í
byrjun maí 2013 en önnur þáttaröð
hófst 1. nóvember nú í haust þegar
byrjað var að telja niður frá árinu
2006.
„Þessi upptalning sýnir að ég hef
fengið að starfa við þrjú helstu
áhugamál mín sem eru fótbolti, fjöl-
miðlar og tónlist. Það eru ekki allir
svo heppnir.
En þrátt fyrir þetta allt er það þó
fjölskyldan sem á hug minn allan og
ég tel mig heppinn að hafa hitt
Kristínu mína í Brussel haustið
2003. Börnin okkar tvö kóróna svo
gæfuna í einkalífinu.“
Fjölskylda
Kona Gunnlaugs er Kristín Hall-
dórsdóttir, f. 30. 6. 1980, sérfræð-
ingur í Landsbankanum. Foreldrar
hennar eru Halldór Þorsteinsson, f.
29.9. 1944, grafískur hönnuður og
myndlistarkennari, og Björg Guð-
mundsdóttir, f. 1.10. 1949, matráður
í leikskóla. Þau búa í Reykjavík.
Kjörbörn Gunnlaugs og Kristínar
eru Jón Breki, f. 4.3. 2006, nemi í
Melaskóla, og Katrín Björk, f. 29.12.
2011, í leikskólanum Hagaborg.
Bróðir Gunnlaugs er Stefán Jóns-
son, f. 26.11. 1981, nemi í Reykjavík.
Foreldrar Gunnlaugs eru Jón
Gunnlaugsson, f. 19.12. 1949, um-
dæmisstjóri VÍS, og Elín Einars-
dóttir, f. 5.2. 1951, hjúkrunarfræð-
ingur. Þau búa á Akranesi.
Úr frændgarði Gunnlaugs Jónssonar
Gunnlaugur
Jónsson
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Halldór Teitsson
sjóm. í Hafnarfirði
Guðrún Halldórsdóttir
húsfr. í Reykjanesbæ
Gunnlaugur Jónsson
húsasmíðameistari í
Reykjanesbæ
Jón Gunnlaugsson
umdæmisstj. á Akranesi
Guðrún Samúelsdóttir
húsfr. á Akranesi
Jón Gunnlaugsson
verkam. á Akranesi
Guðrún Jónsdóttir
saumakona
Halldór Einarsson
í Henson
Þórunn Gísladóttir
húsfr. í Rvík
Bjarni Bjarnason
verkam. í Rvík
Sigrún Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Einar Halldórsson
skrifstofustj. í Rvík
Elín Einarsdóttir
hjúkrunarfr. á Akranesi
Elín Sigurðardóttir
húsfr. í Eyjum
Halldór Einarsson
verkstj. í Eyjum
Anna Emilsdóttir
blaðamaður
Árni Emilsson
tónlistarmaður
Morgunblaðið/Ásdís
Knattspyrnumenn ársins 2001
Gunnlaugur og Olga Færseth.
ÍSLENDINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Eiríkur Ketilsson stór-kaupmaður fæddist í Kaup-mannahöfn 29.11. 1924.
Móðir hans var Guðrún Eiríksdóttir,
veitingakona í Reykjavík og hót-
eleigandi í Hafnarfirði, frá Járn-
gerðarstöðum í Grindavík, dóttir
Eiríks Ketilssonar, útvegsbónda,
hreppstjóra og sýslunefndarmanns
á Járngerðarsstöðum, og k.h.,
Jóhönnu Einarsdóttur húsfreyju.
Eiginkona Eiríks var Hólmfríður
Mekkinósdóttir, yfirflugfreyja hjá
Loftleiðum, og eru dætur þeirra
Guðrún Birna og Dagmar Jóhanna,
en áður átti Eiríkur soninn Ásgeir
Hannes með Sigríði Ásgeirsdóttur
lögfræðingi.
Eiríkur ólst fyrst upp í Hafnar-
firði þar sem móðir hans rak veit-
ingastofu í Flygenringshúsi.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1937 en
hún starfrækti síðan matstofu í
Thorvaldsensstræti 6 um árabil.
Eiríkur var í Flensborgarskóla,
var einn vetur í MA en söðlaði um og
fór í Verslunarskóla Íslands og út-
skrifaðist þaðan vorið 1945.
Í Reykjavík var Eiríkur fyrst
sendisveinn hjá Garðari Gíslasyni.
Hann var sölumaður um skeið hjá
Stefáni Thorarensen lyfsala en
stofnaði fljótlega innflutningsversl-
unina Landís og var stórkaupmaður
eftir það. Fyrirtæki hans var fyrst
til húsa í Thorvaldsensstræti, flutti
brátt í hornhús Garðastrætis og
Vesturgötu og var síðan á Vatnsstíg
um langt árabil. Heildverslun sína
rak Eiríkur með góðum árangri
fram yfir sextugt, í liðlega hálfa öld
og kenndi þar margra grasa.
Þegar Eiríkur var kominn á þrí-
tugsaldurinn taldi hann sig vera orð-
inn vínhneigðari en góðu hófi
gegndi. Hann gekk þá í nýstofnuð
AA-samtökin hér á landi og starfaði
þar ötullega æ síðan: „Tíu dögum
eftir að AA-samtökin voru stofnuð
gekk ég í þau, og kalla ég mig elsta
AA-manninn í Evrópu,“ sagði hann.
Eiríkur var ríflega meðalmaður á
hæð, lengst af þéttvaxinn, hressileg-
ur í viðmóti, hnyttinn í tilsvörum og
bráðskemmtilegur sögumaður.
Hann var löngum vinsæll fastagest-
ur á kaffihúsum í Miðbænum.
Eiríkur lést 16.11. 1999.
Merkir Íslendingar
Eiríkur
Ketilsson
Laugardagur
95 ára
Eiríkur Ágústsson
Unnur Guðmundsdóttir
90 ára
Jón Runólfsson
Magnús Helgason
85 ára
Helga Guðbrandsdóttir
Sigurlaug Sigurfinnsdóttir
Valdís Erlendsdóttir
Þórmundur Guðlaugsson
80 ára
Guðlaugur Konráðsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Þórður Jónsson
75 ára
Bjarni Sveinsson
Hannes Dagbjartsson
Ingibjörg Dagbjartsdóttir
Jón Friðrik Möller
Þorsteinn Sigjónsson
70 ára
Ása Gústafsdóttir
Guðmundur Jónsson
Magnús Guðmundsson
Margrét Hjálmarsdóttir
Minný Kristbjörg
Eggertsdóttir
Ragnar H. Olsen
Viktoría Kristjánsdóttir
60 ára
Brigitte Simon
Eiríkur Þór Magnússon
Erla Gerður Matthíasdóttir
Guðjón Erling Friðriksson
Guðríður Guðjónsdóttir
Gunnar Hlöðver
Tyrfingsson
Hafdís Austfjörð
Harðardóttir
Helga Stolzenwald
Helgi Friðberg Jónsson
Kristín Tómasdóttir
Sigríður Jóna Gísladóttir
Sigurður Valur Jónasson
Þórhalla K.H. Grétarsdóttir
Þuríður Þorbjarnardóttir
50 ára
Ásgeir Magnús
Sæmundsson
Finnur J. Malmquist
Guðmundur B.
Theódórsson
Guðrún Halldóra
Sigurðardóttir
Hörður Davíð Harðarson
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Ragna Björk Georgsdóttir
Rósa Jónsdóttir
Sigurlaug Didda Jónsdóttir
Steina Þórey Ragnarsdóttir
Zdravko Velikov Demirev
40 ára
Ásdís Þorgilsdóttir
Björk Arnbjörnsdóttir
Helga Tryggvadóttir
Hrefna Ósk Núpdal
Leifsdóttir
Marcin Andrzej Zroslak
Markús Hörður Hauksson
Runólfur Sveinbjörnsson
Þórunn Sif Sigurjónsdóttir
30 ára
Anna Sif Hjaltested
Björn Elías Halldórsson
Erling Þór Jónsson
Gísli Már Gíslason
Hannes Kristinn
Sigurðsson
Helga Guðmundsdóttir
Hildur Axelsdóttir
Ívar Örn Jörundsson
Kjartan Hrafn Matthíasson
Marcin Michal
Kosmowski
Óskar Jónsson
Páll Ingi Ævarsson
Sandra Oddsdóttir
Sigfús Steingrímsson
Unnur Karlsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Nikolay Chernyshev
Torfi Þorkell Ólafsson
85 ára
Guðbjörg Ólína
Þórarinsdóttir
Málfríður Anna
Guðmundsdóttir
80 ára
Aðalbergur Þórarinsson
Birgir Alfreðsson
Einar Þór Jónsson
Jónas Frímannsson
Sigurður Albertsson
Sigurður Jónsson
Victor M. Strange
75 ára
Ásta Bjarnadóttir
Gunnþór Eiríksson
María Kristín
Haraldsdóttir
70 ára
Guðný Ósk
Agnarsdóttir
Hannes Stígsson
Iðunn Haraldsdóttir
Ingiberg Magnússon
Lárus Pétursson
Ragnar Gunnarsson
Þráinn Bertelsson
60 ára
Anna Ólafsdóttir
Halla Kristín
Þorsteinsdóttir
Hallgrímur Bogason
Hildur Eggertsdóttir
Hulda Halldórsdóttir
Jón Magnús Jónsson
Kristín Árnadóttir
50 ára
Ágústa Jóhanna
Jóhannesdóttir
Berglind H.
Guðmundsdóttir
Eiríkur Einarsson
Guðbjörg Daníelsdóttir
Hafþór Kjartansson
Inga Dóra Sverrisdóttir
Ingibergur Jóhannsson
Kristín Agla Einarsdóttir
Linda Björk Bentsdóttir
Ólafía Daníelsdóttir
Pálína Vagnsdóttir
Viðar Jónsson
40 ára
Ágnes Katona
Ernesto Ortiz Alvarez
Hrefna Sigurgeirsdóttir
Hrefna Valdimarsdóttir
María Karólína
Höskuldsson
Sigrún Kristjana
Gylfadóttir
Sjöfn Elísa Albertsdóttir
30 ára
Atli Sigurðsson
Brynja Guðrún
Eiríksdóttir
Einar Guðmundsson
Freydís Guðný
Hjálmarsdóttir
Haukur Sigurðsson
Irina Timchenko
Kristinn Ingólfsson
Snæbjörn Brynjarsson
Yingyu Zong
Þorkell Jóhannes
Traustason
Þórunn Helga
Þórðardóttir
Til hamingju með daginn
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður