Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bitter, resentful, eða Bitur, gram-
ur, nefnist nýútkomin fyrsta sóló-
skífa Sindra Eldons sem gefin er
út af Smekkleysu. Blaðamaður sló
á þráðinn til Sindra í vikunni og
spurði, í ljósi titilsins, hvort platan
einkenndist af e.k. uppgjöri eða
sjálfsháði.
„Ég veit ekki, ég hef lent í
ákveðnum erf-
iðleikum sem
fylgja því að
reyna að koma
sér áfram sem
tónlistarmaður
sem margir hafa
væntanlega lent
í. Mér finnst það mjög skrítið að
maður heyrir aldrei um annan
tónlistarmann sem er að lenda í
öllu þessu „skull“-i sem ég er allt-
af að lenda í. Ég veit að það hlýt-
ur að koma fyrir þá, það getur
bara ekki annað verið og kannski
kominn tími til að segja það.
Kannski er þetta líka svolítið
breiðara „statement“ sem fylgir
minni kynslóð. Ef nánar er rýnt í
textann má lesa út úr honum að
ég hef eiginlega ekkert til að vera
bitur yfir. Ég hef það voðalega
fínt á alheimsmælikvarða og þess
vegna finnst mér það svolítið
fyndið að maður sé bitur yfir
ákveðnum hlutum eða allir af
minni kynslóð … eða ekki, ég veit
það ekki. Þetta er ágætislýsing á
mér. Mér fannst þetta fínn titill á
mína fyrstu sólóplötu. Þetta var
lag fyrst og svo fannst mér það
virka vel sem titillag því það er
einföld mantra í því,“ segir Sindri.
Leiddist lýðræðið
Sindri samdi nær öll lög og
texta á plötunni og á henni leika
með honum sömu hljóðfæraleik-
arar og hafa komið fram með hon-
um á tónleikum í hljómsveitinni
Sindri Eldon and the Ways. Þeir
eru Friðrik Sigurbjörn Friðriks-
son á bassa, Ásmundur Jóhanns-
son sem leikur á slagverk o.fl.,
Sævar Árnason á gítar og auk
þeirra syngur Andrea Björk Andr-
ésdóttir dúett með Sindra á plöt-
unni.
Sindri segist leiða þennan hóp,
ráða ferðinni enda sé hann orðinn
fullsaddur á því að vera í hjóm-
sveitum þar sem lýðræði ræður
ríkjum. Í slíkum hljómsveitum
þurfi allir að samþykkja allt, allt
frá lagasmíðum yfir í hönnun á
plötuumslagi. „Þetta er rosalega
leiðinlegt og asnalegt ferli og ég
var kominn með nóg af því. Mér
fannst besta leiðin til að koma í
veg fyrir að þetta gerðist aftur að
kalla næsta verkefni mitt sóló-
verkefni,“ segir Sindri.
– Einræðið virkar þá betur?
„Já, algjörlega.“
Þrjár og hálf stjarna
Sindri skrifaði lengi vel um tón-
list og gagnrýndi fyrir götublaðið
Grapevine og segist aldrei hafa
flokkað tónlist eftir tegundum, að
beiðni ritstjóra, og kunnað vel við
það fyrirkomulag. Hann er því lít-
ið gefinn fyrir að flokka eigin tón-
list, setja hana í ákveðna skúffu
eða flokk. „Ég stefni að því að
hafa tónlistina mína eins vandaða
og sjálfsmeðvitaða og gítarpopp
var um aldamótin,“ segir hann.
„Það væri mikill hroki í mér að
geta sagt til um hvernig tónlist
þetta er, tónlist er fyrir hitt fólkið,
ekki mitt að dæma.“
– Talandi um að dæma, nú
gagnrýndir þú plötur fyrir Grape-
vine. Ertu til í að gagnrýna plöt-
una þína fyrir lesendur, í stuttu
máli?
„Þetta er plata sem er hægt að
týna sér í, sándlega séð, og gott
að hlusta á hana með heyrnartól í
strætó. Lagasmíðin er frumstæð
en melódíurnar stundum grípandi,
gítarvinnan mætti vera harðari og
söngurinn er fullflatur. Á heildina
litið er þetta áhugaverð plata en
samt glappaskotin ákveðnum feil-
sporum sem tónlistarmanninum
tekst kannski að endurtaka ekki á
næstu plötu,“ svarar Sindri án
mikillar umhugsunar, blaðamanni
til kæti.
– Stjörnur, af fimm mögu-
legum? „Þrjár og hálf.“
Líkt við Bolan
– David Fricke, hinn frægi tón-
listarrýnir Rolling Stone, var af-
skaplega ánægður með tónleika
ykkar, Sindra Eldon and the Wa-
ys, á Iceland Airwaves í byrjun
mánaðar og nefndi þá í upptaln-
ingu sinni á þeim tíu viðburðum
sem heilluðu hann mest á hátíð-
inni. Skiptir svona klapp á bakið
þig miklu máli?
„Já og nei. Fricke er almennt
talinn úreltur, að hann viti ekkert
hvað hann er að tala um lengur.
Ég er ekkert endilega hlynntur
þeirri skoðun, ég er svolítið hlut-
laus gagnvart honum og hef ekk-
ert lesið eftir hann, þannig séð,
veit eiginlega ekkert hver þetta
er. Ég kann vel að meta að hann
líki mér við Marc Bolan, einn af
mínum uppáhaldstónlistarmönn-
um. Mér finnst músíkin hans frá-
bær. Að hann tali vel um sönginn
hjá mér og líki við Bolan, það
fannst mér skemmtilegt,“ svarar
Sindri og snýr sér að því sem er
ekki eins jákvætt, að Fricke skuli
nefna í inngangi greinar sinnar að
Sindri sé sonur Bjarkar Guð-
mundsdóttur.
Sindri segir að svo virðist sem
Fricke hafi sótt tónleikana af
þeirri ástæðu. „Það er borðleggj-
andi að hann hefði ekkert verið á
þessum tónleikum væri ég ekki
sonur Bjarkar en punkturinn er sá
að hann var á þeim og skemmti
sér. Ég held að hann myndi ekk-
ert ljúga því, bara af því ég er
sonur Bjarkar,“ segir Sindri. Það
hafi því sína kosti og galla að rata
á topp-tíu-lista Frickes.
„Þetta er ágætislýsing á mér“
„Lagasmíðin er frumstæð en melódíurnar stundum grípandi, gítarvinnan mætti vera harðari
og söngurinn er fullflatur,“ segir Sindri Eldon í gagnrýni um eigin sólóplötu, Bitter, resentful
Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson
Sindri „Ég hef það voðalega fínt á alheimsmælikvarða og þess vegna finnst
mér það svolítið fyndið að maður sé bitur yfir ákveðnum hlutum.“
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju
hefst á morgun og stendur til 31.
desember. Hátíðin hefst með hátíð-
armessu kl. 11 sem flutt verður í
beinni útsendingu á Rás 1. Schola
cantorum flytur kantötuna Nun
komm der Heiden Heiland BWV 61
eftir J.S. Bach ásamt hljóðfæraleik-
urum og einsöngvurunum Braga
Bergþórssyni tenór, Thelmu Hrönn
Sigurdórsdóttur sópran og Fjölni
Ólafssyni bassa. Stjórnandi er
Hörður Áskelsson og orgelleikari
Björn Steinar Sólbergsson.
Kl. 17 verða haldnir orgel-
tónleikar undir yfiskriftinni „Nú
kemur heimsins hjálparráð“. Á
þeim leikur Björn Steinar Sólbergs-
son aðventu- og jólatónlist eftir J.S.
Bach, Andrew Carter, César
Franck og Max Reger. Mótettukór
Hallgrímskirkju heldur þrenna tón-
leika á hátíðinni, 6., 7. og 9. desem-
ber, flytur fjölradda kórverk
endurreisnartímans fyrir tvo kóra í
bland við enska og ameríska jóla-
tónlist frá 20. öld, auk þekktra jóla-
laga. Schola cantorum heldur
tvenna hádegistónleika miðviku-
dagana 3. og 17. desember kl. 12 og
hátíðartónleika 28. desember kl. 17
þar sem Fjölnir Ólafsson barítón og
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir
sópran verða meðal einsöngvara. Á
efnisskránni verður bæði ný og
þekkt jólatónlist og einnig verða
frumfluttir nýir enskir jólasöngvar
eftir Hafliða Hallgrímsson.
Frekari upplýsingar um hátíðina
má finna á vef Listvinafélags Hall-
grímskirkju sem stendur að hátíð-
inni, listvinafelag.is.
Hátíð Mótettukór Hallgrímskirkju með stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni.
Jólatónlistarhátíð hefst í
Hallgrímskirkju á morgun