Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Stöðugt eldri, sífellt veikari H ér á Íslandi eru lífs- gæði mikil og með- alævilíkur með því mesta sem gerist í Vestur-Evrópu (82,4 ár). Þá erum við í 5. sæti með- al ríkja Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD). Það er ágætt að hugsa til þess að við tórum ágæt- lega hér í norðrinu og getum gert okkur vonir um að fá að tilheyra þessu tilverusviði lengur en margir aðrir íbúar heims. En þýðir það að við séum heilbrigð þjóð? Getur verið að á sama tíma og við lifum stöðugt lengur, verðum við jafnframt veikari og veikari? Guðmundur Löve, fram- kvæmdastjóri SÍBS, skrifar í nýj- asta tölublaði SÍBS-blaðsins að „ævilíkur Íslendinga sem orðnir eru 65 ára séu bara rétt liðlega í með- allagi OECD, sem ásamt vísbend- ingum um aukna tíðni lífsstíls- sjúkdóma hér landi, kunni að vera fyrirboði þess að í fyrsta sinn á um- liðnum öldum muni ævilíkur barnanna okkar verða lægri en kyn- slóðanna á undan.“ Ástæða þessa er því einföld: lífsstílssjúkdómar. Aðrir mælikvarðar en meðalævi- líkur eru notaðir til þess að greina heilbrigði þjóða, t.d. mælikvarðar yfir „glötuð góð æviár“ vegna ótímabærs dauða eða örorku. Árið 2010 glötuðust til dæmis 68 þúsund góð æviár Íslendinga samkvæmt þessum mælikvarða og um helming þessa skaða má rekja til lífsstíls- sjúkdóma. Íslendingar eru í dag feitasta þjóð Evrópu og það boðar ekki á gott hvað tíðni sykursýki í framtíðinni varðar. Í grein Guð- mundar kemur jafnframt fram að mesti heilsufarsskaði meðal Íslend- inga sé ekki krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar heldur stoðkerf- israskanir og geðsjúkdómar. Ljóst er að skipulag og uppbygg- ing samfélaga hefur umtalsverð áhrif á lífsstíl íbúa þeirra. En hvað þarf að gera til þess að draga úr tíðni lífsstílssjúkdóma meðal Íslend- inga? Guðmundur segir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að mikilvægt sé að gera breytingar á innviðum samfélagsins til þess að gefa fólki kost á að stunda heilbrigt líferni í daglegu amstri. „Það er fjöldamargt sem hægt er að gera. Þetta er ekki spurning um hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Fyrst og fremst þarf rétta innviði til þess að fólk geti lifað heilbrigðu lífi. Þjóðverjar fóru ekki að framleiða sportbíla fyrr en þeir voru búnir að leggja hraðbrautir.“ Hann bætir við að það sé ekki einungis á ábyrgð borgaryfirvalda að gera breytingar heldur skipti einnig miklu máli hvernig einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki hegða sér og bregðast við. „Í fyrsta lagi veldur heilbrigð- isvandi miklum kostnaði. Fjárfest- ing í hverjum kílómetra af hjólreiða- stíg léttir fjárfestingarþörf til hvers kílómetra af gatnakerfi, sem er til að mynda miklu dýrara. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin segir okkur að mataræði sé stærsti áhættu- þátturinn okkar og fast á hæla þess kemur hreyfing- arleysi. Það eitt og sér er orðinn gríðarlega stór þáttur í mörgum lífs- stílstengdum sjúkdómum og veldur, burtséð frá heilbrigði, miklum kostnaði fyrir samfélagið. Þá þurfa fyrirtæki að gera starfsmönnum sínum mögu- legt að kom- ast til og frá vinnu án þess að nota einkabíl, t.d. með því að hafa að- stöðu til fataskipta, sturtuaðstöðu og læsta hjólageymslu. Einnig þekkist víða að styðjast við umbun- arkerfi fyrir þá sem bæta heilsuna og koma gangandi eða hjólandi til vinnu. Erlendis eru fyrirtæki oft með skattaafsláttarkerfi þar sem starfsmenn geta keypt hjól skatt- frjálst í gegnum vinnuveitanda.“ Viðeigandi styrktaraðila, takk Guðmundur segir jafnframt að fé- lagasamtök, og þá sérstaklega íþróttafélög, þurfi einnig að leggja sitt af mörkum. „Það er furðulega algengt að gert sé ráð fyrir að mætt sé á bíl á æfingu. Þá þurfa íþrótta- félög einnig að huga að hjóla- geymslum. Hér í Reykjavík er mjög algengt að góðum reiðhjólum sé stolið. Íþróttafélög mættu líka taka til endurskoðunar að vera með sjálf- sala sem selja sykrað gos og sæl- gæti, selja frekar eitthvað sem stendur þeim nær. Sama gildir um styrktaraðila sem þau velja sér. Pepsi-deildin er ágætis dæmi. Mér finnst það ekki samræmast ímynd og hlutverki íþróttafélaga að velja sér styrktaraðila sem samræmast ekki betur lýðheilsuhlutverki þeirra.“ Þá er einnig ljóst að einstaklingar geta gert mikið til að stuðla að eigin heilbrigði og Guðmundur bendir á að ekki þurfi kort í tækjasal til. „Litlir hlutir eins og að standa reglulega upp í vinnunni, labba að- eins lengri leið að kaffivélinni, leggja ekki alveg upp við kjörbúð- ina, geta skilað miklu. Við skyldum ekki vanmeta þessa daglegu hreyf- ingu.“ Íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki hvað lýðheilsu varðar. Morgunblaðið/Golli MEÐALÆVILÍKUR ÍSLENDINGA ERU MEÐAL ÞESS HÆSTA SEM FINNST Í VESTUR-EVRÓPU. LÍFSSTÍLSSJÚKDÓMAR VERÐA ÞÓ Æ ALGENGARI OG GUÐ- MUNDUR LÖVE, FRAMKVÆMDASTJÓRI SÍBS, SEGIR SKAÐANN GETA NUMIÐ TUGUM EF EKKI HUNDRUÐUM MILLJARÐA Í TAPAÐRI LANDSFRAMLEIÐSLU. Áhættuþættir í heilbrigði Íslendinga árið 2010 Mataræði Ofþyngd Reykingar Háþrýstingur Starfstengd áhætta Hreyfingarleysi Há blóðfita Hár blóðsykur Áfengisnotkun Eiturlyfjanotkun 0 2000 4000 6000 8000 Heimild: Greinin ,,Úr hverju deyjum við?” í SÍBS-blaðinu 7.422 5.866 5.595 4.810 3.280 2.914 2.631 2.274 1.439 1.433 glötuð góð æviár * Slæmt mataræði er stærsti einstaki áhættuþátturinn aðbaki heildarsjúkdómsbyrði Íslendinga - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Þjóðmál HALLDÓR A. ÁSGEIRSSON haa@mbl.is „Reykjavík er heilsusamleg borg, já, ekki spurning. Loftgæði eru mikil í Reykjavík og hér er hreint og ómeðhöndlað neysluvatn, um- hverfisvæn hitaveita og gott skólpkerfi. Aðgengi að grænum útivistarsvæðum er einnig með ágætum. Þetta eru gríðarlega mikilvægir grunnþættir. Hin hliðin á þessu er svo hvort íbúar hafa kost á því að lifa heilsusamlegu lífi í daglegu amstri. Þar er mörgu ábótavant. Það er hins vegar ekki til nein töfralausn í þess- um efnum,“ segir Guð- mundur Kristján Jónsson, nemi í skipulagsfræðum við University of Waterloo. Hann flutti erindi á miðviku- dag á fundi á vegum umhverf- is- og skipulagsráðs Reykjavík- ur um loftslags- og lýðheilsumál. „Við getum ekki haldið áfram að saka einstaklinginn sjálfan um að velja sér ekki nógu heilbrigðan lífsstíl, heldur þarf líka að skapa grund- völl fyrir það að fólk geti valið sér heilbrigt líferni. Að bæta heilsu al- mennings, andlega og líkamlega, dregur sömuleiðs úr fjárþörf heil- brigðiskerfisins.“ Guðmundur segir að huga þurfi að ýmsu hvað lýðheilsu og skipulag varðar. „Þétting byggðar bjargar engu ein og sér. Það þarf líka að bæta almennings- samgöngur og reiðhjólamenningu og tryggja aðgang fólks að hollri matvöru og fjölbreyttri þjónustu innan íbúðahverfa til að draga úr þörf á daglegum akstri, svo fátt eitt sé nefnt. Það þarf heildræna nálgun á víðum grunni og mikil- vægast er að breyta viðhorfi fólks til borgarlífs með fræðslu og um- ræðu um skipulagsmál og áhrifin af borgarskipulagi á heilsu og líð- an okkar.“ ER REYKJAVÍK HEILSUSAMLEG BORG?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.