Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
* Ég skal viðurkenna það að ég hlakkaði tilþegar ég fór að sofa í gærkvöldi og vaknaðikátur í morgun. Þetta er mikill gleðidagur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í samtali við mbl.is
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
Eysteinn Aðalsteinsson hefurstaðið vaktina í FiskbúðSiglufjarðar við Ráðhústorgið
í áratugi og eiginkonan, Arnfinna
Björnsdóttir, alltaf kölluð Abbý,
verið honum til aðstoðar síðustu ell-
efu ár.
Boðið er upp á spriklandi ferskan
fisk alla daga í búðinni og heitan
mat í hádeginu. Sumir taka hann
með sér í bakka en aðrir borða með
hjónunum. Reyndar er gestkvæmt
allan daginn. „Karlarnir koma mikið
til að hitta Eystein en konurnar líta
frekar við á vinnustofunni hjá mér.
Það er stutt á milli, bara fjögur hús:
ég er við Aðalgötu 13 og hann 27,“
segir listakonan Abbý.
„Þetta er bara dútl núna miðað
við það sem var þegar við vorum
hér þrír og verkuðum meira að
segja og fluttum út saltfisk,“ segir
Eysteinn.
Hann fór að vinna í Fiskbúð Jósa
og Bödda árið 1977 með eigend-
unum, Jósafat Sigurðssyni og Birni
Þórðarsyni. Þeir seldu honum þriðj-
ung 1981 en fluttu báðir suður
tveimur árum síðar og nafni fyr-
irtækisins var breytt. Þá eignuðust
hlut Guðfinnur bróðir Eysteins og
Salman Kristjánsson, sem giftur er
frænku Abbýjar, en hjónin keyptu
þá út fyrir margt löngu.
Abbý vann á skrifstofum bæj-
arins í 37 ár, „en þegar ég stóð á
sextugu ákvað ég að hætta þótt ég
mætti vinna til sjötugs og færði mig
yfir í fiskbúðina til að hjálpa Ey-
steini“.
Hann bauð á þessum árum alltaf
upp á plokkfisk á fimmtudögum og
svið með rófustöppu á föstudögum.
„Karlar sem voru einir á báti og
nenntu ekki að elda komu margir
og keyptu mat,“ segir Abbý. „Versl-
un í nágrenninu seldi heitan mat í
hádeginu alla daga en þegar henni
var lokað komu karlarnir til Ey-
steins og spurðu hvort hann gæti
ekki selt hádegismat oftar, og eftir
að ég hætti hjá bænum, 2003, elda
ég alltaf í hádeginu virka daga:
venjulegan heimilismat sem karl-
arnir vildu.“
Pláss er fyrir tíu í eldhús-
króknum inn af fiskbúðinni auk
hjónanna: „Karlarnir segja að
stemningin sé öðru vísi en á veit-
ingastöðum. Þeim finnst þetta eins
og í káetunum á sjónum í gamla
daga!“ Abbý segist passa sig á að
elda ekki of mikið. „Ég geri ráð fyr-
ir 15 manns á dag. Okkur finnst við
vera að gera körlunum greiða.
Fastagestirnir eru færri en áður því
þeir hafa auðvitað týnt tölunni en
alla daga kemur einhver.“
Síðustu misseri koma afkomendur
hjónanna og annað skyldfólk reglu-
lega í mat. „Eftir að [listakonan]
Aðalheiður dóttir okkar keypti Al-
þýðuhúsið og flutti vinnustofuna
sína hingað til Siglufjarðar er fjöl-
skyldan hér reglulega og borðar þá
auðvitað með okkur.“
Abbý er orðin 72 ára og Eysteinn
árinu eldri en þau halda ótrauð
áfram. „Það er gaman að halda
þessu gangandi. Einhvern tíma
kemur að því að við drögum í land
en ég ýti ekki á minn mann að
hætta því hann hefur svo mikinn fé-
lagsskap af þessu. Það er rennerí
allan daginn af mönnum sem koma
og fá sér kaffibolla og kjafta. Það er
gott að geta farið þarna niður eftir
á morgnana og verið kominn heim
klukkan hálfsjö á kvöldin. Við erum
með lokað á milli eitt og tvö, þá
erindast maður í bænum og ég fer
svo á vinnustofuna klukkan tvö og
Eysteinn sækir mig klukkan sex.“
Þegar fólki fækkaði í bænum
varð minna að gera í fiskbúðinni en
undanfarin ár hefur leiðin legið upp
á við á ný, ekki síst vegna fjölgunar
ferðamanna. „Fólk þyrpist hingað,
sérstaklega á sumrin, og útlend-
ingar kaupa til dæmis mjög mikið
af ferskum fiski, fara suður á tjald-
stæði og elda. Það er ekki amalegt,“
segir Eysteinn.
SIGLUFJÖRÐUR
Fiskur og
félagsskapur
AUK ÞESS AÐ GEGNA ÞVÍ AUGLJÓSA HLUTVERKI SEM
NAFNIÐ GEFUR TIL KYNNA ER FISKBÚÐ SIGLUFJARÐAR
ÓFORMLEG FÉLAGSMIÐSTÖÐ. ÞAR KOMA MARGIR
DAGLEGA TIL AÐ FÁ SÉR KAFFISOPA OG RÆÐA MÁLIN.
Hjónin Arnfinna Björnsdóttir, Abbý, og Eysteinn Aðalsteinsson standa vaktina í Fiskbúð Siglufjarðar.
Eysteinn kaupir fisk beint af
bátunum, sækir hann þegar
sjóararnir koma í land og
verkar sjálfur. „Hér er enginn
milliliður og ekki keyptur auka
starfskraftur. Matreiðslu-
meistarinn er meira að segja
launalaus – en fær reyndar
fæði og húsnæði!“ segir Abbý
og hlær. Hún sér um að elda.
„Við höfðum gaman af því
að sjá frétt í Akureyr-
arblaðinu í vikunni þar sem
sagt var frá því að fisk-
verð í Fiskbúð Siglu-
fjarðar væri það lægsta á
landinu.“
SAMSTARF
Kokkurinn
launalaus!
Abbý býður upp á hversdags-
legan heimilismat í hádeginu.
UM ALLT LAND
FJARÐABYGGÐ
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur að lítið
húsnæði heilsugæslu sveitarfélagsins á
Reyðarfirði sé farið að há starfseminni og
við verði að bregðast sem fyrst. Með vísan
til viljayfirlýsingar HSA og Fjarðabyggðar
frá 28. júní 2013 skorar bæjarráð á
ðherra að stækkun húsnæðisiheilbrigðisrá ns verði flýtt sem kostur er.
HORNAFJ
Áform eru u
Á
NNAEYJAR
enn sé ár eftir af
mannaeyjabæjar
fyrir áramót. Fjölskyldu- o
tekist vel en vegna álits sa
EYJAFJARÐARSVEIT
Kvenfélagið Hjálpin varð 100 ára á dögunum. Af því tilefni er sveitungum og
velunnurum, sérstaklega íbúum Saurbæjarhrepps hins forna og fyrrverandi
l unaborg
sum 100 árum eins og í s
eða á hestum. Boð vo
með ákveðnu skipulagi á milli bæja og voru kirk
ðtil að koma bo um áleiðis og ræða tiltekin mál,“ segir
DALABYGGÐ
amhljóða
að selja
é Dalabyggðar
ðuriðjunni
fsdal ehf. í
Búðardal til Daða Einarss rir hluthafar
hafa fengið sambærilegt ti og setti Daði það
skilyrði fyrir kaupum að a hluthafar samþykktu
sölu hlutabréfanna. Félagið framleiðir húsdýrafóður.
Rekstur þess hefur stefnt en kaupan
fyrirhugar töluverða uppb