Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
Ferðalög og flakk
Þ
að er mjög áhrifaríkt að ganga þessa
leið og útilokað að lýsa því með orð-
um hvernig það er að standa á tindi
Kala Patthar umkringdur hæstu fjöll-
um í heimi. Hvorki ljósmyndir né myndbönd
geta komið þeirri tilfinningu til skila. Maður
verður að upplifa þetta sjálfur.“
Þetta segja Bára Agnes Ketilsdóttir og Örn
Gunnarsson, félagar í fjallgönguhópnum
Toppförum, sem gengu fyrir skemmstu upp í
grunnbúðir Mount Everest, sem eru í 5.364
metra hæð yfir sjávarmáli, og á tind fjallsins
Kala Patthar, sem er í 5.643 metra hæð. Með-
al fjalla sem ber þarna við himin eru, auk
Everest, Amadablan, sem Bára og Örn eru
sammála um að sé fallegasta fjall sem þau
hafi séð með berum augum, og Pumori, þar
sem þrír Íslendingar hafa týnt lífi, Þorsteinn
Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson 1988 og
Ari Gunnarsson 1991.
Blessuð sé minning þeirra.
Átján manns fóru í ferðina sem tók átján
daga, þar af var gengið í tólf daga. Lent var á
flugvellinum í Lukla í Nepal, sem kenndur er
við fyrstu mennina sem komust á tind Eve-
rest, Tenzing Norgay og Edmund Hillary, en
hann er sagður hættulegasti flugvöllur í
heimi. Allt gekk að óskum og lagt var upp frá
Lukla.
Framar björtustu vonum
Hópurinn undirbjó sig vel og Bára kveðst
meðal annars hafa lesið sér til um leiðina sem
sé nauðsynlegt til að fá sem mest út úr göng-
unni. Þau Örn eru sammála um að gangan
hafi farið fram úr björtustu vonum. „Leiðin er
bæði ævintýralegri og fallegri en maður gerði
sér í hugarlund,“ segir Örn.
Á leið sinni upp Everest kom hópurinn í
fjölmörg þorp og gömlu grunnbúðirnar í Go-
rashep. Hörmulegt slys varð í hlíðum Everest
í apríl síðastliðnum sem kostaði fjölda manns
lífið. Bára og Örn segja slysið hafa verið ís-
lenska hópnum ofarlega í huga enda gömul
saga og ný að fjallganga sé ekki áhættulaus
íþrótt.
Yfirleitt leggja menn til atlögu við tind
Everest á vorin enda eru skilyrði til göngu þá
betri, snjórinn til að mynda þéttari. Veðrið
mun þó oftar en ekki vera betra á haustin.
„Það var heiðskírt alla dagana sem við vorum
þarna, hlýtt á daginn en ískalt á nóttunni,“
segir Bára.
Gist var í skálum en frost var eigi að síður
fimm gráður á nóttunni. Héla á rúðum og
svefnpokum líka. Bára og Örn segja íslensku
ullina hafa komið í góðar þarfir og raunar sé
ekki verandi á þessum slóðum án hennar. All-
tént ekki fyrir óvana.
Engir vegir eru þegar komið er upp í Hi-
malajafjöllin og fyrir vikið engir bílar. Notast
þarf við jakuxa, asna eða burðarmenn til að
bera búnað og vistir milli náttstaða.
Þrír leiðsögumenn, betur þekktir sem
sherpar, voru með Toppförum og níu burð-
armenn. Bára og Örn ljúka lofsorði á þá.
Ótrúlegt sé að fylgjast með burðarmönnunum
sem flestir eru lágvaxnir og grannir en víla
ekki fyrir sér að bera þungar byrðar, jafnvel
hálfa aðra líkamsþyngd sína. Báru og Erni
kemur ekki á óvart að starfsævi þessara
manna sé að jafnaði ekki lengri en fimmtán ár
og lífslíkur karla á þessum slóðum ekki nema
53 ár. „Við létum burðarmennina okkar ekki
bera mikla byrðar en sáum ótrúlegustu hluti á
leiðinni, sumir hverjir voru meira að segja
með spónaplötur og bárujárnsplötur á bakinu.
Það er ekki furða að þessir menn slíti sér
hratt út,“ segir Örn.
Mikil fátækt er í þorpunum og Bára og Örn
undruðust hversu illa sherparnir og burð-
armennirnir voru búnir. Skótau þeirra hafi til
að mynda verið afskaplega hrörlegt. Allir áttu
þeir þó síma. „Það þýðir víst ekkert að gefa
þeim búnað, þeir selja hann bara,“ segir Bára.
Umdeilt hvað veldur fjallaveiki
Háfjallaveiki lætur gjarnan á sér kræla á leið-
inni upp í grunnbúðir Everest og Toppfarar
fóru ekki varhluta af því. „Þetta var erfiðara
en ég bjóst við. Ég fann fyrir þunna loftinu en
veiktist ekki nema einu sinni, síðasta klukku-
tímann á leiðinni upp í grunnbúðirnar. Kastaði
þá þrisvar upp,“ segir Örn en Bára slapp við
háfjallaveikina.
Þunna loftið fer misjafnlega í fólk en súr-
efnið í grunnbúðunum er ekki nema helm-
ingur af því sem við eigum að venjast við
sjávarmál. „Maður heyrir gjarnan talað um að
miðaldra konur og jafnvel fólk sem reykir þoli
þunna háfjallaloftið betur en íþróttafólkið en
við drögum þetta í efa,“ segja Bára og Örn.
Enginn Toppfara þurfti frá að hverfa vegna
háfjallaveiki en hópurinn mætti þónokkrum
ferðamönnum sem urðu að játa sig sigraða.
Þeir voru ýmist fluttir niður fjallið á ösnum
eða þyrla kom og sótti þá. Það mun vera dýrt
spaug.
Mikilvægt er að fylgja hæðaraðlögunar-
áætlun vandlega á leiðinni, þannig ætti fólk að
komast hjá því að veikjast. „Það er lykilatriði
að ætla sér ekki um of. Menn í góðu formi
eiga til að vanmeta aðstæður, fara of geyst og
verða veikir fyrir vikið,“ segir Örn. „Það þýðir
ekkert að ganga hratt, þá lenda menn bara á
ÞREKRAUNIR Í ÞUNNA LOFTINU
Útilokað að lýsa
með orðum
FÉLAGAR Í FJALLGÖNGUKLÚBBNUM TOPPFÖRUM GENGU NÝVERIÐ UPP Í
GRUNNBÚÐIR MOUNT EVEREST OG Á KALA PATTHAR Í HIMALAJAFJÖLL-
UNUM. TVEIR TOPPFARA, BÁRA AGNES KETILSDÓTTIR OG ÖRN GUNN-
ARSSON, DEILDU FERÐASÖGUNNI MEÐ SUNNUDAGSBLAÐINU.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
* Það þýðir ekkert aðganga hratt, þá lendamenn bara á vegg. Ætli
menn að gera þetta án
þess að þeim líði illa verða
þeir að fylgja áætluninni.
Fjallgönguklúbburinn Toppfarar var stofn-
aður fyrir tæpum átta árum. Mest er
gengið hér heima en Himalajaferðin er
fjórða utanlandsferð hópsins. Allt mjög
ólíkar ferðir.
Fyrst var gengið hringinn kringum
Hvítfjall (Mont Blanc), hæsta fjall Alpanna
og Vestur-Evrópu en það er á landamær-
um Frakklands og Ítalíu. „Markmiðið
með utanlandsferðunum er að kynnast
flottustu gönguleiðum í heimi af eigin
raun og fyrir vikið var tilvalið að byrja
þarna,“ segir Örn.
Næst var farið í stóra ferð á inkaslóð-
irnar í Perú og þar fór hópurinn mest í
5.822 metra hæð. Bára og Örn segja það
einnig hafa verið frábæra ferð og draumi
líkast að koma á þær sögufrægu slóðir.
Þriðja ferðin var farin til Slóveníu, í
austasta hluta evrópsku alpanna. „Það
var styttri ferð en alveg jafnmerkileg og
hinar,“ segir Örn. „Slóvenía er mjög fal-
legt land og margar skemmtilegar göngu-
leiðir þar að finna. Það er mikil göngu-
menning í Austur-Evrópu og ekki
óalgengt að sjá þrjá ættliði saman á
göngu í fjöllunum. Slóvenía kom mjög
þægilega á óvart.“
Gönguleiðin kom verulega á óvart. Var mun fallegri, fjölbreyttari og erfiðari en hópurinn bjóst við.
Hvítfjall, inkaslóðir og Slóvenía
Arnar Þorsteinsson og Jóhanna Fríða Dalkvist tefla í grunnbúðum Everest.
Tefldu í grunnbúðum Everest
Einn Toppfara er Arnar Þorsteinsson, skák-
maður og námsráðgjafi, og mátti hann vita-
skuld til með að taka skák í grunnbúðum
Everest.
„Ég fékk hugmyndina þegar ég gekk á
Mont Blanc fyrir tveimur árum og sendi fé-
lögum mínum í skák- og menningarfélaginu
Mátum smá kveðju. Sá mikli meistari Jón
Árni Jónsson lánaði mér ferðataflsett sem
gefið var út í tilefni einvígis Fischers og
Spasskís 1972 og var ég fyrst að hugsa um
að rekast hugsanlega á Sherpa sem kynni að
tefla. Tefldi raunar við leiðsögumanninn
okkar á leiðinni upp. Þá kom upp úr dúrn-
um að í hópnum var nokkuð sterk skák-
kona, Jóhanna Fríða Dalkvist, sem vart
hafði tekið í skák síðan á helgarmótinu í
Flatey 1984 og þurfti sem sagt grunnbúðir
Everest til að draga hana aftur að skákborð-
inu, 30 árum síðar!“
Arnar segir þau hafa þurft að tefla nokk-
uð hratt enda aðstæður ekki heppilegar til
skákiðkunar, skítkalt og auk þess mikilvægt
að komast aftur í gömlu grunnbúðirnar í
Gorashep fyrir myrkur. „Annar leiðsögu-
manna okkar, hinn annars dagfarsprúði
Sam, gaf uppátækinu enda umsögnina: „You
are crazy!“ Skákin sjálf var svo sem eins og
hver önnur hraðskák en alveg ljóst að mað-
ur leggst ekki í mjög djúpar pælingar í slíkri
hæð. Og úrslitin; svoleiðis hversdagslegt
pjatt skiptir ekki máli í Himalaja-fjöllunum!“
Sherpaþorpin hanga utan í fjöllunum enda lítið
um láglendi í þessum djúpskornu dölum.