Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 22
*Járn og D-vítamín eru þau næringarefni sem helst þarfað huga að þegar ungbörnin fara að fá fasta fæðu. Móð-urmjólkin, sú fullkomna næring fyrir ungbarnið fyrstumánuðina, inniheldur ekki það mikið af þessum tveimurnæringarefnum að það dugi barninu eftir sex mánaðaaldur. Þess vegna er lögð áhersla á að barnið fái D-vítamíndropa frá tveggja vikna aldri og eins að það fái
nægilega járnríka fæðu þegar það byrjar að fá viðbót við
móðurmjólkina.
Járn og D-vítamín fyrir ungbörn
Mynd frá hefðbundnum tækjasal á líkamsræktarstöð. Rannsóknin var gerð í Portúgal en ekki á Íslandi en stöðvarnar þar eru svipað uppbyggðar og hérlendis.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þ
egar fer að kólna í veðri og dimma
úti fara fleiri inn í líkamsræktar-
stöðvarnar til að hreyfa sig og
hlaupa á hlaupabrettum frekar en
á gangstígum. Fyrir kuldaskræfur er það
auðvitað miklu betra en að hætta sprikl-
inu alveg. Ný rannsókn á loftinu á lík-
amsræktarstöðvum leiðir hinsvegar í ljós
að loftgæðin inni á hefðbundinni stöð eru
ekki alveg eins mikil og þau gætu verið,
segir í grein á vef New York Times.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða birt-
ar í næsta mánuði í ritinu Building and
Environment en rannsóknina gerðu vís-
indamenn við Háskólann í Lissabon í
Portúgal og Tækniháskólann í Delft í Hol-
landi. Þeir fylgdust með loftgæðum á lík-
amsræktarstöðvum á nokkrum stöðum í
Lissabon.
Þar eru flestar stöðvarnar þannig upp
byggðar að það er einn tækja- og lyft-
ingasalur og svo til hliðar margir minni
salir sem eru fyrir ýmsa leikfimitíma og
jóga. Þetta er einmitt algengasta upp-
bygging stöðva hérlendis.
Loftið á ellefu líkamsræktarstöðvum
var skoðað
Carla Ramos, nemi í framhaldsnámi við
Háskólann í Lissabon, fékk leyfi til að
setja loftgæðamæla í lyftingasali og
nokkra minni sali á ellefu líkamsræktar-
stöðvum. Mælingarnar fóru fram síðdegis
og fram á kvöld þegar stöðvarnar voru
hvað best sóttar.
Mælt var í um tvær klukkustundir á
hverjum stað og var verið að mæla al-
genga innimengun en kolsýringur, koltví-
sýringur, óson, ryk og ýmis efnasambönd
sem teppi, hreinsivörur, húsgögn eða
málning getur gefið frá sér, þar með talið
formaldehýð, var á meðal þess sem mælt
var.
Ennfremur var fleiri mælum komið fyrir
í þremur af stöðvunum sem mældu loft-
gæðin yfir allan daginn og á fleiri stöðum.
Niðurstöðurnar eru ekki uppörvandi. Í
heildina þá var mikið af ryki, formalde-
hýði og koltvísýringi í loftinu. Magnið fór
oftast yfir staðla sem eiga við loft innan-
dyra.
Rykagnirnar og efnasambönd á borð við
formaldehýð eru mesti mögulegi ógnvald-
urinn, segir Ramos. Þegar mikið er af
þessum efnum getur það ýtt undir astma
og önnur öndunarfæravandamál.
Koltvísýringur, þó hann sé ekki eitr-
aður, getur einnig valdið áhyggjum. Í
miklu magni getur hann valdið líkamlegri
þreytu og heilaþoku, sem er hvorugt
æskilegt í líkamsræktartíma þar sem fólk
er að taka vel á því.
Við æfingu fer loftið dýpra í lung-
un en í hvíld
Mikið magn koltvísýrings gefur líka til
kynna að loftræstingu sé ábótavant, sér-
staklega þegar gildin eru há yfir lengri
tíma, eins og gerðist í rannsókninni.
„Rannsóknin leiðir í ljós að það er slæmt
loft inni á líkamsræktarstöðvum,“ segir
Ramos. Ástæðan fyrir því að það er vont
að það sé slæmt loft þar inni er að fólk
er þar oftast að anda mjög djúpt og mik-
ið. „Þegar við æfum öndum við meira
magni í hverjum andardrætti og mest af
loftinu fer í gegnum munninn og því ekki
í gegnum náttúrulegu loftsíuna í nösunum.
Mengunarvaldarnir fara því dýpra inni í
lungun en þegar hvílt er,“ segir Ramos.
Hún segir þó að niðurstöðurnar ættu
ekki að letja neinn í að heimsækja lík-
amsræktarstöð. Engin stöðvanna í rann-
sókninni var með mælanleg gildi kolsýr-
ings sem er eitt hættulegasta efnið.
Niðurstöðurnar ættu samt að hvetja
meðvitaða iðkendur til að nota nefið. Ef
loftið á líkamsræktarstöðinni þinni lyktar
af efnum og er staðið, hugleiddu að ræða
við framkvæmdastjórann, segir Ramos.
Spyrðu um loftræstinguna og hvort búið
sé að mæla loftgæðin á stöðinni nýlega.
Líka getur verið vert að spyrja hvernig
hreinsiefni séu notuð á stöðinni og hvort
gólfin séu sópuð eða moppuð, en hið síð-
arnefnda minnkar meira ryk í loftinu, seg-
ir hún.
Sjálf mældi hún loftið á stöðinni sem
hún sækir, þó ótengt rannsókninni, og
bauð framkvæmdastjóranum nokkur góð
ráð til þess að minnka mengunarefnin
sem mældust. „Ég kýs að hreyfa mig inn-
andyra,“ segir hún og þá er eins gott að
loftið sé jafn heilnæmt og hreyfingin sjálf.
Á INNIÆFINGU LOSNAR FÓLK VIÐ KULDANN EN FÆR ÓVÆNTA GESTI Í STAÐINN
Slæmt loft á líkamsræktarstöðvum
PORTÚGÖLSK RANNSÓKN LEIÐIR Í LJÓS AÐ LOFTGÆÐUM ER OFTAR EN
EKKI ÁBÓTAVANT Á HEFÐBUNDNUM LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVUM. FÓLK
ÞARF AÐ VERA VAKANDI FYRIR ÞESSU VANDAMÁLI, SEM ER ÞÓ EKKI
NÓGU MIKIÐ TIL AÐ FÓLK EIGI AÐ HÆTTA INNIÆFINGUM.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Þegar fólk er að æfa andar það yfirleitt djúpt niður í lungun í gegnum munninn en ekki nefið og því
fer loftið ekki í gegnum náttúrulegu síuna í nösunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Margir lyfta lóðum inni.
* Niðurstöðurnar ættusamt að hvetja með-vitaða iðkendur til að
nota nefið. Ef loftið á lík-
amsræktarstöðinni þinni
lyktar af efnum og er
staðið, hugleiddu að ræða
við framkvæmdastjórann.
Heilsa og
hreyfing