Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 30
Matur og drykkir AFP AFP *Tískudrottningin Vivienne Westwood varaði ádögunum fólk við að borða unnar matvörur.Slíkur matur væri fitandi og ættu allir að borðalífrænan mat. Ummælin ollu ákveðnu fjaðra-foki, enda er lífrænn matur dýr og margir hafaþví ekki um annað að velja en unninn mat. Þeg-ar útvarpsstöð BBC innti hana eftir frekari út- skýringu á þessu, svaraði hún að fólk ætti bara að borða minna í staðinn. Lausnin er að borða minna G lútenlaust fæði hefur mikið verið í umræðunni und- anfarið en fæstir virðast átta sig á muninum á því að vera viðkvæmur fyrir glúteni og að hafa þarmasjúkdóm- inn seliak, en hingað til hefur aðeins verið notast við hugtakið „glútenóþol“ sem okkur finnst frekar villandi,“ segir Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og einn stofnandi Seliak og glútenó- þolssamtaka Íslands sem voru sett á laggirnar á haustmánuðum. Hún starfar hjá fyrirtækinu Mamma veit best ehf. sem flytur inn hágæða- heilsuvörur, matvæli, bætiefni, lífrænar sápur o.fl. „Ég er alls ekki að gera lítið úr þeim sem þola glúten illa án þess að hafa seliak, ég er sjálf ein af þeim. Hins vegar er mjög mikilvægt að fólk átti sig á muninum og gangist undir greiningu ef grunur leikur á um seliak-sjúkdóminn. Fáir eru greindir hér á landi og er talið að hann sé mjög vangreindur.“ Ösp þolir glúten illa og segir að henni líði miklu betur án þess. Hún segist hafa öðlast nýtt líf þeg- ar hún tók út glúten og mjólkurvörur. „Það virð- ist vera ótrúlega algengt að fólk bara sætti sig við að vera með meltingarvandamál og taki það sem sjálfsagðan fylgifisk þess að eldast eða sé orðið vant einkennunum. Hefur jafnvel haft þau mestalla ævi og heldur að þetta eigi að vera svona. Þarna er stór- kostleg brotalöm í okkar menningu og heilbrigðiskerfi. Það er ekk- ert eðlilegt við það að vera með krónísk meltingarvandamál. Við erum fæst alin upp við að spá í það hvaða áhrif maturinn hefur á líðan okkar eða að hlusta á líkamann og velja það sem okkur líður vel af. Við erum nefnilega öll ólík og ekkert eitt mataræði sem hentar öllum. Það verður hver og einn að finna út hvað hentar best. Sem betur fer vakna æ fleiri til vitundar um mátt matarins, lífsstílsins og mikilvægi þess að hafa heilbrigða þarmaflóru.“ Oft mikið vesen að fara út að borða á Íslandi Að sögn Aspar bjóða afar fáir veitingastaðir upp á glútenlausan mat og það er lítill skilningur á því að fólk með seliak-sjúkdóminn megi ekki fá örðu af glúteni. „Það er nefnilega ekki nóg að mat- urinn innihaldi ekki glútenkornin heldur má t.d. ekki nota áhöld sem hafa komist í snertingu við glúten. Auðvitað getur verið erfitt að passa upp á þetta í atvinnueldhúsum þar sem mikil pressa og hraði ríkir en það er mjög flott þegar staðir taka sig til og bjóða upp á glútenlaust. En því miður er oft vesen að fara út að borða á Íslandi,“ segir Ösp. „Það ættu auðvitað að vera sjálfsögð mannréttindi að geta farið út að borða óháð sérþörfum í mataræði. Veit- ingastaðir sem bjóða glútenlaust fæði verða síðan að vera með allt verklag á hreinu og allir starfsmenn meðvitaðir um krossmengun. Því miður veit ég um all- mörg dæmi þess að fólk hafi orðið veikt af mat sem framreiddur var glútenlaus. Í slíkum tilfellum hefur ekki verið passað upp á krossmengun í eldhúsframleiðslu. Þarna er brýn þörf á fræðslu og mikið rými til bætingar.“ Matur og matargerð er eitt helsta áhugamál Aspar og hefur verið það síðan hún man eftir sér. Hún er mikill sælkeri og legg- ur oft mikið á sig til þess að gera matinn bæði hollan og bragð- góðan. „Þar sem ég þoli illa bæði glúten og mjólkurvörur hef ég þurft að prófa mig mikið áfram í matargerð og ég hef sérstaklega gaman af því að þróa uppskriftir og breyta óhollum uppskriftum í hollar án þess að fórna bragðgæðum. Ég elda mikið og er alltaf að malla eitthvað gott og prófa nýjar aðferðir og uppskriftir,“ segir hún kát. Morgunblaðið/Árni Sæberg OFT MIKIÐ VESEN AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA HÉR Á LANDI Magavandamál þykja oft eðlileg NÆRINGAÞERAPISTINN ÖSP VIÐARSDÓTTIR TÓK Á DÖGUNUM ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ STOFNA SELIAK- OG GLÚTEN- ÓÞOLSSAMTÖK ÍSLANDS. HÚN SEGIR ÞAÐ ALLTOF ALGENGT AÐ FÓLK SÆTTI SIG VIÐ AÐ VERA MEÐ MELTING- ARVANDAMÁL EN SJÁLF ÖÐLAÐIST HÚN NÝTT LÍF MEÐ BREYTTU MATARÆÐI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Vöfflurnar eru einstaklega girnilegar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ösp gefur lesendum uppskrift að ljúffengum glútenlausum vöfflum og góðu meðlæti, að sjálfsögðu einnig glútenlaust. Ég ákvað að gefa uppskrift að vöfflum til að gefa dæmi um hversu einfalt get- ur verið að breyta uppskrift sem yf- irleitt inniheldur glúten í glútenlausa. Einnig vegna þess að glútenlaust vöffl- umix sem hægt er að kaupa í búðum inniheldur oft ýmis aukefni og er nán- ast næringarsnautt. Þessi uppskrift er ekki aðeins glútenlaus heldur stútfull af góðri næringu. Úr deiginu má auð- vitað líka baka skonsur. GLÚTENLAUSAR VÖFFLUR 6-8 vöfflur 6 egg 6 msk kókoshveiti 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk vanilluduft eða vanilludrop- ar 1 vel þroskaður banani 250 ml kalt vatn 1 msk kókosolía 1⁄4 tsk sjávarsalt Aðferð Þeytið eggin mjög vel, létt og ljós. Bræðið kókosolíuna með því að láta heitt vatn renna á krukkuna. Stappið bananann og bætið honum, ásamt restinni af innihaldinu, út í eggin og hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman. Hitið vöfflujárnið og bakið eins og venjulegar vöfflur. DÖÐLU- OG SALTKARA- MELLUSÓSA: 200 g döðlur 200 ml kókósmjólk smásjávarsalt (1⁄4 tsk) ½ tsk vanilluduft eða -dropar Aðferð Ef döðlurnar eru harðar er gott að leggja þær í bleyti yfir nótt til að mýkja þær. Setjið döðlur, kókosmjólk, salt og vanillu í blandara og látið ganga þar til úr er orðið ljósbrúnt mauk. Gott að skafa niður með hliðum blandarans reglulega og halda svo áfram að blanda til að losna við alla kekki. Ef blandarinn er kraftlaus gæti þurft meiri kókosmjólk. KÓKÓSÞEYTTUR RJÓMI Þessi verður aldrei eins og venjulegur rjómi en er ljómandi bragðgóður staðgengill. 1 dós kókosmjólk eða kókosrjómi með engum aukaefnum (mjólkin þarf að skilja sig í dósinni og má því ekki innihalda nein leysiefni) ½ tsk xanthan gum (má sleppa en áferðin verður betri) smávanilla og 23 dropar af stevíu ef vill Aðferð Geymið kókosmjólkurdósina í kæli- skáp í a.m.k. 8 klst. Opnið dósina, hellið vökvanum frá og notið bara þykka hlutann (kókosrjómann) sem hefur sest til. Ef þið hafið tök á er best að stinga hrærivélarskálinni inn í frysti og hafa hana vel kalda fyrir þeyt- ingu. Þeytið kókosrjómann í hærivél (ásamt xanthan gum, vanillu og stevíu ef þið viljið) í 23 mínútur eða þar til hann er léttur og glansandi. Ekki búast við rjómaáferð, kókósrjóminn mun ekki margfalda um- fang sitt eins og venjulegur rjómi. Glútenlausar vöfflur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.