Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 32
1 poki af kúskús, mat-
reitt eftir leiðbeiningum
og veljið krydd eftir
smekk
10 stk. rósakál
2 msk. sojasósa
5 msk. grænt pestó
5 msk. ristuð sesamfræ
5 msk. ristuð sólbló-
mafræ
5 msk. rúsínur, steiktar á
pönnu upp úr hvítlauks-
olíu
smávegis af hvítlauksolíu
10 sólþurrkaðir tómatar
í olíu, smátt skornir
6 msk. hvítlauksolía,
heimagerð eða Potta-
galdrar
2 lófafylli af fersku spí-
nati
Hitið bakarofn í 200°C.
Setjið rósakál í pott og vatn
sem fer rétt yfir, þegar vatnið
fer að sjóða takið þá rósakálið
úr því og notið vatnið til að
sjóða kúskúsið en passið að
magnið sé rétt, takið af vatn-
inu eftir því sem við á. Skerið
rósakál í tvennt og makið það
upp úr olíu. Hellið sojasósu yf-
ir það og setjið inn í ofn og
bakið það í u.þ.b. 20 mínútur.
Ristið fræin stutt á heitri
pönnu og bætið 1 msk. af
sojasósu saman við. Þegar
fræin fara að ristast; steikið þá
rúsínur á þurri heitri pönnu í 5
mín. og bætið svo hvítlauks-
olíu saman við í lokin. Blandið
öllu hráefni saman við kúskús-
ið með gaffli og borðið með
kotasælukurli.
Kúskús
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
Matur og drykkir
Þ
að má segja að þetta hafi verið kraftmikill og næringarríkur há-
degisverður með ýmsu á boðstólum,“ segir Hanna Hlíf mynd-
listarkona sem bauð samstarfskonum sínum í galleríinu Skúma-
skoti heim í ljúffengan hádegisverð. Auk þess sem Hanna Hlíf
lét til sín taka í matargerðinni lögðu fleiri í púkk svo að útkoman var
réttir með fjölbreyttu ívafi.
Vinkonuhópurinn stofnaði í sumar galleríið, sem stendur við Lauga-
veg. Þar er íslensk hönnun á boðstólum en allar hanna þær og skapa
á ólíkum sviðum; textíl, myndlist, leirlist, fatahönnun og fleiru, og borð-
hald dagsins bar listrænum taugum kvennanna vitni og var einkar fag-
urt fyrir augað. Þær komust þó ekki allar í hádegisverðinn en alls eru
þær níu.
„Við þekktumst ekki allar fyrir en smullum
saman og úr varð dásamlegur hópur, það var
því líka óvæntur bónus að eignast þessar vin-
konur,“ segir Hanna Hlíf en þótt þær hafi
ekki allar áhuga á matargerð finnst þeim
mjög gaman að koma saman og borða.
Hanna Hlíf er mjög dugleg að bjóða heim
í mat og ræktar áhuga sinn á matargerð á
öllum sviðum. Hún heldur meðal annars ind-
versk matreiðslunámskeið reglulega heima hjá sér en sjálf er hún búin
að vera grænmetisæta í ein þrjátíu ár. „Ég er að auki mikil áhuga-
manneskja um að hamla gegn sóun matar og vil nýta allt sem hægt er
að nýta – það er oft lítið að marka dagsetningar matvæla, þær eru of-
metnar,“ segir Hanna Hlíf en eins og sjá má á uppskriftunum hennar
passar hún að tína til ýmislegt úr skápunum, svo sem nokkurra daga
gamalt brauð.
Hvað finnst Hönnu Hlíf mikilvægt að hafa í huga þegar hún býður
heim í mat?
„Að hafa nóg af öllu, það er glatað að vera ekki með nóg ofan í
gesti sína. Þá reyni ég að vinna aðeins fram í tímann svo að ég geti
notið þess að vera með gestunum, það er langskemmtilegast svo maður
sé hluti af boðinu og missi ekki af neinum samræðum.“
BJART OG FALLEGT HÁDEGISVERÐARBOÐ
Kraftmikill
hádegisverður
* Dagsetn-ingarmatvæla eru
ofmetnar
HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR BAUÐ SAMSTARFSKONUM
SÍNUM HEIM OG ÞÆR SNÆDDU SAMAN LJÚFFENGAN
HÁDEGISVERÐ.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
1 lítill eða ½ með-
alstór blómkálshaus,
saxaður
1 laukur, saxaður
1 dós fiturík kók-
osmjólk
1 grænmetisteningur
1 til 1 og ½ tsk. tazza
mazala frá Potta-
göldrum
1 og ½ tsk. turmerik
1 tsk. tarragon
1 hvítlauksgeiri
2 msk. gráðostur
500 ml rjómi eða
matreiðslurjómi
100-200 ml mjólk
Steikið laukinn þar til hann er glær, bætið blómkáli saman við
og léttsteikið í um 5 mínútur. Bætið kókosmjólk saman við og
öllu kryddinu og að endingu rjómanum og mjólkinni og látið
sjóða við vægan hita í um 15-20 mínútur.
GRÆNKÁLSTOPPUR
1 búnt grænkál
3 msk. góð olía
1 msk. liquid smoke, fæst í Hagkaup
1 msk. sojasósa
Blandið olíu og liquid smoke saman, rífið grænkál af stilkum og
makið upp úr olíu, best að nota hendur, dreypið sojasósu yfir og
bakið í ofni í u.þ.b. 15 mín. við 200°C eða þar til kálið er nokk-
uð stökkt. Dreifið því yfir súpuna þegar hún er tilbúin og berið
fram.
Blómkálssúpa með
grænkálstoppi
Steikt brauð með sultutaui
diski og látið liggja í 2 klst. eða yfir
nótt. Steikið brauðið þá á pönnu
og sáldrið að lokum flórsykri yfir.
SULTUTAU
1 poki af frosnum berjum að
eigin vali, gott er að blanda
tegundum saman
sykur – jafn mikið magn og
berin eru þung
rifið hýði af 1 appelsínu
Sjóðið berin og sykur saman í
u.þ.b. 30 mínútur. Slökkvið á hit-
anum og rífið appelsínubörk út í og
hrærið saman. Setjið allt í góða
glerkrukku.
Hanna Hlíf bendir fólki á að henda
ekki brauði sem er orðið pínu hart
heldur nota það til dæmis í svona
uppskrift.
nokkrar sneiðar af 3-4 daga
gömlu brauði (eða eldra)
1 bolli heilhveiti eða spelt
1 bolli mjólk
2 egg
1 tsk. lyftiduft
2 msk. vanillusykur eða 1 tsk.
vanilludropar og 2 msk. sykur
Setjið hveitið í skál og sláið mjólk
saman við, bætið eggjum út í og af-
ganginum af þurrefnum. Dýfið
brauði í soppuna og komið fyrir á
1 dós kotasæla
1 hvítlauksgeiri, rifinn
graslaukur eftir smekk, sax-
aður
gúrka eftir smekk, smátt skor-
in
Blandið öllu saman í skál og
geymið í kæli þar til blandan er
borin fram með brauðinu og sultu-
tauinu sem og kúskúsinu.
Kotasælukurl