Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Græjur og tækni Starfsmenn Cranfield-háskóla í Bretlandi vinna nú að því að hanna hugbúnað til að koma í veg fyrir að hægt verði að gera tölvu- árásir á flugvélar. Ætlunin er að hugbún- aðurinn geti greint tafarlaust þegar reynt er að eiga við stjórnkerfi vélarinnar að utan. Afstýra tölvuárásum á flugvélar N iðurstöður nýrrar og umfangsmikillar rann- sóknar hafa leitt í ljós að ofbeldi í tölvu- leikjum og kvikmyndum leiðir ekki til aukins ofbeldis í raunveruleik- anum. Þá hafa aðstandendur rann- sóknarinnar jafnframt dregið í efa þá aðferðafræði sem beitt hefur verið í fyrri rannsóknum enda hafa þær iðulega einblínt á að finna orsakasamhengi milli skammtímasveiflna í tölfræði yfir ofbeldi og þeirrar árásarkenndu hegðunar sem oft blasir við á skjám. Niðurstöðurnar voru birtar í The Journal of Communication og fjallað er um þær í dagblaðinu The Guardian. Fyrri rannsóknir hæpnar Christopher Ferguson, sálfræð- ingur við Setson-háskóla í Flórída, leiddi tvær rannsóknir á áhrifum og birtingarmyndum ofbeldis í ýmsum miðlum. Í þeirri fyrri rannsakaði teymi Fergusons sam- band morðtíðni í Bandaríkjunum á árunum 1920-2005 og þess ofbeldis sem birtist almenningi í kvik- myndum á sama tímabili. Þótt vís- bendingar væru um að kvik- myndaofbeldi hefði leitt til meira ofbeldis á 6. áratugnum, snerist þessi þróun við á síðari áratugum 20. aldar. Á 10. áratugnum var of- beldi á skjá í öfugu hlutfalli við raunverulegt ofbeldi, svo dæmi sé tekið. Í seinni rannsókninni var tölvu- leikjaspilun borin saman við tíðni ofbeldis meðal ungmenna á und- anförnum 20 árum. Niðurstaðan var sú að spilun tölvuleikja sam- ræmdist færri ofbeldisglæpum í aldurshópnum 12-17 ára. Í rannsókninni var jafnframt hnykkt á því að ástæða væri til að draga niðurstöður fyrri rannsókna í efa, enda hefði í þeim nær ein- göngu verið stuðst við athuganir sem gerðar voru inni á rannsókn- arstofum. „Sú aðferð, sem beitt hefur verið í áranna rás, að kanna ofbeldishegðun með því að láta fólk horfa á stutt myndskeið af of- beldi og fela því svo að inna af hendi tiltekin verkefni, kann vel að hafa leitt af sér niðurstöður sem eiga sér enga eða litla stoð í raunveruleikanum utan við rann- sóknarstofur.“ Ofbeldi á rannsóknarstofum Ferguson skrifar jafnframt að um- deilanlegt sé hversu vel sé hægt að herma eftir þeirri upplifun að horfa á ofbeldisefni á rannsókn- arstofu. „Margar slíkar rannsóknir fela einungis í sér að fólki eru sýnd stutt myndskeið þar sem það greinir ofbeldi án nokkurs sam- hengis í frásögn, í stað þess að þau séu látin meðtaka heildstæða frásögn þar sem ofbeldi kemur fyrir. Þá er það ofbeldi eða sú árásarhneigð sem fylgir í kjölfarið jafnframt ekki eitthvað sem er hluti af raunverulegum aðstæðum heldur fer það fram á rannsókn- arstofu og ber jafnframt þess merki að vera samþykkt af þeim sem að rannsókninni standa, enda veita þeir bæði tækifæri og vett- vang þar sem hægt er að beita of- beldi.“ Tengsl raunverulegs ofbeldis og þess sem fram kemur á skjám í kvikmyndum og tölvuleikjum hafa verið afar umdeild síðan á 8. ára- tug síðustu aldar. Árið 1984 sam- þykkti breska þingið til að mynda löggjöf þess efnis að myndbönd þyrftu að hljóta opinbert sam- þykki áður en þau yrðu gefin út. Þetta leiddi til þess að fjöldi hryll- ingsmynda fékk ekki leyfi enda var þá óttast að slíkar myndir hefðu skaðleg áhrif á ungviði landsins. Síðan þá hafa fjöldamorð í Bandaríkjunum löngum verið tengd við tölvuleikjaspilun og of- beldiskvikmyndir. Því var haldið fram að Columbine-morðingjarnir, Eric Harris og Dylan Klebold, hefðu verið tölvuleikjafíklar og spilað leiki á borð við Doom. Þá er sagt að Anders Behring Brei- vik hafi undirbúið fjöldamorð sín með því að spila hernaðarleikinn Call of Duty. Í janúar 2013 fór Obama, Bandaríkjaforseti, fram á að áhrif ofbeldistölvuleikja yrðu rannsökuð í kjölfar þess að gerð var skotárás í skóla í Connecticut í desember 2012. Rangt vandamál til skoð- unar „Samfélög búa yfir takmörkuðum auðlindum til þess að helga þeim málstað að draga úr glæpum,“ sagði Ferguson í tilkynningu til fjölmiðla. „Hættan er að rangt vandamál, ofbeldi í afþreyingu, verði haft að leiðarljósi og beini athygli almennings frá því sem er raunverulegi vandinn, fátækt, menntun og geðheilsa og svo framvegis. Þessi rannsókn getur aðstoðað samfélagið við að ein- blína á þau málefni sem raunveru- legu máli skipta og forðast sið- ferðileg baráttumál með lítið praktískt gildi.“ Tölvuleikir hafðir fyrir rangri sök? LENGI HEFUR VERIÐ DEILT UM SKAÐLEG ÁHRIF TÖLVULEIKJA Á HUGARHEIM SPILARA. NÝ RANNSÓKN BENDIR TIL ÞESS AÐ TENGSL OFBELDIS Á SKJÁ OG RAUNVERULEGS OFBELDIS SÉU ENGIN. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Færst hefur í aukana að fullorðið fólk verji miklum tíma í tölvuleikjum og ljóst er að tölvuleikjaiðnaðurinn er ört vax- andi. Nýir tölvuleikir eru nú farnir að minna á kvikmyndir hvað varðar flókna söguþræði og mikið umfang. Morgunblaðið/Kristinn Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og bandarískur fjárfestingarsjóður hafa skrifað undir samning þess efnis að fjárfesta í sameiningu í Gangverki, framsæknu hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur nú að því að þróa nýja hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki í þjónustugeira með fólk í vaktavinnu. Nýju fjárfestarnir styðja við gerð og markaðssetningu lausnarinnar. Gangverk hefur þróað stafrænar vörur fyrir ýmis fyrirtæki, t.d. CBS Media í Bandaríkjunum, Símann, 365, Last.fm og fleiri, bæði á Íslandi og erlendis. Ekki hefur verið gefið upp hversu háa upphæð fjárfestarnir leggja til Gangverks. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, seg- ir aðkomu sjóðsins að fjárfesting- unni í Gangverki spennandi enda muni varan leysa ákveðinn vanda sem mörg þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir. Þá hafi sjóðurinn góða reynslu af fyrra samstarfi við Atla Þorbjörnsson sem var einn af stofn- endum og hugmyndasmiðum far- gjaldavefsins DoHop en Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins er jafnframt einn hluthafa hans. „Það er líka gaman að fara inn í fjárfestinguna með bandarískum fjárfesti, sér í lagi þar sem mark- aðssetning mun að mestu fara fram vestanhafs,“ segir Helga. Bandarískt fé í Gangverk NÝSKÖPUNARSJÓÐUR AT- VINNULÍFSINS OG BANDA- RÍSKUR FJÁRFESTINGAR- SJÓÐUR FJÁRFESTA Í SAMEININGU. Atli Þorbjörnsson, Helgi Hermannsson, Helga Valfells og Jenný Ruth Hrafns- dóttir skrifuðu undir viðskiptasamninginn í vikunni. Smáforritið Radar, sem góðgerðar- samtökin Samverjar í Bretlandi setti á laggir, hefur nú verið tekið af markaði. Markmiðið með appinu var að greina þegar athugasemdir fólks á sam- skiptavefnum Twitter bentu til þess að það væri í sjálfsvígshugleiðingum. Ætl- unin var að forritið notaði algóritma til þess að merkja tiltekin lykilorð og setn- ingar sem bentu til djúpstæðrar ang- istar viðkomandi notanda. Stuttu eftir að forritið var gert aðgengilegt bárust kvartanir þess efnis að þeim notendum sem glímdu við andlega erfiðleika liði eins og þeir væru ennþá berskjaldaðri fyrir tilstilli forritsins. Samverjar gáfu snögglega út afsökunarbeiðni og tóku forritið af markaði. Það kom upphaflega út í síðasta mánuði og var hannað til þess að merkja sérstaklega setningar á borð við „svo þreytt/ur á einverunni“, „ég hata mig“, „hjálpið mér“ og „þarfn- ast einhvers til að ræða við“. APPIÐ Gerði illt verra Samverja-appið þótti auka andleg óþægindi notenda þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.