Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 43
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Ónáttúruleg fegurð F egurðarstuðull samfélagsins hefur hækkað svo um munar með tilkomu myndvinnsluforritsins Photo- shop. Í nánast hverju einasta tímariti og auglýsingu eru ljósmyndir unnar og oft í svo miklum mæli að manneskjan verður óþekkjanleg. Með Photoshop er mittið grennt, fætur lengdir, húðin slétt, tennur hvíttaðar og svo framvegis. Við getum því mörg sammælst um að þetta sé farið svolítið úr böndunum og feg- urðarviðmiðin nánast ekki af þessum heimi, eða eins og ljós- myndarinn Peter Lindberg orðaði það, að fyrirsætur litu út eins og eins konar Marsbúar. Það er ómögulegt fyrir með- almanninn, sama hversu fullkominn hann er, að keppa við óeðlilega ásýnd unnu myndanna Gagnrýna ofunnar myndir Nokkrar af helstu stórstjörnum heims hafa mótmælt þess- ari þróun, bæði með því að gagnrýna opinberlega mynd- vinnslu á forsíðum tímarita eða neita því alfarið að myndir af þeim verði unnar með Photoshop. sigurborg@mbl.is L ady Gaga prýddi forsíðu tímaritsins Glam- our 2013. Í ræðu sinni á verðlaunaafhend- ingu Glamour-konu ársins gagnrýndi Lady Gaga myndirnar af sér og sagði for- síðumyndir tímarita, eins og myndina sem birtist af henni, hafa skaðleg áhrif á lesendur tímarits- ins. Hún sagði meðal annars að hún liti ekki svona út í raunveruleikanum, húðin væri of fullkomin og hárið of mjúkt. „Það telst til góðra frétta þegar þið skrifið um breytingar í tímaritum ykkar. En það sem ég vil sjá er breytingar á forsíðumynd- unum … Þegar forsíðurnar breytast, þá loks fer viðhorfið að breytast.“ L eikkonan Keira Knightley vakti athygli í vikunni þegar myndir af henni berbrjósta birtust í tímarit- inu Interview, en leikkonan samþykkti myndirnar með því skilyrði að þær yrðu ekki unnar eftir á. Knightley hefur áður gagnrýnt of-unnar myndir og greindi frá gremju sinni yfir því hvernig líkama hennar hefði gjarnan verið breytt í gegnum ferilinn, í myndaþátt- um og kynningarefni kvikmynda við tímaritið The Times. „Kvenlíkaminn er vígvöllur og tel ég að það sé að hluta til ljósmyndurum að kenna. Samfélagið tekur mikið mið af ljósmyndum, og því er erfiðara að gera sér grein fyrir ólíkri líkamslögun,“ sagði Knightley meðal annars. B rad Pitt var for- síðufyrirsæta febrúarheftis tímaritsins W árið 2009, þá 45 ára gamall. Brad vildi ekki að myndirnar af sér yrðu unnar því honum þótti það óeðlilegt. Chuck Close, ljósmynd- arinn sem myndaði Brad fyrir forsíðuna, sagði í yfirlýsingu: „Þú getur ekki verið ljóshærður lítill strákur að eilífu.“ O furfyrirsætan Lara Stone sem er eitt af andlitum tískuhússins Calvin Klein greindi frá því í viðtali við breska tímaritið Evening Standard í júní að henni hefði verið sagt upp fyrirsætustarfi, þá komin þrjá mánuði á leið með son sinn, vegna þess að kúnnanum þótti hún hafa bætt á sig. Lara, sem átti son sinn í desember á síðasta ári, birtist í vikunni á forsíðu og í myndaþætti tímaritsins System bæði í undirfötum og nakin. Ljósmyndarinn Juergen Teller tók myndirnar af Löru, sem eru algerlega óunnar. Þ að var árið 2003 sem ein frægasta photoshop- deilan kviknaði þegar Titanic-leikkonan Kate Winslet gagnrýndi opinberlega forsíðumynd af sér á breskri útgáfu tímaritsins GQ, þar sem lík- ama leikonunnar var breytt og hann grenntur. Kate hef- ur oft rætt um líkamsvirðingu í viðtölum og haldið því fram að konur þurfi ekki að vera grannar til þess að vera aðlaðandi. Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt ámarga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki ámorgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.