Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 49
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 lega í fremstu víglínu í þessu stríði í öll þessi 40 ár, nánast á hverjum einasta degi. Þetta er kjarni málsins og að- gerðirnar sem ég lýsi í þessari bók voru partur af þessu stríði. Ég tel að þær hafi verið fullkomlega rétt- lætanlegar út frá hvaða sjónarmiði sem litið er á málið, vegna þess að það skipti höfuðmáli að lýðræðis- ríkin á Vesturlöndum ynnu þetta stríð, en ekki einræðisríkin sem ráku kúgunarsamfélag í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum.“ Tvær fylkingar - Mörg undanfarin ár hefur þú ver- ið einn helsti talsmaður opinnar umræðu og opins samfélags þar sem allt er uppi á borðum. Áttu ekki von á því, eftir að bók þín kemur út og þú upplýsir allt þetta laumuspil, þar sem þú og Morg- unblaðið voruð í svo stóru hlut- verki svona lengi, að bókin kalli fram hörð viðbrögð og gagnrýni? „Það getur vel verið að ég verði gagnrýndur og ég geri engar at- hugasemdir við það. Ég sé ekkert athugavert við það að menn gagn- rýni mig fyrir það sem ég geri, segi eða skrifa. Það sem mér finnst skipta máli, hvað þetta varðar, af því að þú vísar til þeirra skoðana minna á seinni árum að við eigum að reka hér opið samfélag, er að ég er auðvitað með þessari bók að stuðla að því að þetta verði opið samfélag. Ég er að segja frá hlut- um sem gerðust hér fyrir hálfri öld í þessu litla þjóðfélagi okkar, sem sumir vinir mínir telja að ég eigi alls ekki að segja frá og hafi alls ekkert leyfi til þess að segja frá. En ég er segja frá þessu vegna þess að mér finnst það vera partur af því að skapa hér opið samfélag, að við gerum upp mál eins og kalda stríðið. Kalda stríðið hefur aldrei verið gert upp á Íslandi. Kalda stríðið skipti þessari þjóð upp í tvær gersamlega andstæðar fylkingar; það litaði allt samfélagið; það hafði áhrif á allt andrúmsloft í samfélaginu; það var ekkert skáld, enginn rithöfundur, enginn listmál- ari sem ekki var dæmdur frá sjón- arhorni kalda stríðsins, áratugum saman. Ég segi m.a. í þessari bók að ég telji að það geti vel komið til greina að það þurfi að endurskrifa bókmenntasögu okkar tíma vegna þess að skáld og rithöfundar sér- staklega fengu ekki að njóta sann- mælis vegna skoðana sinna, og það á við á báða bóga. Ég lít svo á að með þessari bók sé ég að leggja mitt af mörkum til þess að græða þau sár sem enn eru ógróin eftir þessi miklu átök.“ Morgunblaðið hafði á réttu að standa „Ég er að leggja spilin á borðið að svo miklu leyti sem ég þekki til mála, sem var auðvitað bara tak- markaður þáttur þessara átaka hér á Íslandi. Ég vona að það komi sambærilegt framlag hinum megin frá. Vegna þess að þó að það sé búið að sanna það að Morgunblaðið hafði rétt fyrir sér á þeim tíma um tengsl Sósíalistaflokksins við Sov- étríkin og Austur-Þýskaland, þá er ekki búið að segja frá því sem raunverulega gerðist. Það er mikil ósögð saga. Það er hins vegar spurning hvort þeir sem enn lifa úr þessum hópum sósíalista og komm- únista hafi nægilega þekkingu til þess að upplýsa það sem raunveru- lega gerðist.“ Styrmir vísar til þess í bók sinni að svona uppgjör hafi að hluta til farið fram í löndum eins og Noregi og Danmörku án þess að hafa vald- ið nokkru uppnámi. Í Noregi hafi þingkjörin nefnd verið skipuð til þess að fara yfir það sem gerðist þar í landi í kalda stríðinu. „M.a. af því tagi sem þú kallar laumuspil, sem ég tel nú ekki að sé það orð sem á að nota um þá starfsemi sem ég er að lýsa í þessari bók. Í danska þinginu var ákveðið að setja upp ákveðið rannsóknasetur um kalda stríðið í Danmörku. Í bók sem kom út á þessu ári og er afrakstur starfsemi þessa rann- sóknaseturs kemur fram að mjög sambærileg starfsemi fór fram í Danmörku í kalda stríðinu og ég er að lýsa í bók minni. Andófshópar sem starfað höfðu í Danmörku í heimsstyrjöldinni síðari komu til sögunnar í kalda stríðinu og fóru að fylgjast með starfsemi komm- únista í Danmörku. Þar var áber- andi hversu mikið ritstjórar danskra blaða komu við sögu hvað þetta „laumuspil“ varðar, eins og þú kýst að orða það.“ Morgunblaðið/Kristinn * Við erum orðnir svo gamlir og þrosk-aðir, að þótt það séu einhverjir vinaminna þeirrar skoðunar að ég eigi ekki að gefa þessa bók út og ég eigi ekki að segja frá þessu máli, þá hefur það engin áhrif á vináttu sem staðið hefur nánast alla ævi. Styrmir Gunnarsson, fyrr- verandi ritstjóri Morgun- blaðsins, er höfundur nýrrar bókar, Í köldu stríði. Eykon átti upptökin Það var Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, sem fékk Styrmi Gunnarsson, 23ja ára laganema, til þess að vera tengilið- ur við uppljóstrara sem var innan- búðar maður hjá Sósíalistafélagi Reykjavíkur og Æskulýðsfylking- unni, haustið 1961. Styrmir skrifaði leyniskýrslur um átökin hjá sósíal- ístum og kommúnistum í sjö ár, frá 1961 til 1968. Fjórum árum eftir að hann hóf að hitta uppljóstrarann reglulega var Styrmir ráðinn blaða- maður á Morgunblaðinu. Hér skrafa þeir Styrmir og Eykon saman í prentsmiðju Morgunblaðsins, Styrmir löngu orðinn ritstjóri og Eykon löngu hættur sem slíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.