Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 52
Ummæli álitsgjafa um Vigdísi Finnbogadóttur
„Svo fróð og gagnmenntuð og það endurspeglast í miklum
orðaforða og blæbrigðaríkri tjáningu.“
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum
nútímabókmenntum
„Með sitt sérstaka og mjúka „err-hljóð“ sem minnir
mig alltaf á mömmu mína. Mér hefur alltaf þótt hún
Vigdís tala framúrskarandi íslensku. Ef það hefur verið
til yfirstéttaríslenska þá er það íslenskan hennar!“
Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur
„Vigdís er í sérflokki.“
Lárus H. Bjarnason, rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð
„Velur lýsingarorð af kost-
gæfni og því verður mál henn-
ar mjög myndríkt og áheyrilegt.“
María Björk Kristjánsdóttir, fagstjóri ís-
lensku við Menntaskólann í Reykjavík
„Fáir hafa sýnt íslensku máli jafn mikinn áhuga
og virðingu.“
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur
Ummæli álitsgjafa um Þórarin Eldjárn
„Hann veitir manni trú á mannkynið, eða að minnsta
kosti framtíð íslenskrar tungu, og skyndilega hellist yfir
mann þörfin til að taka internetið úr sambandi, og setjast
niður með skinnhandrit af Njálu.“
Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona
„Einn af þeim sem geta komið hlutum frá sér á ein-
staklega skemmtilegan hátt.“
Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur
„Beitir tungumálinu á einstaklega ferskan
og lifandi hátt. Hann á auðvelt með að
setja orðin í skemmtilegt samhengi og
sjá þau í nýju ljósi.“
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leikhús-
ráðunautur hjá
Þjóðleikhúsinu
„Frumlegur
stílsnillingur
sem stendur þó
föstum fótum í hefð-
inni.“
Benóný Ægisson rithöf-
undur
„Mjög skapandi og
bregður á leik með málið af
svo mikilli andagift að fáir
leika það eftir.“
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í ís-
lenskri málfræði
ÞAU ALLRA BEST MÆLTU
Vigdís og Þórarinn báru af
FYRRVERANDI FORSETI ÍSLANDS, FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR, OG ÞÓRARINN ELDJÁRN RITHÖFUNDUR FENGU FLESTAR TILNEFNINGAR SEM
„BEST MÆLTU ÍSLENDINGARNIR“ HJÁ ÁLITSGJÖFUM SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS OG VORU HNÍFJÖFN AÐ ATKVÆÐUM.
Úttekt
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
D
agur íslenskrar tungu er haldinn
hátíðlegur um helgina, sunnu-
daginn 16. nóvember, en árið
1995 ákvað ríkisstjórn Íslands
að fæðingardagur Jónasar Hall-
grímssonar yrði dagur íslenskrar tungu. Af
því tilefni setti Sunnudagsblað Morgunblaðsins
sig í samband við rúmlega fimmtíu álitsgjafa
sem inntir voru eftir því hvaða Íslendinga
þeir teldu sérstaklega vel mælta á móður-
málið.
Álitsgjafar eiga það sameiginlegt að vinna
mikið, á einn eða annan hátt, með tungumálið
og voru þeir því meðal annars úr rithöfunda-
stéttinni, prófessorar í íslensku og bók-
menntum, íslenskukennarar og leikhúsfólk.
Spurningin sem borin var undir álitsgjafa
var eftirfarandi: „Hvaða Íslendingar finnst þér
tala eftirtektarvert gott mál eða hvaða Íslend-
ingar eru „best“ mæltir að þínu mati?“
Vissulega er slíkt huglægt mat hvers og
eins, hvað er að vera vel máli farinn eða tala
fallega íslensku, og var fólk beðið um að
meta það sjálft, hvort það væri vegna þess
að mál viðkomandi væri skapandi, hreint, fal-
legt eða hvaða þættir það væru sem gerðu
mál viðkomandi betra en annarra.
Um leið og Íslendingum er óskað til ham-
ingju með daginn eru álitsgjöfum færðar kær-
ar þakkir fyrir góðar undirtektir við beiðninni
en á næstu blaðsíðum má skoða helstu niður-
stöður úttektarinnar.
Best mæltu
Íslendingarnir
Í TILEFNI DAGS ÍSLENSKRAR TUNGU VAR ÞESS FARIÐ Á LEIT VIÐ
MÁLSMETANDI MENN OG KONUR AÐ ÞAU SEGÐU HVAÐA ÍS-
LENDINGAR VÆRU AÐ ÞEIRRA MATI VEL MÆLTIR. SÁ HÓPUR ER
FJÖLBREYTILEGUR EN ÞÓ BÁRU NOKKRIR AF OG URÐU FYRR-
VERANDI FORSETI ÍSLANDS, FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR, OG
ÞÓRARINN ELDJÁRN RITHÖFUNDUR HLUTSKÖRPUST.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg