Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 54
„Þeir eru margir núlifandi Íslendingar sem eru afar vel máli farnir, einkum þegar þeir taka upp pennann, en það er stór munur á rituðu máli og því talaða, kúnstin felst í því að tala góða íslensku án undirbúnings. Það kemur best í ljós þegar menn tala frá hjart- anu hversu vel mæltir þeir eru á móð- urmálinu,“ segir Kristín Marja Bald- ursdóttir. Hún segir nokkra einstaklinga sem hún hefur átt samskipti við eða starfað með koma upp í hugann. „Sennilega vegna þess að ég hef hlýtt þegjandi á málflutning þeirra á sínum tíma og minnst þess síðar hversu laglega þau beittu íslenskunni máli sínu til stuðnings,“ bætir rithöfundurinn við. „Vilborg Dagbjartsdóttir skáld sagði mér frá lífi sínu og störfum þegar við unn- um saman að bók um hana fyrir mörgum árum. Það var unun að hlýða á Vilborgu, bæði talaði hún góða og fallega íslensku, enda kennt móðurmálið í skólum jafnhliða skáldskapnum, en best var þegar hún fór á flug og sagði bæði frá því sára og því ljúfa í lífi sínu, þá varð mál hennar afar auðugt, skáldlegt en líka hnyttið.“ Kristín Marja nefnir einnig Pál Valsson, rithöfund og ritstjóra, sem var bæði útgef- andi og ritstjóri bóka hennar í nokkur ár. „Hann er góður íslenskumaður og það var í samtölum okkar fyrir margt löngu að ég tók eftir því hversu fágað mál hans var. Hann bjó yfir ríkum orðaforða og kunni að beita honum á skýran en samt látlausan og kurteislegan hátt þegar hann greindi og tal- aði um texta höfunda.“ Þá nefnir Kristín Marja Styrmi Gunn- arsson, fyrrverandi ristjóra Morgunblaðs- ins. „Styrmir þurfti stöku sinnum að setja ofan í við blaðamenn sem hann taldi að hefðu farið of geyst í blaðaskrifum. Þá átti hann það til að tala í stundarfjórðung án hlés, og varð aldrei fótaskortur á tungunni. Innihald umvandananna fór kannski fyrir of- an garð og neðan hjá mér en hins vegar fylgdist ég grannt með og dáðist að vönd- uðu máli ritstjórans og afar góðri málfræði- notkun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi ráðherra og borgarstjóri, vakti líka ætíð athygli mína þegar hún kom fram í fjöl- miðlum. Einkum fyrir það hversu skemmti- lega og áreynslulaust hún notaði hin ýmsu orðatiltæki þegar hún kom skoðunum sín- um á framfæri.“ Auk þess að taka ofan fyrir þessu fólki segist Kristín Marja þó mest dást að út- lendingum sem hafa lagt það á sig að læra það erfiða beygingamál sem íslenskan er. KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR Mál Vilborgar afar auðugt, skáldlegt og hnyttið „Í fljótu bragði sýndist mér lítið mál að benda á nokkra Íslendinga sem tala góða og vandaða íslensku enda hafa margir að mínu mati prýði- legt vald á íslenskri tungu. Málið vandaðist þegar ég fór að velta fyrir mér hvað í því felst að tala gott mál. Skiptir framburðurinn mestu máli eða orðfærið sem viðkomandi notar? Eða eru það kannski orðasmiðirnir sem eru best mæltir á ástkæra ylhýra móðurmálið,“ segir Gullveig Sæmundsdóttir, fyrrverandi rit- stjóri, sem ákvað þó að sá ætti kvölina sem á völina og tilnefndi fjóra Íslendinga sem henni þykja tala gott mál. „Kristinn R. Ólafsson talar góða og kjarnyrta íslensku. Hann er frjór og hugmyndaríkur og hefur auðgað íslenska tungu með skemmtilegum nýyrðum eins og Börsungur, fíkill og grænfriðungur sem hafa fest sig rækilega í sessi í tungumálinu.“ Gullveig tilgreinir þá Sigurlaugu Mar- gréti Jónasdóttur sem henni þykir hafa þægilega og skýra rödd, búa yfir fjölbreyttum orðaforða og auk þess eiga auðvelt með að ræða við fjölskrúðugan hóp viðmælenda á einfaldan og skýran hátt. „Davíð Oddsson er einstaklega orð- heppinn og á auðvelt með að leika sér með tungumálið. Honum tekst vel að fanga athygli fólks með hnyttnum og kaldhæðnum til- svörum. Katrín Jakobsdóttir er í senn skýrmælt og hefur fjölskrúðugan og lifandi orðaforða. Þegar ég hlusta á hana hef ég oft á tilfinningunni að það sé óhætt að taka mark á henni!“ GULLVEIG SÆMUNDSDÓTTIR Kristinn R. hefur auðgað íslenska tungu BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR Elsa María góð- ur orðasmiður „Tungutak Elsu Maríu Jakobsdóttur er lifandi og síbreytilegt og ég hef sérstaka aðdáun á fólki sem býr til ný orð áreynslu- laust og sísvona,“ segir Bryndís Björgvins- dóttir rithöfundur um fjölmiðlakonuna og núverandi nema í kvikmyndaleikstjórn en hún segir Elsu Maríu hafa smíðað mörg góð orð í gegnum tíðina sem síðan hafi verið tekin í umferð í vinahópi Bryndísar. „Í hversdagslegri samræðu við Elsu, um allt á milli tedrykkju til testósteróns, tekst henni alltaf að stinga inn alls konar nýjum og frumlegum orðum úr sinni eigin smiðju sem segja oft allt sem segja þarf um um- ræðuefnið.“ Bryndís nefnir einnig þann hóp af fólki sem tengist Nýhil. „Árið 2005 gaf Nýhil- hópurinn út ljóðabækur. Ég var mjög hrifin af mörgu sem ég sá þar; leikni með tungu- málið, leikgleði og óþol, tilraunagleði með texta og myndmál. Og á sama tíma voru margir sem tilheyrðu hópnum með svo góðan og víðfeðman orðaforða að mann langaði næstum því að standa upp og hlaupa í hringi af hrifningu.“ Að lokum nefnir Bryndís Valdimar Tr. Hafstein til sögunnar sem vel mæltan Ís- lending en Valdimar er þjóðfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. „Valdimar kenndi mér þjóðfræði. Hann er svo vel máli farinn að hann vakti einnig áhuga minn á skapandi og fræðilegum skrif- um. Hann vekur áhuga allra sem hlusta á hann eða lesa textana hans – og þá virðist litlu skipta hvert umræðuefnið er.“ 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Úttekt „Kári Stefánsson er mælskasti forstjóri landsins,“ segir Björgvin Guðmundsson, fyrr- verandi ritstjóri og eigandi KOM. „Ekki nóg með að hann tali rétt mál heldur notar hann sjaldgæf orð rétt. Hann er einn beittasti penni landsins, gríðarlega skarpur og hæðinn.“ Af öðru mælsku fólki nefnir Björgvin Ólínu Þor- varðardóttur og Jón Baldvin Hannibals- son. „Það vinnur með Ólínu hvað hún er skýr- mælt þannig að maður fær á tilfinninguna strax að hún tali gott íslenskt mál. Og þegar betur er að gáð þá á sú tilfinning rétt á sér. Hún hef- ur gott vald á íslensku og er sterk í líkingamáli. Fólk sem hefur þá fylgst lengi með pólitík man hvað það var skemmtilegt að hlusta á umræður á Alþingi þegar Davíð Oddsson, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Jón Baldvin Hannibalsson tókust á úr ræðustól. Allt sterkir íslenskumenn og hver með sinn stíl. Halldór Blöndal auðvitað líka og jafnvel átti Össur Skarphéðinsson góða spretti. En til að velja einn af þessum þá verð- ur Jón Baldvin fyrir valinu. Öryggi hans var mikið þegar kom að mæltu máli sem gerði það að verkum að trúverðugleikinn óx þótt efnið hafi ekki alltaf verið honum hliðstætt. Og allir þekkja að Jón Baldvin er úrvalspenni.“ Kári mælskasti forstjóri landsins BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMMÆLI NOKKURRA ÁLITSGJAFA … „Sá fyrsti sem mér kemur til hugar er Sölvi Sveinsson skólameistari. Framsaga hans er áberandi skýr, orðaforðinn ríkulegur og þekk- ing á málinu ljóslega mikil. Hann sýnir metnað í að vanda mál sitt,“ segir Róbert H. Haralds- son, prófessor í heimspeki. Auk Sölva koma Róberti fljótt í hug Bragi Valdimar Skúla- son Baggalútur og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Hann segir Braga Valdimar eiga auðvelt með að orða og kjarna hugsun sína um nútímafólk á nútímamáli og Vigdís Finnbogadóttir sameini mjög vel hátíð- legt og hversdagslegt mál. „Katrín Jakobsdóttir alþingismaður hef- ur þá greinilega mikla þekkingu á málinu og hefur tamið sér tungutak sem virðist ná vel til allra, jafnt unglinga sem hinna sem eldri eru. En sá Íslendingur sem ég tel að hafi mest vald á tungunni er Hannes Pétursson skáld. Það sést best á frábærum bókum hans en ég hef því miður sjaldan heyrt hann flytja mál sitt.“ RÓBERT H. HARALDSSON Hannes Péturs- son með mest vald á tungunni „Mér þykir mest um vert þegar ég hitti venjulegt, íslenskt alþýðufólk sem hefur yfir að ráða góðum orðaforða og er fært um að tjá hugsun sína á einfaldan og skýran hátt. Þannig hvet ég til dæmis fermingarbörnin mín til að tjá sig þegar við erum í djúpum samræðum og pælingum um trúarleg og sið- fræðileg efni og brýni fyrir þeim að segja hlutina á íslensku, að íslenskan eigi orð yfir HELGA SOFFÍA KONRÁÐSDÓTTIR Hlýja og virðing í orðum Guðrúnar Helgadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.