Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 55
„Margrét Pála Ólafsdóttir er einstaklega mælsk kona, hún hefur viðamikinn og fal- legan orðaforða, er snjöll og skapandi og fer oft óvæntar leiðir í notkun og samsetningu tungumálsins,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún segir Tyrfing Tyrfingsson leikskáld þá vera leiftrandi mælskan, hann þori að beygja og sveigja tungumálið og setji það oft- ar en ekki í nýtt samhengi. „Tungumálið verður að vera á hreyfingu og í stöðugri mótun og Tyrfingur er einn af þeim sem hafa hugrekki til að ögra viðteknum hugmyndum okkar um tungumálið.“ Að halda ræður blaðlaust er þá list sem Benedikt Erlingsson kann að mati Krist- ínar. „Benni er einn af þeim sem geta það áreynslulaust, hann er hugrakkur, fyndinn og hættulegur.“ KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR Benedikt Erl- ingsson hættu- legur ræðumaður „Það er alltaf unun að því að heyra Silju Aðalsteinsdóttur tala því hún fer sérlega fallega með málið, kann að taka utan um setningarnar og koma merkingu vel til skila; hún á sérlega auðvelt með að nota málið til að skýra hluti og segja frá á lifandi hátt,“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Þá nefnir hann einnig Svanhildi Ósk- arsdóttur, handritafræðing á Árnastofnun, sem snjallan upplesara, skýrmælta og eðli- lega. „Hún hefur skemmtilegan orðaforða sem hún notar af smekkvísi og glettni.“ Guðmundur Andri segir Brodda Broddason ekki aðeins hafa bestu útvarps- rödd landsins heldur sé hljómfallið þannig í lestri hans að auðvelt sé að trúa honum og jafnvel í smástund að Broddi sé boðberi góðra tíðinda. „Þorsteinn frá Hamri hefur fagurt tungutak og er orðvar maður: maður er líka í orðvari í grennd við hann, því að hvert orð sem hann segir hefur merkingu og skrumið og rausið sem dynur á manni alla daga nær ekki inn fyrir þann hjúp sem í kringum hann er.“ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Glettinn orða- forði handrita- fræðingsins STEFÁN PÁLSSON Lýtalausir brandarar Auðar Haralds „Einhvern veginn finnst mér ekki hægt að vera „vel mæltur“ nema hafa eitthvað að segja. Það hangir saman. Og að góð manneskja mæli. Hún þarf helst að vera drifin áfram af ástríðu og hugsjón, vilja öðrum vel og langa til að auka við heiminn af fegurð,“ segir rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir. Hún bætir við að til að mæla vel þurfi að brjóta reglur um það sem telst vel mælt. „Ekk- ert er leiðinlegra hér í heimi en orð sem hafa verið notuð áður – í þeirri sömu röð.“ Auður Ava segir ýmsa kollega sína meðal rithöfunda uppfylla ofangreind skilyrði, hins vegar sé sitthvað að vera skrifandi rithöfundur og talandi rithöfundur. „Án þess að hugsa mig um myndi ég hiklaust nefna Pétur Gunnarsson rithöfund sem sérstaklega vel mæltan. Taktu hús á honum og spurðu um hvaðeina; skáldskap, pólitík, sagn- fræði, mannréttindi, konur, páfann, snjótittling, vindskafið netjuský og sannaðu til, Pétur kann fullt af orðum og mun raða þeim saman á beinskeyttan og óvenjulegan hátt.“ AUÐUR AVA ÓLAFSDÓTTIR Pétur Gunnars raðar orðum saman á óvenju- legan hátt 16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 „Vigdís Finnbogadóttir kemur fyrst upp í hugann. Hún hefur alltaf lag á því að orða hlutina á fallegan, mjúkan, virðulegan en oft frumlegan hátt. Ég veit að orðfar hennar er einnig einstakt og unaðslegt utan opinberra starfa,“ segir Unnur Jökulsdóttir rithöfundur. Unnur kallar þá Guðmund Andra Thorsson rithöfund galdramann tungunnar, hann hafi fullkomið vald á tungumálinu og geti beygt það til og frá að vild til að ná þeim hughrifum sem hann sækist eftir. „Í sumar kynntist ég konu sem er að verða hundrað ára, hún heitir Árný Snæbjörns- dóttir og ólst upp í Svartárkoti upp af Bárð- ardalnum. Hún er sagnakona mikil, stál- minnug og talar gullaldarmál. Þessi kona starfaði alla tíð við skúringar í háskólastofn- un og hlaut ekki nema nokkurra vikna nám á sinni ævi. Svo þekki ég Mývetninga sem tala frábært mál. Má þar nefna Egil Frey- steinsson, Gylfa Yngvason, Hjördísi Finnbogadóttur og Kára Þorgrímsson, son Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu, þau kunna málið og njóta þess að nota það.“ UNNUR JÖKULSDÓTTIR Mývetningar eins og Kári kunna tungumálið Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum, þykir Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason hafa afar gott og lipurt vald á ís- lenskri tungu. Elliði nefnir einnig frú Vigdísi Finnbogadóttur sem tali vandaða íslensku án þess að tungumál hennar sé uppskrúfað. „Ari Eldjárn uppistandari talar áferð- arfallega íslensku. Áherslur og orðaval falla jafnan vel að innihaldi orðræðu hans. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstýra á Dalvík, talar einnig fallegt og auðskiljanlegt alþýðumál. Hún er algerlega laus við tilgerð en býr yfir fágun og ögun í meðferð bæði skrifaðs og talaðs máls.“ Að lokum nefnir Elliði Áka Heinz Haralds- son, þjónustufulltrúa í Eyjum. „Hann talar ábúðarmikla og fallega íslensku. Orðaval, áhersla og hljómfall verður til þess að fólk hlustar af andakt.“ Tungumál Ara Eldjárns áferðarfallegt ELLIÐI VIGNISSON allt sem þau þurfa að tjá og inni fyrir býr með þeim,“ segir Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, og nefnir fimm Íslendinga sem að hennar mati tala óvenjugott og auðugt mál. Fyrstir eru það samstarfsbræður hennar: Séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju, og Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigskirkju, sem hún segir tala mál- fræðilega rétt og vel uppbyggt mál. Séra Sig- urður hafi fallega rödd frá skaparans hendi og Eiríkur tali „þingeysku“ eins og hún gerist best. Þá nefnir hún Guðrúnu Helgadóttur rithöfund sem eigi létt með að tjá það sem henni býr í brjósti, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt, án þess að verða væmin, upp- skrúfuð eða örg. „Í textum þeim sem hún skrifar fyrir börn kemur fram hlýja og virðing í þeirra garð sem mér þykir afar vænt um.“ Bryndís Valsdóttir, heimspekingur og framhaldsskólakennari, talar einstaklega vandað og auðugt mál og á auðvelt með að tjá hinar dýpstu skoðanir á einfaldan og skilj- anlegan hátt og Fjólu Dögg Sigurð- ardóttur, læknanema og fyrrverandi for- mann Félags læknanema, hef ég heyrt tjá sig um málefni heilbrigðisþjónustunnar í fjöl- miðlum. Hún hefur þá færni í íslensku sem gerir það að verkum að áheyrandinn trúir hverju orði sem hún segir, hún vandar mál sitt, talar hægt og skýrt, er rökföst og notar tungumálið sem lipurt tæki til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri.“ „Það er stutt í klisjukennt orðfæri hjá atvinnu- stjórnmálamönnum. Katrín Jakobsdóttir heldur sig þó alltaf við að tala fallegt og kjarn- gott mál,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, aðspurður hvaða Íslendinga hann telji „best mælta“. „Þóra Arnórsdóttir er sá sjónvarps- maður þjóðarinnar sem talar réttast og áheyrilegast mál og Auður Haralds er fyndnasti Íslendingurinn og er því miður alltof lítið áberandi í seinni tíð. Hún getur reytt af sér brandarana á lýtalausri íslensku.“ Stefán nefnir einnig Toshiki Toma sem eigi sérstakt lof skilið sem nýr Íslendingur fyrir að leggja sig fram um að tala blæbrigðaríkt mál. Í framhjáhlaupi nefndu margir Íslendinga sem látnir eru en töluðu að álitsgjafa mati gott mál. Má þar nefna Guð- rúnu P. Helgadóttur, fyrrverandi skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík, Jakobínu Sigurð- ardóttur skáldkonu, Krist- ján Eldjárn, fyrrverandi forseta lýðveldisins, Sig- urbjörn Einarsson, fyrr- verandi biskup Íslands, og Þorvald Þorsteinsson rithöfund. TÖLUÐU GOTT MÁL Horfnir á braut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.