Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 56
Blái lótusinn er oft talinn marka tímamót í sögu Tinna, en þar lagði höfund-
urinn, Hergé, sig sérstaklega fram við sögulega nákvæmni sem síðar átti eftir
að vera einkennandi fyrir sögurnar. Sem dæmi eru kínversku táknin á skiltum
hverfisins ekki valin af handahófi heldur miðla raunverulegum skilaboðum.
A
ðalmarkmið mitt með bókinni er
að kynna myndasöguheiminn
fyrir þeim sem hafa áhuga á að
kynna sér hann. Ég er ekki það
mikill boðberi að ég ætlist til
þess að þeir sem hafi engan áhuga á mynda-
sögum fari að lesa þessa bók. Það er mín von
að þeir sem hafa einhvern áhuga á myndasög-
um finni þarna sitt lítið af hverju um hvað
þetta fyrirbæri er og hvernig það virkar. Ég
reyndi líka að gefa góða innsýn í fjölbreytni
myndasögunnar, vegna þess að margir líta á
myndasöguna sem einsleitt og einfalt fyrir-
bæri. En myndasagan er svo miklu meira en
bara Súpermann og Andrés Önd,“ segir Úlf-
hildur Dagsdóttir sem nýverið sendi frá sér
bókina Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og
skattborgarar sem er fræðirit um heim
myndasagna.
Í bókinni er að finna yfirlit yfir sögu
myndasögunnar og úttekt á menningarlegri
stöðu hennar. Fjallað er um frásagnarhátt
myndasagna og það hvernig hann er ólíkur
frásagnarhætti annarra miðla sem sameina
myndir og orð. Áhersla er lögð á að fjalla um
ólíkar tegundir og greinar myndasögunnar,
fjölbreytni í stíl og einstaka möguleika þessa
forms til tjáningar, hvort sem um er að ræða
fagurfræðilega sýn eða félagslega umræðu.
Aðspurð segir Úlfhildur að kveikjuna að
bókinni megi rekja allt aftur til ársins 2000
þegar hún fékk það verkefni að hafa umsjón
með myndasögudeild Borgarbókasafns
Reykjavíkur, sem stofnuð var að norrænni
fyrirmynd, en hlutverk Úlfhildar er að gera
myndasöguna sýnilega og aðgengilega. „Ég
hafði lengi haft áhuga á myndasögum, en fór
þarna fyrir alvöru að pæla í þessum heimi og
rannsaka hann. Árið 2002 byrjaði ég að kenna
í Listaháskóla Íslands og bauð fram námskeið
um myndasöguna sem varð svo vinsælt að ég
kenndi það alls sex sinnum hjá Listaháskól-
anum fram til 2006 og síðan þrisvar hjá Há-
skóla Íslands,“ segir Úlfhildur og tekur fram
að námskeiðið hafi alltaf verið smekkfullt og
sem dæmi séu 53 nemendur á myndasögu-
námskeiði hjá henni um þessar mundir við
HÍ.
„Samhliða kennslunni jókst áhugi minn enn
meira á að skrifa um myndasöguna og ég
sótti um smástyrki sem ég fékk og komu mér
af stað,“ segir Úlfhildur og bendir á að fljót-
lega hafi hún ákveðið að skipta bókinni í þrjá
meginkafla þar sem fjallað sé um þrjár meg-
inlínur myndasagna, þ.e. evrópskar, banda-
rískar og japanskar, auk þess sem hún fjalli
um sögu myndasagna og leiti svara við því
hvað myndasaga sé.
„Myndasaga er röð mynda sem saman
mynda einhvers konar sögu eða samfellu. Þó
við notum orðið myndasögu á íslensku þá eru
myndasögur ekki alltaf að segja sögu. Mynda-
saga getur líka verið röð mynda sem skapa
hughrif, tilfinningu eða andrúmsloft,“ segir
Úlfhildur og nefnir myndasögur Edwards Go-
rey sem dæmi þar um. „Myndasögur Hug-
leiks, litla bróður míns, birta röð mynda sem
tengjast gegnum tiltekið konsept eða gegnum
myndmál. Þannig að þó þetta séu allt stakar
myndir þá tengjast þær innbyrðis,“ segir Úlf-
hildur og bendir á að myndasagan sé fyr-
irtaks miðill til að kenna myndlæsi.
Miðill nútímans
„Myndasagan er miðill nútímans. Rammar
hennar sameina orð og mynd, en ólíkt öðrum
myndmiðlum er það lesandinn sjálfur sem
drífur söguna áfram með því að lesa á milli
rammanna og tengja þá saman,“ segir Úlf-
hildur og tekur fram að það séu einmitt þessi
sérstöku tengsl orða og mynda sem geri
myndasöguna eins heillandi og raun ber vitni.
„Það sem er svo merkilegt við myndasög-
una er annars vegar sú innsýn í tiltekið fyr-
irbæri sem myndheimurinn getur skapað í röð
af myndum og hins vegar þessi sérstöku
tengsl orða og mynda. Mér hefur alltaf fund-
ist svo heillandi hvernig orð og myndir geta
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR GERIR MYNDASÖGUNNI ÍTARLEG SKIL Í NÝRRI BÓK SINNI
„Ég veit fátt betra en
frábæra myndasögu“
SUMIR LÍTA Á MYNDASÖGUNA SEM EINSLEITT OG EINFALT FYRIRBÆRI, EN HÚN ER SVO MIKLU MEIRA EN BARA
SÚPERMANN OG ANDRÉS ÖND, EINS OG ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR GERIR GREIN FYRIR Í NÝRRI BÓK SINNI.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Myndasagan Persepolis: The Story of a Childhood eftir Marjane Sat-
rapi er sjálfsævisöguleg lýsing á lífi ungrar stúlku í Íran sem var að-
eins níu ára gömul þegar íslamska byltingin átti sér stað árið 1979.
Í myndasögum Tove Jansson um múmínálfana, sem birtust í dagblaðinu London Evening News á 6. ára-
tug síðustu aldar, birtist nokkuð önnur útgáfa af ævintýrum múmínálfanna en í skáldsögunum um þá.
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
Sýningin Litljóð með verkum eftir myndlist-
armanninn Kees Visser verður opnuð á
heimili Klöru Stephensen, Þingholtsstræti
27, annarri hæð, í dag laugardag kl. 16 og
stendur opnunin til kl. 21. Sýningin verður
opin á sunnudag á sama tíma.
Sýningin er hluti verkefnis sem Kees Visser
kallar „Heimilisþrennu“. Hún er unnin í sam-
vinnu við þrjá listaverkasafnara og byggist á
þremur heimboðum sem mynda landfræði-
legan þríhyrning sem tengist lífsferli lista-
mannsins. Þetta eru þrjú stefnumót á jafn-
mörgum vikum; það fyrsta var í París, þá
þetta í Reykjavík og loks það síðasta í Amst-
erdam í næstu viku.
HEIMILISÞRENNA HJÁ KLÖRU
LITLJÓÐ KEES
Kees Visser bjó á Íslandi um langt árabil og sýnir
nú ný verk í París, Reykjavík og Amsterdam.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hljóðfæraleikararnir sem flytja tangóa og fleiri
verk, þau Aladár, Gunnhildur Halla og Ármann.
Tónleikar sunnudagsins í 15:15-tónleikasyrp-
unni í Norræna húsinu bera yfirskriftina
„Brahms, Bruch og blóðheitur tangó“. Hefj-
ast tónleikarnir klukkan 15.15.
Hauststemning er sögð ráða ríkjum á efn-
isskránni sem sé mjög fjölbreytt, þar sem
rómantík, ljóðræna, tangó og blóðhiti takast
á. Flutt verður Tríó op. 114 eftir Johannes
Brahms, þrjú lög eftir Max Bruch, „Vertical
Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio
Hosokawa og tveir tangóar, „Haustið“ og
„Vorið“ úr Árstíðunum eftir Piazzolla.
Flytjendur eru Aladár Rácz á píanó, selló-
leikarinn Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir
og Ármann Helgason á klarinettu.
TÓNLEIKAR Í 15:15-SYRPUNNI
HEITUR TANGÓ
Í tilefni af því að út eru
komnar nýjar heildar-
útgáfur Íslendingasagna og
þátta á þremur tungu-
málum, dönsku, norsku og
sænsku, býður Saga forlag
til málstofu í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í dag, laug-
ardag, kl. 15.
Lars Lönnroth frá Sví-
þjóð, Hilde Bliksrud frá
Noregi og Peter Springborg frá Danmörku
munu velta fyrir sér stöðu sagnanna og áhrif-
um í sínum heimalöndum. Þá mun Guð-
mundur Andri Thorsson rithöfundur velta í
fyrirlestri fyrir sér bókmenntagildi sagnanna
og áhrifum þeirra á samtímahöfunda í fyrir-
lestri. Loks stýrir Bergljót Kristjánsdóttir
prófessor pallborðsumræðum fjögurra rit-
höfunda sem allir hafa sótt sér persónur og
viðburði í íslenskar miðaldabókmenntir en
það eru Einar Kárason, Vilborg Davíðsdóttir,
Ármann Jakobsson og Þórunn Erlu Valdi-
marsdóttir.
RÆTT UM ÍSLENDINGASÖGUR
SAGNAÞING
Guðmundur
Andri Thorsson
Menning