Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
BÓK VIKUNNAR Adda trúlofast er sjöunda og síðasta bók-
in í bókaflokknum um Öddu eftir Jennu og Hreiðar, en á síð-
ustu árum hafa bækurnar verið endurútgefnar.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Gyrðir Elíasson hefur í langantíma glatt bókmenntaunnendurmeð verkum sínum og þýðingum.
Í ár sendir hann frá sér smásagnasafnið
Koparakur og Lungnafiskana sem er
safn smáprósa, auk þess sem hann þýðir
listavel úrval ljóða eftir japanska skáldið
Shuntaro Tanikawa, sem birtast í bók
sem nefnist Listin að vera einn, titill sem
óneitanlega leiðir hugann að sögum
Gyrðis þar sem manneskjan er svo oft
ein, jafnvel þótt hún eigi í samskiptum við
aðra.
Smáprósasafn Gyrðis er einkar gott og
smásagnasafn hans, Koparakur, er gim-
steinn. Það er hrein unun að lesa texta
þessa dásamlega stílista. Hugmynda-
auðgi höfundar kemur sífellt á óvart og
lesandinn er líklegur til að skella nokkr-
um sinnum upp úr
– og það er kannski
nokkuð nýtt þegar
Gyrðir á í hlut. Hér
á árum áður kom
fyndni ekki sér-
staklega upp í hug-
ann þegar minnst
var á sögur Gyrðis,
miklu fremur
drungaleg stemn-
ing, óhugnaður og
dauði. Í síðustu
verkum skáldsins er húmor farinn að láta
á sér kræla í æ meira mæli og kemur les-
andanum jafnvel í opna skjöldu eins og í
smásögunni Tveir fiskar, þar sem maður
breytist í fisk en frásögninni lýkur á því
að hann blakar sporðinum og hugsar með
sér að nú þurfi hann aldrei framar að
setja í þvottavél.
Náttúran er ætíð nærri í sögum Gyrðis
og umhyggja höfundar gagnvart henni og
dýrum verður æ meira áberandi, og var
þó áður fyrirferðarmikil. Tilgangslaus
slátrun á dýrum verður honum að yrkis-
efni í sögunni Aftaka sem hlýtur að
snerta þá sem hana lesa. Þar fylgjast
drengir með dýrum sem leidd eru til
slátrunar sem þeim finnst næsta sjálfsagt
en þegar þeir sjá manneskjur sem leidd-
ar eru til aftöku breytist sýn þeirra og
skynjun. Líklegt er að eins fari fyrir les-
andanum.
Nýir lesendur rata til Gyrðis. Nýlega
bað tíu ára sonur kunningjahjóna minna
föður sinn um bók til að lesa og faðirinn
lét hann fá bók eftir Gyrði. Drengurinn
tók við bókinni og las af áhuga. Honum
fannst bókin hreint afbragð. Sannarlega
drengur með fágaðan bókasmekk.
Orðanna hljóðan
HINN
EINSTAKI
GYRÐIR
Gyrðir Elíasson.
Smásagnasafn og
smáprósar.
Drápa er heitið á nýrri ljóðabók eftirGerði Kristnýju, en þar er sögð ör-lagasaga ungrar konu. Þessi magn-
aði ljóðabálkur hefst nóttina þegar myrkus-
inn kemur til borgarinnar og trúðarnir
birtast og eru ekki í hlutverki gleðigjafa.
„Drápa er Reykjavíkurbálkur,“ segir Gerð-
ur Kristný. „Mig langaði til að yrkja bálk um
Reykjavík að vetri til og segja sögu konu
sem verður undir í lífinu. Þegar ég var
blaðamaður skrifaði ég stundum greinar um
ógæfufólk og fjallaði um glæpi. Sumt af því
fólki sem ég kynntist þá hefur ekki liðið mér
úr minni síðan. Það tók mig langan tíma að
átta mig á því hvernig væri hægt að segja
þessa sögu. Ég byrjaði á henni sem skáld-
sögu en fannst útkoman ekki nógu góð. Ég
fann ekki rétta tóninn fyrr en ég ákvað að
segja söguna í ljóðformi. Ég gaf mér góðan
tíma í undirbúninginn og las meðal annars
hæstaréttardóma og Opinberunarbókina. Síð-
an greip ég líka í uppáhaldsljóðabækur mín-
ar til að verða mér úti um innblástur. Ég
vildi flytja konunum, sem ég skrifaði um á
sínum tíma, drápu eins og skáld gerðu fyrir
höfðingja hér áður fyrr og þetta er útkom-
an.“
Er konan sem þú fjallar um í bálknum ein
manneskja eða samsett úr nokkrum per-
sónum?
„Ég setti nokkrar sögur saman en ein
varð frekust. Mér finnst merkilegt að í
Reykjavík, sem er ekki fjölmenn borg, skuli
vera til hliðarheimur þar sem ógæfufólk
þrífst. Okkur hættir til að láta eins og við
verðum ekki vör við þennan hliðarheim en
ættum vitaskuld að láta okkur hann meira
varða.“
Karlmaðurinn í sögunni, Boxarinn, hvað
viltu segja um hann?
„Boxarinn, myrkusstjórinn sjálfur, er mað-
ur sem fær sínu framgengt og engin leið er
að stöðva fyrr en hann verður sjálfur fyrir
svipuðu ofbeldi og hann hefur beitt áður.
Maður hefur séð til nokkurra slíkra manna.“
Hvernig var að endurskapa þennan hlið-
arheim ógæfufólks í ljóði?
„Mér fannst flókið að lýsa honum þannig
að það hæfði ljóðheiminum mínum en ein-
hverju sinni þegar ég var að lesa drungalega
sögu fyrir strákinn minn datt mér þessi myr-
kus í hug, sem er sambland af orðinu myrk-
ur og sirkus. Þar birtast hryllingstrúðar um
nætur og fá að sprella óáreittir. Þá fer af
stað atburðarás sem enginn getur stöðvað og
þar vafrar djöfullinn um, aleinn í einsemd
sinni, og fær að hafa sína hentisemi.“
Af hverju djöfullinn?
„Djöfullinn er líklega sá eini sem veit
hvers vegna atburðir eins og þeir sem lýst
er í Drápu gerast. Þess vegna leyfði ég hon-
um að vera ljóðmælandi og útskýra fyrir
okkur hvað hendir og hvers vegna.
Ég fór á Samaslóðir í Norður-Noregi í
fyrra. Á 17. öld fóru þar fram mestu norna-
brennur á Norðurlöndum og hefur mikið
minnismerki verið reist um fórnarlömbin
sem flest voru konur. Þar er sögð saga hvers
og eins og las ég mér rækilega til um afdrif
þessa fólks. Það var merkilegt að sjá hvað
varð til þess að það var grunað um galdra en
ástæðan var vitaskuld oft býsna langsótt.
Þarna sást líka hvaða hugmyndir spunnust
um djöfulinn – útlit hans og jafnvel mat-
aræði – í samskiptum yfirvalda og hinna
grunuðu. Þar kemur meðal annars í ljós að
djöfullinn á að geta breytt sér í hund eða
svartklæddan mann með hatt. Stundum
þurfti ekki meira en brauðsneið með smjöri
til að djöfulskapurinn brytist út í fólki. Ferð-
in til Norður-Noregs gaf mér meiri inn-
blástur en mig hefði getað grunað.“
Nú þegar þessi ljóðabálkur er kominn út
ertu þá farin að huga að nýju verki?
„Já, ég er nýkomin af 10 vikna löngu rit-
höfundaþingi í Iowa City í Bandaríkjunum.
Þar sat ég við skáldsagnaskrif auk þess sem
ég las upp um víðan völl og kynntist góðu
fólki hvaðanæva úr heiminum. Ég hef verið
að skrifa þessa skáldsögu með hléum í fáein
ár. Vonandi lýk ég henni innan tíðar.“
LAS HÆSTARÉTTARDÓMA OG OPINBERUNARBÓKINA
Drápa til kvenna
„Ég vildi flytja konunum, sem ég skrifaði um á sínum tíma, drápu eins og skáld gerðu fyrir
höfðingja hér áður fyrr og þetta er útkoman.“ segir Gerður Kristný.
Morgunblaðið/Golli
GERÐUR KRISTNÝ YRKIR MAGN-
AÐAN BÁLK UM REYKJAVÍK AÐ
VETRI TIL OG KONU SEM VARÐ
UNDIR Í LÍFINU. HÚN VINNUR
NÚ AÐ SKÁLDSÖGU.
Uppáhaldsbókin mín þessa dagana er nýútkomin Handbók Hjalla-
stefnunnar fyrir starfsfólk leikskóla, enda skrifaði mín heittelskaða
Magga Pála hana og ég ritstýrði. Það fylgir því svo einstök ánægja að
handleika svona fallegan prentgrip, sérstaklega þegar
það er lokapunktur á löngu ferli. Stóra bókin mín
með heildarverkum Shakespeares er aldrei langt
undan, síst núna þegar ég er sjálf farin að skrifa leik-
rit. Þetta er endalaus uppspretta hugmynda og hug-
hrifa og aldeilis magnaður texti.
Sjálfstætt fólk Laxness er ein af uppáhalds-
bókum mínum og ég les hana svona þriðja hvert ár
til að púrra upp í mér ættjarðarástina. Hverjum
klukkan glymur eftir Hemingway er alltaf
ánægjulesning og batnar í hvert sinn og sama má
segja um smásagnasafnið Í huliðsblæ eftir Pearl S. Buck en ég fékk
hana í jólagjöf frá foreldrum mínum þegar ég var tólf ára.
Listin að lifa eftir Dalai Lama er gagnleg bók og sömuleiðis
Draumaráðningabók Símonar Jóhanns en hana nota ég til hlið-
sjónar við The Interpretation of Dreams eftir Sigmund Freud
til þess að reyna að skilja skilaboðin frá minni eigin undirvitund en
þau eru oft mjög dularfull. Þorsteinn frá Hamri er bæði góður
maður og gott skáld svo það gerir sálinni gott að lesa ljóðin hans og
þau eru á náttborðinu núna.
Sem glæpakona bíð ég auðvitað dauðspennt eftir Yrsu, nýja bókin
hennar heitir DNA. Svo hlakka ég til að lesa Segulskekkju eftir
Soffíu Bjarnadóttur, við vorum saman á Flateyri fyrir skömmu og
þar las hún upp úr bókinni sem lofar afar góðu.
Í UPPÁHALDI
LILJA SIGURÐARDÓTTIR
RITHÖFUNDUR
Lilja Sigurðardóttir á margar uppáhaldsbækur og þar á meðal eru Sjálf-
stætt fólk og Hverjum klukkan glymur og einnig bók sem hún ritstýrði.
Morgunblaðið/Ómar
Þorsteinn frá
Hamri