Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Side 59
Glæpasagnahátíðin Iceland Noir hefst í næstu viku, byrjar fimmtudaginn 20. nóvember og stendur til sunnudagsins 23. nóvember. Breska blaðið Guardi- an segir þessa hátíð vera með bestu glæpasagnahátíðum í heimi. Margir er- lendir glæpasagnahöfundar mæta á há- tíðina og þar á meðal eru breski met- söluhöfundurinn Peter James, landi hans David Hewson og norrænir höf- undar sem íslenskir lesendur þekkja að góðu einu, en bækur þeirra hafa verið þýddar á íslensku; Johan Theorin frá Svíþjóð, Vidar Sundstol frá Noregi og hinn finnski Antti Tuomainen. Pall- borðsumræður verða á föstudag og laugardag í Norræna húsinu og þar ræðast við íslenskir og erlendir glæpa- sagnahöfundar og fræðimenn á sviði glæpasagna. Hátíðin í fyrra var afar vel sótt og þannig verður örugglega einnig þetta árið. Hinn breski Peter James mætir á Ice- land Noir, en glæpasögur hans njóta gríðarlegra vinsælda. GLÆPASAGNAHÁTÍÐ Í NÆSTU VIKU 16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Drón er ný skáldsaga eftir Hall- dór Armand, en hann hefur áð- ur sent frá sér bókina Vince Vaughn í skýjunum, sem fékk góða dóma. Líkami Heiðrúnar Sólnes, efnilegustu knattspyrnukonu landsins, virðist geta sagt fyrir um árásir dróna víða um heim. Síðan verður Ísland fyrir árás. Önnur vandamál steðja einnig að þessari ungu knattspyrnu- konu því faðir hennar óttast Kötlugos og að það leggi sam- félagið á hliðina og við það bætist að neyðarlegt mynd- band á netinu gæti eyðilagt framtíð Heiðrúnar sem er skotin í manni sem reykir mentólsígarettur og elskar verslunarmiðstöðvar. Vandamál og árás dróna Það telst ætíð til tíðinda þegar ný skáldsaga kemur frá Guð- bergi Bergssyni. Þrír sneru aft- ur nefnist ný skáldsaga hans og söguþráðurinn hljómar ansi spennandi og býður upp á til- þrif. Á einangraðan stað suður með sjó, þar sem aldrei gerist neitt, berast fregnir af átökum heimsstyrjaldarinnar. Fyrr en varir hefur atburðarásin teygt anga sína þangað og nútíminn heldur innreið sína með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Ný skáldsaga frá Guðbergi Bergssyni Guðbergur og fleira forvitni- legt NÝJAR BÆKUR NÝ SKÁLDSAGA EFTIR GUÐBERG BERGSSON VEK- UR FORVITNI. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON FJALLAR UM FJÖGUR ÁSTSÆL SKÁLD. SPENNA EINKENNIR BÓK UM RÖKKURHÆÐIR OG ÞAÐ SAMA MÁ SEGJA UM NÝJA BÓK SEM SEGIR FRÁ ÆVINTÝRUM FREYJU. UNGUR HÖFUNDUR SEND- IR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGU. Þorsteinn Þorsteinsson er höf- undur bókarinnar Fjögur skáld - Upphaf nútímaljóðlistar á íslensku. Skáldin sem hann fjallar um eru þjóðþekkt: Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jónsson, Halldór Kiljan Laxness og Steinn Steinarr. Nið- urstöður Þorsteins eru um margt frábrugðnar fyrri skýringum á ís- lenskri ljóðlistarsögu á fyrri hluta síðustu aldar. Ný sýn á fjögur skáld Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason eru höfundar bókarinnar Orðbragð, en þau eru umsjónarmenn samnefnds sjónvarpsþáttar sem hefur hlotið mikið lof og vinsældir. Orðbragðs- bókin er fróðleiks- og skemmtirit með alls kyns uppljóstrunum og staðreyndum sem varða ís- lenskt mál. Bókin er sérlega skemmtilega upp sett, með fjölda mynda. Afar áhugaverð bók. Skemmtileg Orðbragðsbók * Lífið er fallegt og við fögnum því aldrei nógsamlega. Milan Kundera BÓKSALA 5.-11. NÓV Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 TreflaprjónGuðrún S.Magnúsdóttir 3 Ekki á vísan að róaEgill Eðvarðsson 4 OrðbragðBrynja Þorgeirsdóttir/ Bragi Valdimar Skúlason 5 HjálpÞorgrímur Þráinsson 6 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 7 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson 8 Hugrækt og hamingjaAnnaValdimarsdóttir 9 NáðarstundHannah Kent 10 Yahya Hassan ljóðYahya Hassan Innbundin skáldverk & hljóðbækur 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 NáðarstundHannah Kent 3 TáningabókSigurður Pálsson 4 GæðakonurSteinunn Sigurðardóttir 5 KoparakurGyrðir Elíasson 6 Hálfsnert stúlkaBjarni Bjarnason 7 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 8 KataSteinar Bragi 9 Illur fengurFinnbogi Hermannsson 10 EnglarykGuðrún Eva Mínervudóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Batnandi manni er best að lifa. Rökkurhæðir - Vökumaðurinn er ný bók í vinsælum bókaflokki þeirra Mörtu Hlínar Magnadóttur og Birgittu Elínar Hassell. Pétur Kristinn er nýfluttur í gamalt hús við Kirkjulund en nokkrum vikum fyrr áttu sér þar stað hræðilegir atburðir. Hann er þó sannfærður um að ekkert illt sé á sveimi en svo rek- ur hann augun í dularfullar verur sem eru að baksa í garðinum hans. Krakkarnir í Rökkurhæðum snúa bökum saman og hjálp berst út óvæntri átt. Dularfullar verur Freyju saga - Djásn er framtíðartryllir eftir Sif Sigmarsdóttur, framhald bókarinnar Freyju saga - Múrinn og hér er sagan leidd til lykta. Freyja er komin til Vanheima þar sem íbúarnir lifa við allsnægtir en þar eru hlutirnir ekki eins sléttir og felldir og virðist á yfirborðinu. Fyrri bókin var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Lok Freyju sögu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.