Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 23
SYNIR
Eftir DAN ANDERSSON
I.
Hún er grönn sem grein í skógi,
gangan létt sem bylgju þeirrar,
sem um Slólams flúðir fellur.
I brjósti óró lækjar leynist ....
Leyndardómur allra myrkra
skóga í hennar söngvum svellur.
Hennar gata er geislum stöfuð
gegnum blómsins veröld alla,
— heiðin lyngrauð ljómar öll.
Af löngun brjóstin blóðheit stíga,
bragir fornir, villtir hljóma
kliðmjúkt fram á kveld, er sólin
hverfur bak við Mattnas-fjöll.
Þegar kvíðinn þjdir hug minn,
þegar nóttin hljóðlát læðist
kringum flet mitt, kofahreysið,
kemur hún með fjallalyng,
gólf mitt hylur gullnum rósum,
gulu laufi af Slólams-ströndum,
strýkur mjúkum meyjarhöndum
mér um vanga og hvíslar: Syng!
II.
Ég get ei sungið, Marja, ó, Marja, —
mér eru allir söngvar gleymdir.
Ég er ei verður ástar þinnar
eða dropa úr svalans unn.