Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 18

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 18
192 ÞORSTEINN M. JÓNSSON SEXTUGUR STÍGANDI Það mun vera venja manns hennar, þegar honum berast hand- rit og tilboð um að gefa þau út, að liann fái henni þau í hendur til yfirlesturs og umsagnar. Telji hún þau samboðin útgáfufyrir- tæki hans, eru þau tekin, annars vísað frá. Er hún meiri og traust- ari ráðunautur hans um útgáfu bóka en flestir hyggja. Frú Sigurjóna Iiefir átt við að stríða langvarandi vanheilsu. Þó hefir hún af rausn og með umhyggju stjórnað stóru heimili og gert það aðlaðandi og vistlegt. Börn þeirra hjóna eru 8 á lífi af 11, er þeirn fæddust. Hópur sá er mannvænlegur, og flest eru börnin uppkomin. Þorsteinn „festi ungur ást“ á bókum. Þær voru honum hollur og áhrifaríkur skóli. Þær voru vinir hans, sem gáfu dýrar gjafir og glöddu. Og þær voru enn meira. Þær voru helgir hlutir töfrum gæddir. Hann jiandlék þær með varúð og þoldi ekki að sjá skeyt- ingarleysislega með jrær farið. Hvern pening, er honum áskotnaðist, lét liann fyrir bækur, enda þótt jrað kostaði lengi vel ávítur nokkrar og jrað með til íhugunar, að sá yrði aldrei sér eða öðrum nýtur, sem svo ráðleysis- lega færi nreð fé sitt. Hann heillaðist ungur af kynngi, mætti og fegurð tungunnar og jrreytti við að skilja torræð orð og töfrabrögð skáldamálsins. Og jafnvel þegar í bernsku auðnaðist honum að lesa Jrætti úr lífssögu þjóðarinnar úr orðmyndum og orðatiltækjum hennar. Þá heilsteyptu skapgerð, sem stjórnað hefir athöfnum lians á fullorðinsárunum, á hann ef til vill nokkuð að Jrakka lestri forn- bókmenntanna í æsku sinni. Um Jrað leyti er Þorsteinn varð læs, tók hann að „búa til“ bækur, smærri og stærri. Hann vandaði til verksins svo sem hann bezt gat. Jafnskjótt og hver bók var fullgerð, færði hann í hana ýmsan fróðleik, er hann tíndi saman úr blöðum og lánuðum bókum ásamt frumsömdu efni. Þá gerði hann Jrað heit, að „búa til“ enn þá stærri og fallegri bækur, þegar hann væri orðinn „stór“. Hann hefir efnt það heit — eins og önnur lieit sín og ákvarð- anir. — Bækurnar, sem liann hefir „búið til“, eru margar og merkar flestar. En langmerkasta bókin er sú, sem hann hefir alltaf verið að búa til og ekki er enn nema 60 blöð. Vinir hans allir óska ]>css, að enn megi hann bæta mörgum blöðum í þá bók og fylla Jrau fögru letri og merkum myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.