Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 12

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 12
186 ÞORSTEINN M. JÓNSSON SEXTUGUR STÍGANDI árstímum, og frjálsræði með takmörkunum skynsamlegra og hollra heimilishátta í vernd og skjóli foreldraumhyggj unnar, varð hrifnæmum barnshuganum áhrifaríkt til mótunar skapgerð og líkamlegum þroska og beindi sporum hans inn á heillabrautir. Snemma kom í ljós, að Þor- steinn var góðunr og fjölþættum gáfum gæddur. Ekki átti Iiann um allt samleið nreð jafnöldrum sínum að lrátt- um og hneigðum og var þó félags- lyndur. Hann var þegar í bernsku stór- huga, fullur kapps, orku og áræð- is og hafði yndi af örðugum við- fangsefnum í leik og starfi. Það felst spakleg hugsun og lýsandi í málvenjunni að segja, að menn öðlist góða eiginleika, gáfur, mannkosti og giftu í vöggu- gjöf. En vöggugjafirnar góðu má á einn eða annan hátt eyðileggja, glata þeim eða misnota þær. — Góðir uppeldishættir vernda og fegra þær gjafir. Þorsteinn hlaut hvort tveggja í ríkum mæli. Beztu hæfileikar hans fengu að dafna og njóta sín í föðurhúsum. Þannig leið æska Þorsteins. En Snæfell í höfuðátt hásólar og Þingmúli fyrir miðjum Skrið- dal ýttu við blundandi útþránni. Og æskustöðvarnar hlutu að verða honum of lítið athafnasvið. Hann fór að heiman til að leita sér fræðslu og kynningar við aðra menn áður en hafin væri leit að nýju starfssviði. Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum var þá nýfluttur lil Akur- eyrar. Mikið orð fór af skólastjórn og kennslu Hjaltalíns skóla- stjóra, og gagnmerkum kennurum hafði hann á að skipa. Náms- tími skólans var miðaður við greiðslugetu efnalítilla nemenda. Til þessa skóla stefndi Þorsteinn för sinni. Eltir tveggja vetra nám þar lauk hann burtfararprófi vorið 1905. Marga vini eignaðist Þorsteinn í skólanum, því að mannkostir hans og gervileiki leyndust ekki. Þótti hann aðsópsmikill og hreystimannlegur í leikjum og átökum við skólasamvistarmenn l’orsteinn M. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.