Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 41
STIGANDI
SAGAN AF SUNNEFU FOGRU
215
Ja, jæja. Hví skyldi luin flýta sér heim í þrældóminn og helgi-
dagsbrotið? Bezt að fara sér liægt. Merkilegt, hvað Jórunn lét Sig-
urð, þennan hrosshaus og helvítismat, ráða einu og öllu á heim-
ilinu. Einu sinni hafði hún þó verið góð og guðhrædd stúlka, að
minnsta kosti þegar hún var að biðja guð þess grátandi, að gefa
sér hann Sigga, hí, hí. Og nú var það komið eins og komið var.
Allt í hönk og vitleysu, ekkert nema þögnin og þumbaraskapur-
inn. Og drottinn vissi af hverju. Nógur var efnahagurinn, efnileg
voru börnin, myndarlegar voru manneskjurnar. A-jæja, það er
kalt, þar sem kærleikurinn er ekki. Kynlegt annars með Sigurð,
livað hann minnti hana þó alltaf á hann. Enn fann hún jafnvel til
þessa ljúfa magnleysis í hnjáliðunum, er hann leit á hana eða
gekk nærri henni, og var hún þó „svo gömul, sem á grönum mátti
sjá“, hí, hí. Ó, mikil skelfing höfðu dagarnir verið dásamlegir,
áður en myrkrið kom. Hún þar, og hún hér, og þar sem hún var,
þar var liann. Hár, grannur, með dökkt hár og tinnusvört augu.
Aldrei hafði hún séð þvílíka bæn og þrá í augum nokkurs manns.
Hún hefði ekki getað neitað lionum um nokkuð — en hanri bað
hana aldrei um neitt — það voru aðeins augun. Og hún liafði þótzt
svo viss, því að augu eru aldrei sögð Ijúga. En það var líka satt,
hún var alin upp í hjáleigunni, hann stórbóndasonur. Og svo —
— Hvar hafði hún hætt? Og svo-----Æ, nú mundi lnin það ekki.
Og svo-----?
Sigga Sunnefa horfði tómlátlega í kringum sig, eins og hún sæi
ekki það, sem hún hafði fyrir augum. En svo kipraði hún allt í
einu munninn hæðnislega. Þarna blöstu Ashildarstaðir við,
þriggja bursta steinhús, hvítmálað með dumbrauðu þaki; reisuleg
útihús; stórt rennislétt tún; víðáttumiklar engjar; brött hlíð að
baki, neðar áin lygn og breið; kílar, starartjarnir. Þarna sá líka
ofan á bæjarhúsin í Leyningi, þar sem Tóni sérvitri átti heima.
En þar var öðruvísi búið. Léleg bæjarhús, útihúsin greni, túnið
lítið og þýft, engjarnar líka reytingssamar.
Leið Siggu Sunnefu lá fram hjá vallargarðinum í Leyningi, þar
sem Tóni og Tumi voru að snúa töðuflekk rétt innan við.
Tóni hafði þá orðið þessu fyrri heim, farinn að snúa með Tuma
trítli, léttastráknum reykvíska, þeim skollakoll. Hann hét nú
raunar ekki trítill, en Tóni gamli kallaði hann aldrei annað, og
nú hafði nafnið festst við hann. Mátulegt nafn á þessum litla
rindli, sem ekkert var nema goggurinn og gaflaðið!
„Þú ert þá kominn!" heilsaði Tóni.