Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 8

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 8
182 ,ÞAÐ ER SVO MARGT, EF AÐ ER GÁÐ —STÍGANDI Þingkosningarnar í Bretlandi Túlkanir flokkanna hér heima Enn er sá atburður í sumar, sem vakið hefir heimsathygli, og það eru þingkosningarnar í Bretlandi. Fáir munu hafa búizt við svo rót- tækum umskiptum þar í viðhorfum kjósenda til þingflokkanna. Flestir virtust halda, að vinsældir Churchills væru svo þungar á metum, að íhaldsflokknum brezka mundi endast til meirihluta- aðstöðu. En það fór á annan veg. Almenningur í Bretlandi treysti Cliurcliill til að vinna ófriðinn, en öðrum betur til endurreisnar- starfsins lieima og til „að vinna friðinn", og kjósendur létu þessa skoðun sína skilmerkilega í ljós. I fyrsta skipti í sögu Bretlands liefir Verkamannaflokkurinn þar (sósíal-demókratar) meirihluta á þingi og það mikinn. Eftir fyrstu fréttum að dæma x irðist hann ætla að ganga vasklega til verka, en ekki þarf að ganga að því gruflandi, að mörg erfið úrlausnarefni bíða lians, bæði heima fyrir, á meginlandinu, í nýlendunum og víðar. Mörgum mun leika forvitni á t. d., hvernig hann muni taka á Indlandsmálunum. Það er ekki ósennilegt, að þessi umskipti í hinu volduga grannríki voru hafi æði mikil áhrif á skoðanir manna Iiér heima. Auðséð er a. m. k., að stjórnmálaflokkar vorir hugsa svo, því að þeir hafa all- ir keppzt við að túlka brezku kosningarnar sér í hag — eða þá í svo lítinn óhag sem unnt væri. Það, sem tvímælalaust hefir gerzt í þessum sögulegu kosningum, er blátt áfram, að í raun og veru hafa aðeins tveir flokkar átzt við: Ihaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn. Sá fyrrnefndi er í vörn og verst með Churchill, sá síðarnefndi er í sókn og sækir með róttækri stefnuskrá, senr kjósendunum fellur vel, og þeir treysta Verkamannaflokknum til að framkvæma hana. Þetta ættu íslenzku stjórnmálaflokkarnir að athuga. Almenn- ingur vill, að eitthvað sé gert, og það sé viturlegt, hagkvæmt og þjóðhollt, og liann vill, að það sé gert röggsamlega og vangaveltu- laust. Gætu flokkarnir ekki lært af þessu dálítið, áður en þeir semja kosningastefnuskrár sínar, og einnig jrað. að íslenzkir kjós- endur vilja líka mega treysta umbjóðendum sínum til öruggrar forustu og mikilla átaka? Á sínum tíma bauð Stígandi núverandi ríkis- stjórn velkomna í ráðherrastólana. Hann taldi, að nokkrar vonir mætti gera sér um árangur af starfi hennar, þar eð hún virtist vilja ganga vasklega til verks. Hins vegar var það harmað, að allir flokkarnir skyldu ekki hafa Og þá er það nýja stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.