Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 47

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 47
STÍGANDI SAGAN AF SUNNEFU FÖGRU 221 þeirra, að honum liafði skilizt. Vitlausa-Sunnefa gekk á undan hópnum og lokkaði geiturnar á eftir sér. í hljóðri kvöldkyrrðinni mátti greinilega heyra, þegar hún kallaði: „Kiða, kiða, kið!“ Röddin var hrjúf og sprök. Hver hefði trúað því, að þessi lúða- lega, gamla, geðveika kerling hefði eitt sinn af öllum verið kölluð Sunnefa fagxa? Allt í einu hrökk Tumi trítill við. „Jú, ég lék á fiðlu,“ var sagt lágri og dimmri röddu að baki honum. „Einnig ég er í álögum; ég er Þórarinn fiðlungur í álögum. Og hann, hann er líka í álög- um. En Sunnefu fögru var lögð sú líkn að gleyma, liann hefir notið þess að vera elskaður svo heitt af konunni, sem hann unni, að sál liennar dó, er hann brást henni. Hann hefir líka notið kvala nístandi iðrunar, en hvers hefi ég notið? Hver hefir verið h'kn mín í álögunum? Ég hefi aldrei verið elskaður, friðþæging iðr- unar og yfirbóta hefir mér ekki veizt, engu liefi ég fengið að gleyma, jafnvel hatrið hefir verið frá mér tekið, því að hvernig hefi ég getað hatað lmnn, eins og hann hefir liðið? Enginn þekkir mig hér, hvorki hann eða hún, ég er bara Tóni sérvitri í augum allra hér. Eina hugsvölun mín er að fara til kirkju til að sjá Sig- ríði Sunnefu. Þar sé ég hana eins og hún var forðum, Sunnefa fagra í Suðurdölum, og ég er að bíða, bíða eftir jiví, að hún leysist úr álögum." Tumi trítill horfði stórum augum á Tóna sérvitra, úfinn, skeggjaðan, hrukkóttan, ljótan. En hann sá ekki, að hann væri ljótur. Hann sá ekki Tóna sérvitra, heldur Þórarin fiðlung, eins og móðir lians hafði lýst honum. Og svo þögðu þeir báðir. Garnall maður, sem hafði drukkið hinn beiska bikar lífsins í botn, og ungur piltur, sem hafði fengið ()1 jósan grun um, að vegir lífsins væru harla torræðir. Llti í byrjandi rökkri sumarsins stundi áin við bakka sína. Hún kunni rnargar sögurnar, sem aldrei höfðu verið skráðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.