Stígandi - 01.07.1945, Side 47

Stígandi - 01.07.1945, Side 47
STÍGANDI SAGAN AF SUNNEFU FÖGRU 221 þeirra, að honum liafði skilizt. Vitlausa-Sunnefa gekk á undan hópnum og lokkaði geiturnar á eftir sér. í hljóðri kvöldkyrrðinni mátti greinilega heyra, þegar hún kallaði: „Kiða, kiða, kið!“ Röddin var hrjúf og sprök. Hver hefði trúað því, að þessi lúða- lega, gamla, geðveika kerling hefði eitt sinn af öllum verið kölluð Sunnefa fagxa? Allt í einu hrökk Tumi trítill við. „Jú, ég lék á fiðlu,“ var sagt lágri og dimmri röddu að baki honum. „Einnig ég er í álögum; ég er Þórarinn fiðlungur í álögum. Og hann, hann er líka í álög- um. En Sunnefu fögru var lögð sú líkn að gleyma, liann hefir notið þess að vera elskaður svo heitt af konunni, sem hann unni, að sál liennar dó, er hann brást henni. Hann hefir líka notið kvala nístandi iðrunar, en hvers hefi ég notið? Hver hefir verið h'kn mín í álögunum? Ég hefi aldrei verið elskaður, friðþæging iðr- unar og yfirbóta hefir mér ekki veizt, engu liefi ég fengið að gleyma, jafnvel hatrið hefir verið frá mér tekið, því að hvernig hefi ég getað hatað lmnn, eins og hann hefir liðið? Enginn þekkir mig hér, hvorki hann eða hún, ég er bara Tóni sérvitri í augum allra hér. Eina hugsvölun mín er að fara til kirkju til að sjá Sig- ríði Sunnefu. Þar sé ég hana eins og hún var forðum, Sunnefa fagra í Suðurdölum, og ég er að bíða, bíða eftir jiví, að hún leysist úr álögum." Tumi trítill horfði stórum augum á Tóna sérvitra, úfinn, skeggjaðan, hrukkóttan, ljótan. En hann sá ekki, að hann væri ljótur. Hann sá ekki Tóna sérvitra, heldur Þórarin fiðlung, eins og móðir lians hafði lýst honum. Og svo þögðu þeir báðir. Garnall maður, sem hafði drukkið hinn beiska bikar lífsins í botn, og ungur piltur, sem hafði fengið ()1 jósan grun um, að vegir lífsins væru harla torræðir. Llti í byrjandi rökkri sumarsins stundi áin við bakka sína. Hún kunni rnargar sögurnar, sem aldrei höfðu verið skráðar.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.