Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 46

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 46
220 SAGAN AF SUNNEFU FÖGRU STÍGANDI Þórarin, cn hugsaði aðeins um el'nin, þar sem Sigurður væri,“ liai'ði móðir hans svarað. ,,Þelta hefir orðið ógurlegt áfall fyrir vesalings manninn?“ „O, minnstu ekki á það. Og hörmulegast af öllu var næstum að sjá hana sí og æ með einigrein í höndunum eftir að mesta æðið fór að brá af henni. Nálarnar sleit lnin eina og eina af, hægt, en vandlega, unz ekki ein einasta var eftir.“ „Já, hvernig ætli liali staðið á því?“ „Það var sagt, að Sigurður hal'i um sumarið gefið henni cini- grein með þeim uinmælum, að ást hans mundi aldrei fölna Irem- ur en sígrænt barr einisins." ,,()g honum féllst svo mjög til um þetta, að hann flutti burt?“ „Já, cn ekki nóg með það. Hann tók stúlkuvesalinginn að sér. Og það merkilega var, að lnin virtist muna allt, sem gerzt hafði lyrir veikindin nema um Sigurð. Hann þekkti hún ekki sem fyrri unnusta sinn. Þá persónu kaliaði hún alltaf liann. Þórarni fiðlung \ irtist hún hafa algerlega gleymt.“ „Hvað varð um hann annars?“ „I-íann var ekki mönnum sinnandi upp úr þessu. Hann fékkst aldrei til að grípa í fiðluna sína framar, og loks flæktist hann eitt- hvað burtu. Ég veit ekkert, hvar hann er niðurkominn nú, og raunar ekki heldur Sigurður." Um þetta samtal og söguna af Sunnefu fögru í Suðurdölum var Tumi trítill að hugsa, meðan hann kepptist við að garða töðuna á Leyningstúni. Halði hann af tilviljun rekizt á framhald þessarar harmsögu? Sigurður og Jórunn, þau nöfn stóðu heima og síðara nalnið á Siggu Sunnefu. Móðir hans hafði þó aldrei getið þess, að Sunnefa fagra héti tveimur nöfnum, h\að þá að Þórarinn fiðl- ungur hefði verið kallaður Tóni sérvitri, en hún hafði líka ekki sagt söguna til loka. Það gat varla hjá því farið, að orð Tóna gamla tækju af alla vafa: „Nei, hún Sigríður Sunnefa hefir ekki alltaf verið Vitlausa-Sunnefa, hún er Sunnefa fagra í álögum." Heitur júlídagurinn leið, og kvöldið kom. Ljósblár himinn- inn hafði fyrst orðið djúpblár, síðan dimmblár. Upp af tjörnun- um tók dalalæðan að seilast eftir kílum og pollum, og brátt lá luin eins og gegnsæ slæða utan dalinn, eftir endilangri ánni. Tumi trítill lá fram á fúna og skælda garðsgirðinguna sunnan undir Leyningsbænum og horfði yfir til Áshildarstaða. Hann var aleinn úti. Ofan hlíðina upp af Áshildarstöðum sá hann Vitlausu- Sunnefu koma með geitahópinn. Hún hafði þann starfa að gæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.