Stígandi - 01.07.1945, Síða 12

Stígandi - 01.07.1945, Síða 12
186 ÞORSTEINN M. JÓNSSON SEXTUGUR STÍGANDI árstímum, og frjálsræði með takmörkunum skynsamlegra og hollra heimilishátta í vernd og skjóli foreldraumhyggj unnar, varð hrifnæmum barnshuganum áhrifaríkt til mótunar skapgerð og líkamlegum þroska og beindi sporum hans inn á heillabrautir. Snemma kom í ljós, að Þor- steinn var góðunr og fjölþættum gáfum gæddur. Ekki átti Iiann um allt samleið nreð jafnöldrum sínum að lrátt- um og hneigðum og var þó félags- lyndur. Hann var þegar í bernsku stór- huga, fullur kapps, orku og áræð- is og hafði yndi af örðugum við- fangsefnum í leik og starfi. Það felst spakleg hugsun og lýsandi í málvenjunni að segja, að menn öðlist góða eiginleika, gáfur, mannkosti og giftu í vöggu- gjöf. En vöggugjafirnar góðu má á einn eða annan hátt eyðileggja, glata þeim eða misnota þær. — Góðir uppeldishættir vernda og fegra þær gjafir. Þorsteinn hlaut hvort tveggja í ríkum mæli. Beztu hæfileikar hans fengu að dafna og njóta sín í föðurhúsum. Þannig leið æska Þorsteins. En Snæfell í höfuðátt hásólar og Þingmúli fyrir miðjum Skrið- dal ýttu við blundandi útþránni. Og æskustöðvarnar hlutu að verða honum of lítið athafnasvið. Hann fór að heiman til að leita sér fræðslu og kynningar við aðra menn áður en hafin væri leit að nýju starfssviði. Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum var þá nýfluttur lil Akur- eyrar. Mikið orð fór af skólastjórn og kennslu Hjaltalíns skóla- stjóra, og gagnmerkum kennurum hafði hann á að skipa. Náms- tími skólans var miðaður við greiðslugetu efnalítilla nemenda. Til þessa skóla stefndi Þorsteinn för sinni. Eltir tveggja vetra nám þar lauk hann burtfararprófi vorið 1905. Marga vini eignaðist Þorsteinn í skólanum, því að mannkostir hans og gervileiki leyndust ekki. Þótti hann aðsópsmikill og hreystimannlegur í leikjum og átökum við skólasamvistarmenn l’orsteinn M. Jónsson

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.