Straumhvörf - 15.01.1943, Page 8
6'
STRAUMHVÖRF
drættirnir eru ekki fyrsta orsök
sundrungarinnar, þó þeir séu gott
tákn og spegilmynd hennar og við-
haldi henni öllu fremur. Orsakirnar
eru margar og liggja dýpra, ef menn
hefja sig upp yfir dægurþrasið, til
þess að leita þeirra. Þræði mannfé-
lagsfyrirbrigðanna verður að rekja
inn í huga hvers einasta manns. ef
á að kanna þau til fulls. Það þarf
að undirbúa jarðveginn í huga ein-
staklinganna,- sem mynda flokkana,
áður en flokkadrættirnir hverfa úr
sögunni.
Hin pólitíska flokkaskipting nú-
tímans leiðir í aðalatriðum af vinnu-
skiptingunni, sem fylgt hefir hvar-
vetna í fótspor tækninnar. Upp af
vinnuskiptingunni vex svo stétta-
skiptingin, sem sífellt nærir flokka-
drættina.
Hitt er svo mál út af fyrir sig,
að flokkarnir búa oft beinlínis til
stéttaskiptingu sér til framdrátt-
ar. Alveg sérstaklega má rökstyðja
það, að flokkadrættir og stéttaskipt-
ing að háttum miljónaþjóðanna hefir
verið stæld af okkar litlu þjóð, sem
býr við allt önnur skilyrði, og að þessi
stæling er bæði hlægileg og hættuleg.
í stórum dráttum byggist öll raun-
veruleg flokkaskipting á ójafnri þjóð-
félagslegri aðstöðu og á þjóðfélags-
legu misrétti.
Þetta eru forsendur hennar, og þær
verða að hverfa úr sögunni, ef hinir
hatrömmu flokkadrættir eiga að
linna. Og þeir munu linna, það er þjóð
okkar nauðsyn. Skoðanaflokkar verða
vitanlega alltaf í lýðfrjálsu landi.
Hugsjónamenn þeirra ógnatíma,
sem nú standa yfir, hafa gert sér
ljóst og lýst yfir því, að þarna sé
lykillinn að hamingju heimsins fólg-
inn. Þeir segja, að ef hinu mikla mis-
rétti og öryggisleysi mannanna verði
ekki útrýmt, þá verði aldrei varanleg-
ur friður á jörðinni.
Eg ætla að drepa lauslega á það,
sem fyrir mér vakir, með lítilli dæmi-
sögu:
Kunningi minn sagði eitt sinn við
mig: „Þegar ég tala um þjóðfélagsmál
er mér tamt að taka dæmi af fyrir-
tæki. Ef allir starfsmenn þess eru á-
nægðir, þá þrífst það bezt. Enginn
vinnur ánægður, ef hann þykist órétti
beittur. Það er því nauðsynlegt, að
hlýða á kvartanir manna og reyna
að taka tillit til þeirra. Þó aldrei sé
hægt að gera öllum til hæfis, þá má
komast langt, ef verkin eru aðeins
launuð eftir dugnaði og þekkingu.
Þó má engum launa minna en fyrir
sæmilegu lífsviðurværi. Þegar góðir
tímar eru fyrir fyrirtækið, þá eiga
starfsmennirnir að njóta þess góðæris
einnig. Þegar erfiðu tímarnir koma,
kemur í ljós, að þeim fyrirtækjum
vegnar bezt, er þannig fara að. Þau
hafa unnið hug fólks síns að verð-
leikum, svo að nú er það reiðubúið að
bera sinn hlut af böggunum, það er
siðferðilega og fjárhagslega vanda-
bundið fyrirtækinu. Fyrirtækið hefir
skapað festu, hollustu og þegnskap
hjá fólkinu, báðum aðilum er borgið“.
Þetta er einfalt dæmi, en það ein-
falda er alltaf bezt, segja speking-
arn’ir. Það má vel heimfæra þetta
dæmi upp á þjóðfélag okkar, það vill
nú svo vel til. Það er ekki ríkara, né