Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 10

Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 10
8 STRAUMHVÖRF og okkar land. Það er því í rauninni ekkert annað en þjóðfélagslegur glæpur, ef starfsgeta eins einasta ís- lendings nýtist ekki fyrir eigin hand- vömm eða þjóðfélagsins. Aukinn skilningur á aðild og hlut- verki sérhvers borgara annars vegar, og aukin ábyrgð og hollusta hans sjálfs hins vegar á að kenna okk- ur þjóðarhlutverkið. Það hlutverk er órjúfandi eining smæstu þjóðar heimsins í nafni þjóðmenningar henn- ar. Hér er ekki um neina innilokun eða einangrunarstefnu að ræða. Hinu verður þó ekki á móti mælt, að er- lendu áhrifin verða jafnan eitt vanda- mesta innanríkismál lítillar þjóðar, nema hún standi á því fastari fótum sátta og samlyndis. Það eru ekki löng stökk frá gleymdri fortíð til upptöku nýrra siða — frá kynblöndun og innfluttum þjóðernum til erlendrar íhlutunar og glötunar sjálfstæðisins. Djúprætt innbyrðis samheldni er okkur því nauðsynlegri en öllum öðr- um þjóðum, því við skulum gera okk- ur það ljóst, að héðan í frá bjargar engin fjarlægð eða einangrun því við, er kynni að skorta á þjóðhollustu okkar og samlyndi. Landið og sagan geyma okkar ótvíræða og helga þjóð- arrétt, en samheldnin ein tryggir okk- ur hann í framtíðinni. Það væru þungbær örlög, ef við kenndum ekki þessa sannleiks fyrr en um seinan. Það er því ekki eingöngu undanfar- andi ástand í landinu, sem eggjar lögeggjan til samlyndis og einhugs, til þess að læra þjóðarhlutverk okkar. Það er eigi síður sú stöðuga tor- tímingarhætta, sem yfir minnstu þjóð heimsins vofir, ef hún sofnar eitt and- artak á verðinum, ef hún freistast til að leggja sín sönnu sjálfstæðis- og þjóðernismál á hilluna eina litla stund, ef hún hefir ekki sjálfa sig að ævarandi markmiði á leiðinni til sannrar menningar. IV. Ungir samferðamenn! Til ykkar beini ég sérstaklega orðum mín- um, því ykkar er framtíðin. Þykir ykkur ekki sem við séum fædd á dauðum punkti í sögunni, við, sem vaxið höfum úr grasi eftir fyrri heimsstyrjöldina? Það var engu lík- ara en þjóðerniskennd okkar legðist í dvala eftir að sjálfstæðið var viður- kennt á pappírnum.Þess vegna er það enn ekkert annað en pappírssjálf- stæði. Þess vegna hefir fámennasta þjóð veraldarinnar borið vopn á sjálfa sig í illkynjaðri sundrungu á þeim tíma, sem hún átti, með sterkri vit- und, að móta svip sinn meðal þjóð- anna. Við höfum lifað í hættulegri sjálfs- blekkingu. Við höfum talið okkur trú um, að við værum sjálfstæð þjóð, og gert kröfu til annarra þjóða um að virða það sjálfstæði. Á sama tíma höfum við nærri gleymt uppruna okkar og móðurmold, við höfum slitn- að úr tengslum við fortíðina, lagt nið- ur þjóðhætti, menningu og listir feðr- anna. í stað þess höfum við stælt út- lenda ómenningu í hrópandi ósam- ræmi við eðli fólksins og svip lands- nis, af því hún hafði á sér yfirbragð prjálsins, en prjálið er veikasta hlið

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.