Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 13
STRAUMHVÖRF
11
en lítið bogið við það skattafyrir-
komulag, sem felur í sér, að einstakl-
ingar geti á örskömmum tíma safnað
stóreignum.
Við athugun á þessu máli kemur
aðallega tvennt til greina. I fyrsta
lagi vaknar sú spurning, hvort hægt
sé að færa fram nokkur þjóðhags-
leg rök, sem mæla með því, að stríðs-
gróði falli í hlut einstakra manna.
Spurninguna má líka orða á þá lund,
hvort hagsmunir stríðsgróðamanna
sem slíkra og þjóðarheildarinnar falli
saman eða séu andstæðir hverir öðr-
um. í öðru lagi liggur fyrir að athuga
hina almennu réttlætishlið málsins,
dæmt út frá viðurkenndum siðgæðis-
reglum. Er réttmætt og sanngjart,
að einstakir menn beri úr býtum
tekjur, sem eiga sér stríðsgróðaupp-
runa? Þessar tvær hliðar málsins
skulu nú athugaðar, hvor fyrir sig.
H.
Því er haldið fram, að það sé ekki
forsvaranlegt, að leggja þunga skatta
á stríðsgróðann, vegna þess að fyrir-
tækin þurfi, þjóðarheildarinnar vegna,
að safna sjóðum til endurnýjunar og
aukningar framleiðslutækjanna að
stríðinu loknu.
Þessi staðhæfing er ekki á rökum
reist. Sjóðsöfnun einstaklinga og fé-
laga getur með engu móti tryggt, að
framleiðslutækin verði endurnýjuð
og aukin að stríðinu Ioknu. Því fer
líka fjarri, að slíkt sé á neinn hátt
skilyrði fyrir því, að hafizt verði
handa í því efni. Það, sem allt veltur
á, er hitt, hvort nægur erlendur gjald-
eyrir verður fyrir hendi, þegar þar
að kemur, er nota megi til kaupa
á framleiðslutækjum og -vörum er-
lendis frá. Bregðist það, fá sjóðseign-
irnar úr engu bætt. Erlendir útflytj-
endur líta ekki við íslenzkum pen-
ingaseðlum sem greiðslu fyrir vör-
ur. Ef aftur á móti gjaldeyrir verður
fyrir hendi, mun allt leysast af sjálfu
sér, svo framarlega sem peningapóli-
tíkin er vanda sínum vaxin. Það verð-
ur því að fara aðrar leiðir til að
tryggja það, að þjóðin eignist þau
framleiðslutæki, sem hún þarfnast,
til þess að geta búið við lífvænleg
kjör.
Það, sem nú hefir verið sagt, ligg-
ur svo í augum uppi, að í rauninni
ætti að vera óþarft að leiða athygli
að þvi. Önnur mikið notuð rök-
semd kann að virðast haldbetri: —
Stríðsgróðanum er betur borgið í
eign fyrirtækja og einstakra manna
en hjá hinu opinbera. En það fer um
þessa röksemd eins og hina fyrri.
Með henni er áskilið, að hinu opin-
bera sé ekki trúandi fyrir hinu mikla
fé, sem um er að ræða, sökum ó-
stjórnar. Ekki skal dregið í efa, að
hætta sé á, að fjármálapólitík ríkis,
bæjar- og sveitarfélaga verði áfram
rekin eins ráðleysislega eins og und-
anfarin ár. En þá gildir einu, hvort
gróðinn lendir hjá hinu opinbera eða
er lagður fyrir hjá einstökum mönn-
um. Fjármálapólitíkin hefir sérstöðu
að því leyti, að hún getur komið
öllu atvinnulífi á kaldan klaka, ef
hún er ógætilega rekin. Óábyrg fjár-
málapólitík leiðir í báðum tilfellum
jafnt til þess, að lítið eða ekkert
verður úr þeim gróða, sem landinu