Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 14
12
STRAUMHV ÖRF
hefir áskotnazt. Þessi gróði er fólg-
inn í þeim erlendu inneignum, sem
safnazt hafa. Eins og áður segir, er
allt komið undir því, að hægt verði
að grípa til þeirra síðar til að kaupa
framleiðslutæki erlendis. En til þess
eru næsta litlar líkur, ef hið opin-
bera ber ekki gæfu til að taka upp
gætilega og markvissa fjármálapóli-
tík. Sjóðir fyrirtækjanna, hversu
miklir sem þeir eru, eru einskis nýt-
ir til að greiða með innflutning, ef
ekki er fyrir hendi erlendur gjald-
eyrir.
Af þessu er ljóst, að endurnýjun
og aukning framleiðslutækjanna er
algerlega óviðkomandi því atriði,
hvort einkaaðilum er gefið tækifæri
til að safna sjóðum eða ekki. Hið
eina, sem felur í sér nokkra trygg-
ingu hvað þessu viðkemur, er að fjár-
mála- og peningapólitíkin sé mark-
visst rekin af hálfu hins opinbera,
og að borgararnir stilli neyzlu sinni
í hóf.
En þetta, hvort stríðsgróðinn eigi
að haldast í einkaeign eða renna til
hins opinbera, sem fulltrúa þjóðar-
heildarinnar hefir geysimikla þýð-
ingu í öðru tilliti. Skyldi þar vera
fundin skýringin í afstöðu sumra til
þessa máls?
Stríðsgróðinn hefir þegar haft í
för með sér mjög mikla röskun á
eignaskiptingunni innanlands. Með
því að láta viðgangast, að mikill hluti
hans haldist í einkaeign, er fyrir-
fram búið að ákveða, ekki aðeins
hverjir koma til með að eiga megin-
hluta þeirra framleiðslutækja, sem
aflað verður eftir stríð, heldur einnig,
hverjir eigi að stjórna þeim. Við val
á mönnum í það verður áreiðanlega
ekki farið eftir hæfileikum og fram-
takssemi. Ef stríðsgróðinn rennur til
hins opinbera, má hins vegar vænta
þess, að hæfir menn veljist til þess
að stjórna atvinnufyrirtækjunum, af
þeim ástæðum, að framleiðslutækin
yrðu þá að verulegu leyti keypt með
aðstoð peningastofnana, er við lán-
veitingar ættu að öðru jöfnu að
fara eftir hæfileikum manna. Mann-
kostir eiga að ráða því, hverjir velj-
ast til þess að veita atvinnufyrir-
tækjunum forstöðu, en ekki ættar-
bönd eða önnur persónuleg tengsl. —
Stríðsgróðinn gefur þeim, sem hann
hreppa, sterka valdaaðstöðu í þjóð-
félaginu og leggur þannig grundvöll
að ,,peningaaðli“, sem ekki má vænta
neins góðs af. Jafnframt er fáeinum
mönnum og afkomendum þeirra fyr-
irfram um mörg ókomin ár tryggður
verulegur hluti af þjóðartekjunum,
án þess að neitt þurfi að koma á móti
af þeirra hálfu annað en umdeilan-
legur réttur til þess arðs, sem fram-
leiðslutækin afkasta.
Þeirri spurningu, hvort hægt sé að
færa fram nokkur þjóðhagsleg rök
fyrir því, að stríðsgróðinn falli ein-
stökum mönnum í skaut, verður ekki
svarað nema á einn veg, neitandi. —
Þessi niðurstaða leiðir beint af ein-
földum hagfræðilegum sannindum og
er því hlutlæg, þ. e. óháð því, hvaða
þjóðmálaskoðanir menn kunna að að-
hyllast. En auðvitað fer ekki hjá
hinu, að hún orki á þá afstöðu, sem