Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 19
STRAUMHVÖRF
1T
Einar og Ingveldur, og með þeim
Katrín, dóttir Gísla á Saurum ;
Helgafellssveit. Hún hirti þá varp í
5 hundruðum Skáleyja, er Eyjólfur
tengdafaðir hennar í Svefneyjum átti.
— Katrín fann í þetta skipti krappa
af koffortsgafli og varð þá að orði:
,,Og það er rétt eins og kofforts-
krappinn hans föður míns sæla á
Saurum“.
Um það kvað Ingveldur jafnharð-
an: —
Seimgrund brátt það segðu mér,
svo ei gleðin þrotni,
hvaðan úr áttum kominn er
krappinn þessi brotni?“
Einar stóð þar í námunda og svar-
aði systur sinni um hæl:
Fleytir Kári um fiskaver
fornaldanna maurum.
Krappinn hingað kominn er
af koffortinu á Saurum.
Eigi kann ég skil á nema þessari
einu vísu eftir Ingveldi, og svo er um
Helgu, að ekki mun lífs af hennar
kveðskap nema þessi eina vísa, sem
hún gerði um Þórunni frænku sína,
er hún kom eitt sinn að henni, þar
sem hún var að sópa baðstofugólfið:
Mikils má þig meta og virða
mæta stúlkan fín;
þú ert bæði að þrífa’ og hirða,
Þórunn litla mín.
Einar Ólafsson bjó allan sinn bú-
skap í Skáleyjum með Ástríði konu
sinni, og þar andaðist hann 17. júlí
1843. En kona hans lifði hann 22
ár. —
Einar var talinn greindur vel, ljúf-
lyndur, en enginn aðfaramaður. Ást-
ríður þótti skörungskona mikil,
stjórnsöm og stórlynd nokkuð. Þau
eignuðust sex börn, er náðu fullorðins
árum. Auk þeirra tóku þau börn í
fóstur og önnuðust sem sín eigin.
Einar hafði ákveðið, er hann eign-
aðist svein, að láta hann heita Sverri.
Var það nafn Sverris konungs Sig-
urðssonar, en á honum hafði Einar
dálæti mikið. Einar orti vísu þessa
um sveininn, er hann var enn ó-
skírður:
Þetta meina’ eg þungan gest,
það fer eftir vonum.
Sigga taktu Sverri prest
og sittu undir honum.
Sigga var dóttir Einars, síðar kona
Magnúsar Einarssonar í Skáleyjum,
en amma síra Jóhanns Lúthers á Hól-
um.
Einar reyndist sannspár um það, að
drengurinn yrði prestur, en Sverris-
nafnið var honum eigi gefið í skírn-
inni. Ástríður hafði alltaf verið and-
víg Sverrisheitinu og eitt sinn, þegar
bóndi hennar var að heiman, lét hún
sækja prest og skíra drenginn Guð-
mund. Hann varð síðar þjóðkunnur
maður sem alþingismaður og prestur
að Kvennabrekku í Dölum og á
Breiðabólsstað á Skógarströnd.
Bjarna E. Magnússyni sýslumanni
að Geitaskarði var komið kornung-
um í fóstur til Skáleyjahjóna, og þar