Straumhvörf - 15.01.1943, Síða 22
20
STRAUMHVÖRF
S. Sörenson:
Ræða ríkissijóra
Þegar styrjaldarbál það hófst, sem
nú geisar, var talið, að það kynni
að hafa alvarleg áhrif á afkomu
landsmanna til sjávar og sveita. Þetta
var réttmæt ályktun. Hinir ábyrgu
þingflokkar tóku á sig rögg, létu
deilumálin niður falla um stundar-
sakir og mynduðu þjóðstjórn, í þeim
tilgangi að finna sameiginlega lausn
á þeim vandamálum, sem óhjákvæmi-
lega hlytu að sigla í kjölfar heims-
styrjaldar. Ýmsir bjartsýnir menn
létu sig dreyma um, að nú væri runn-
in upp sá langþráði dagur, er þjóðin
hefði loksins lært að þekkja sinn
vitjunartíma, og leiðtogar þjóðarinnar
myndu jafna ágreiningsefnin og láta
sjónarmið heildarinnar ráða ákvörð-
unum sínum og gerðum. Blöðin töluðu
jafnvel um það með fjálgleik, að hvað
sem í vændum væri, þá yrði það lát-
ið ganga jafnt yfir alla, fátæka sem
ríka. Þessi göfuga bræðralagshugsun
gladdi án efa hugi margra manna,
er höfðu átt við atvinnuleysi og þröng
kjör að búa á undanförnum árum. —
Það var sannarlega gleðiefni, þegar
hættur og erfiðleikar steðjuöu að
þjóðinni sem heild, að þá væri einnig
hugsað um hina fátæku og smáu.
Óþarfi er að rekja hér sögu þessa
ýtarlega. Hana þekkja allir. En ó-
væntir atburðir gerbreyttu viðhorfi
þessu svo að segja á svipstundu. —
Landið var hernumið af einu mesta
veldi heims, og okkur var boðið að
amast eigi við hermönnum þess, held-
ur auðsýna þeim velvild og umgang-
ast þá sem gesti. En þessi her, sem
gisti land okkar, kom ekki aðeins
með vopn og flugvélar landinu til
varnar, ef á það yrði ráðizt. Hann
kom með annað og meira. Hann kom
með gullkálfinn, sem menn á öllum
öldum hafa dýrkað fram yfir öll
önnur verðmæti: Og menn sögðu í
birtunni af gullinu: „Sjá, þessir menn
eru vinir vorir, því að þeir hafa unnið
bug á atvinnuleysinu og bægt hungur-
vofunni burt frá dyrum heimkynna
vorra".
Nú hófst kapphlaupið um gullið.
Saga annarra þjóða sýnir, að bar-
áttan um þennan verðmæta málm, eða
ígildi hans, hefur aldrei farið fram án
ágreinings, átaka og jafnvel blóðsút-
hellinga. Og sama sagan endurtók
sig hér að sumu leyti. Við íslending-
ar teljum okkur friðelska þjóð. Við
höfum hvorki vilja né getu til að eiga
í illdeilum við aðrar þjóðir. En þótt
við séum friðelskir útávið, þá virðist
svo sem okkur sé það ólán skapað, að
eiga sífellt í innbyrðis illdeilum og
stríði. — Þegar ástand það skapaðist,
sem hernámið hafði í för með sér,
þá hefði maður getað vænzt þess, að
hin flokkspólitísku sjónarmið yrðulát-