Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 24

Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 24
22 STRAUMHVÖRF hennar. Nei, teljið oss ekki trú um, að þar sé frelsi, sem ekkert er frelsi, og réttlæti, þar sem ekkert er rétt- læti. En af því, sem á undan er farið, vaknar sú spurning í hugum vorum, hve margir þeir muni vera, sem fúsir væru til þess að fórna þessu málfrelsi og trúfrelsi fyrir bætt lífsskilyrði og efnahagslegt öryggi. Vér vilj- um trúa á rétt hins góða; vér trú- um á rétt einstaklingsins til þess að lifa frjálsu menningarlífi, en vér höf- um misst trúna á fögur orð í mann- spillandi þjóðfélagi". Svo mörg eru þau orð. Ástæðan til þess að sá, er þetta ritar, skuli dirfast að gera nýárs- ræðu ríkisstjóra að umræðuefni, er sú, að hann telur hana með því at- hyglisverðasta, sem birzt hefur eftir leiðtoga okkar íslenzku þjóðar. Ó- sennilegt er eigi, ef áramótaræða þessi hefði verið flutt af forseta eða leiðtoga einhverra stórþjóðanna, þá hefði hún vakið athygli um allan heim. En af því hún er eftir ríkis- stjóra lítillar þjóðar, sem auk þess er sjálfri sér sundurþykk, þá vakti hún enga athygli erlendis og jafnvel harla litla meðal þeirra, sem talað var til. Ríkisstjóri íslands, Sveinn Björns- son, á að baki sér langan og farsæl- an starfsferil. Hann hefur fengið langa þjálfun í skóla „diplomatiunn- ar“. Árum saman gegndi hann mik- ilvægu embætti erlendis fyrir þjóð sína, og eigi verður annað séð, en að í öllum embættisrekstri sínum hafi hann fyrst og fremst hugsað um hagsmunamál sinnar eigin þjóðar. — Með sinni heiðvirðu og prúðmann- legu framkomu gat hann sér góðan orðstír, jafnt heima sem erlendis. Það var því vandfundinn hæfari mað- ur í ríkisstjóraembættið en Sveinn Björnsson. Síðan hann tók við em- bætti þessu, hefur hann sýnt, að hann vill þjóð sinni allt hið bezta. Við ís- lendingar megum því vera fyllilega ánægðir með valið á þessum fyrsta ríkisstjóra okkar. Við höfum fyllstu ástæðu til að vera hreyknir af hon- um, og við ættum að geta sameinast sem einn maður um þetta einingar- tákn hinnar íslenzku þjóðar. Og því, sem slíkur maður segir, er vert að gefa fyllsta gaum. í nýársræðu ríkisstjóra, þar sem hann talar um trúfrelsi, farast hon- um meðal annars orð á þessa leið: „Stundum er málfrelsinu beitt til þess að gera lítið úr guðstrú okkar, jafn- vel hæðst að henni. Og þá getur kom- ið fyrir sum okkar, að vera svo veik á svellinu, að við þorum ekki að kannast við guðstrú gagnvart sjálfum okkur og öðrum“. Þetta er vissulega satt. Þrátt fyrir trúfrelsi, kirkju og kristindóm, hefur guðstrúnni hrakað. Eigi er þar kirkj- unnar mönnum um að kenna. Mennt- un og menning hafa miðað að því að þroska heila manna, en tilfinn- ingar hjartans, hin æðri „sentiment“ mannssálarinnar, hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir holdlegri feg- urðardýrkun og „eftirsókn eftir vindi“. Maðurinn er farinn að dýrka sjálfan sig. Og í fljótu bragði gæti manni virzt, að býsna margir gætu tekið undir með karlinum, sem sagði..

x

Straumhvörf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.