Straumhvörf - 15.01.1943, Page 27

Straumhvörf - 15.01.1943, Page 27
STRAUMHVÖRF að hafa hugfast. Ræða ríkisstjóra ætti að vera kennimönnum okkar hvatning til þess að hefjast handa um björgun þjóðarsálarinnar, sem mörg neikvæð öfl, innri sem ytri, vilja sundra. Það mundi vera vel þegið, ef klerkar hinnar íslenzku kirkju ættu frumkvæðið að því, að hafin væri einlæg og öflug barátta fyrir sameiningu hinnar íslenzku þjóðar og björgun íslenzks þjóðernis. Þeir mundu áreiðanlega ekki standa einir í þeirri baráttu og ekki vinna fyrir gýg. En til er önnur stétt í ís- lenzku þjóðfélagi, sem gæti látið meira gott af sér leiða í þessu efni en 'nokkur önnur. Það er íslenzka kennarastéttin. í henni eru margir góðir og mætir menn, sem ekki 25* mundu láta á sér standa. Væri ekki tiltækilegt, að þessar tvær stéttir, klerkastéttin og kennarastéttin, tækju höndum saman til úrlausnar á þeim vandamálum, sem eru að grafa stoðirnar undan íslenzkri þjóðarein- ingu? Áhuga- og athafnaleysi í þess- um málum er með öllu óafsakanlegt.. Með stólræðum einum verður litlu á- orkað. Það verður að hefjast handa um göfgun hugarfarsins frá fyrstu byrjun, með menntun hjartans, engu. síður en menntun heilans. Þetta yrði án efa langt og erfitt verk, en allir verða að hafa hugfast, að það,. sem gert er í nútíðinni, er unnið fyrir framtíðina, fyrir hinar óbornu kyn- slóðir þessa lands. Þes vegna má eng- inn skerast úr leik. „HVAR ER HANN 1 PÓLITÍK?“ Þegar rætt er manna á milli um einhvern mann, sem ekki er kunnur að stuðningi við einhvern pólitískan flokk, er þessi spurning oft viðhöfð. Og viljinn til að klina á hann flokksstimpli er oftast svo mikill, að smá- vægilegustu ástæður eru látnar nægja þvf til réttlætingar, einkum ef mað- urinn hefir komið eitthvað opinberlega fram. Til dæmis er ekki hikað við að ætla honum það ósjálfstæði, að haga skoðunum sínum og hugsjónum eftir vilja þess atvinnurekenda, sem hann vinnur hjá, eða taka þær ómeltar í arf eftir foreldra sína. En hafi hann í einhverju sérstöku máli látið í ljós sérstaka skoðun, sem er í samræmi við stefnu einhvers flokksins, er það talin góð og gild sönnun fyrir pólitískri afstöðu hans í lengd og bráð. Þegar almenningsálitið hefir á þennan hátt, eða annan svipaðan, dregið hann í pólitískan dilk, hefir það sáralítið að segja, þó að hann sjálfur gefi yfirlýsingu um, að þetta sé rangt, ef hann ekki samstundis lýsir fylgi sínu við einhvern annan flokk. Væri ekki rétt að taka þennan hugsunarhátt til dálítillar endurskoð- unar. Ef rétt væri á málið litið og fylgi flokkanna vegið og mælt, mundi það koma í ljós, að sá flokkur gæti talizt standa föstum fótum, sem ætti traust fylgi helmings þeirra kjósenda, sem greiða honum atkvæði á kjör- degi. Allmikið af kjörfylgi flokkanna er bundið við persónu frambjóðandans og tapast, ef skipt er um mann í kjöri. En hinir eru líka afar margir, sem ganga að kjörborðinu með hangandi hendi og koma þaðan aftur, eftir að hafa valið það skásta af fernu illu.

x

Straumhvörf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.