Straumhvörf - 15.01.1943, Page 29
STRAUMHVÖRF
27
miklu leyti háð því, hvernig frum-
stofnun þjóðfélagsins — heimilinu —
farnast. Og þessi opinskáa liðsbón
mín til lesenda mun bærast í penna
sérhvers manns, er einhvers væntir
af skrifum sínum.
Við getum aldrei öðlazt nema
grunnan skilning á heimilinu og öðr-
um félagsstofnunum, ef við könnum
ekki eðli okkar og öfl þau, er í því
búa. Alkunnugt er, að einstakling-
unum er ekki tamt að skoða málefnin
frá mörgum hliðum, og þó að við
kysum að gera okkur alhliða grein
einstökum málefnum, erum við þess
oft ekki umkomin. Þá getur gott sam-
starf margra bætt fyrir annmarka
einstaklingsins. En ekki einstakling-
unum einum, heldur jafnvel kynslóð-
unum virðast þröngar skorður settar
um frjósama skoðun málefnanna. Og
samtíð okkar virðist fyrst og fremst
beina augum að efnislegu mati á ein-
staklingnum, meta hann að svo miklu
leyti sem tölum verður við komið.
En flest það, sem mestu máli skiptir
í lífi einstaklinga og þjóða, verður
hvorki mælt né vegið.
Samtiðin keppir fyrst og fremst að
því að beizla sem rækilegast orku
hinnar „dauðu náttúru" án þess að
spyrja: Til hvers? Fyrir hvern? —
Forn spekingur mælti, að menn
skyldu hlýða náttúrunni, en ekki
beita hana ofbeldi. Þetta viðhorf gat
reynzt frjósamt til hollrar manns-
mótunar, en tregt til verklegra fram-
kvæmda. Við höfum kosið að beita
náttúruna ofbeldi, og um margt hefir
okkur tekizt vel í verklegum efnum,
en miður um mannsmótunina. Og
jafnvel þó að vilji væri nægur að
beita náttúruna ofbeldi, eins og hinn
forni spekingur kvað að orði, þá hefir
það ekki einu sinni tekizt gagnvart
hinni „dauðu náttúru". Hún hefir því
aðeins léð mönnum öfl sín, að þeir
kynntu sér þau, skildu þau og breyttu
samkvæmt því. En ekki einungis 5
ríki hinnar svokölluðu „dauðu nátt-
úru“ ríkja lögmál. í öllu, bæði kviku
og dauða, ríkja lögmál og því aðeins
getum við vænzt þess, að þjóðfélag
okkar verði lífrænt og lífinu sam-
kvæmt, að við gefum lögmálum
mannlegs eðlis a. m. k. eins mikinn
gaum og því, sem dautt er talið. Því
aðeins verða öfl náttúrunnar okkur til
farsældar, en ekki tortímingar, að við
verðum við ákveðnum skilyrðum, að
ekki sé brotið gegn þeim. Því aðeins
þroskumst við, að við brjót-
um ekki gegn eðli okkar. Máttugur
uppruni allra lífvera er þegar tryggð-
ur af lífhollum eiginleikum. Þroska-
ferill þeirra er lögmálsbundinn, ein-
staklingarnir og tegundirnar eru
gæddar lífhollri framvísi, sem birtist
í upprunalegum hneigðum þeirra. —
Þessi kenning er gömul, en þó fjarri
„hagnýttum" sannleik og fordómum
daglegs lífs. Það má nefna þetta við-
horf bæði trú og skoðun, en sérhver
mun þó geta sannprófað það með at-
hugunum á næsta umhverfi sínu. En
þeir, sem eru á öðru máli, eru beðnir
að skoða grösin sem vaxa við bæinn
þeirra eða húsið þeirra, eða barnið
sem vex úr vöggu til manns. Og um
leið og við hugleiðum og kynnum
okkur af alúð þessi yfirpersónulegu
lögmál, verður viðhorfið gagnvart