Straumhvörf - 15.01.1943, Side 31
STRAUMHVÖRF
29
fremur neikvæð en jákvæð í félags-
legum efnum. Samt er ekki þörf að
benda á gildi hennar fyrir félagslífið,
því að ef hún hyrfi meðal einhverrar
þjóðar, myndi þjóðin sjálf innan
skamms hverfa af yfirborði jarðar.
Meðal allra dýrategunda tryggist
styrkleiki hvatar þessarar með „nátt-
úrlegu úrvali“. Meðal manna er hún
einnig svo rík, að það hefir jafnan
verið einstaklingslegt og félagslegt
vandamál, að hafa hemil á henni.
Á öllum öldum og öllum stöðum hafa
henni verið settar nokkrar hömlur
með venjum og lögum, sem rækilega
hefir verið fylgt eftir.
Undantekningarlítið gætir annarrar
hvatar, þar sem tímgunarhvöt kem-
ur fram, nefnilega verndarhvatar
eða foreldrahvatar. Mikil samsvörun
er milli þeirra, ef önnur er sterk,
er hin það einnig. Þessar hvatir koma
að jafnaði fram í svo nánum tengsl-
um, að frá félagslegu sjónarmiði
skoðað er eðlilegast að athuga þær
saman.
Verndarhvötin, (þ. e. eðlisbundin
umhyggja foreldranna fyrir afkvæm-
unum), er frumorsök og megintrygg-
ing f jölskyldunnar. Flestir þeir, er af
alúð hafa hugleitt þessi mál, eru á
einu máii um það, að traustieiki f jöl-
skyldunnar sé nauðsynlegt skiiyrði
fyrir heilbrigðu félagslífi og traustu
þjóðféiagi. Sennilegt er, þó að aðrar
skoðanir hafi einnig verið látnar í
Ijós, að fjölskyldan sé fyrsta form
mannlegs samfélags. Hvergi hafa
birzt öruggar heimildir um mannlegt
félag, þar sem ekki hefir gætt fjöl-
skyldulífs í einni eða annarri mynd.
Lægsta stigi fjölskyldulífsins kynn-
umst við ef til vill meðal einstakra
negra-kynflokka, þar sem fjölskyldu-
lífið, þ. e. samstarf móður og föður,
endist einungis, unz börnin komast
á legg.
Trúlegt er, að þessar tvær hvatir,
tímgunarhvöt og verndarhvöt, knýi
menn til meiri átaka, erfiðleika og
fórna en öll önnur tilefnisrök mann-
legra athafna samanlagt.
Verndarhvötin kemur einkum
fram í athöfnum, sem fela í sér sjálfs-
fórn og erfiði í þágu afkvæmisins
og bælir niður ýmsar hneigðir, er í
þrengri merkingu verða að teljast
eigingjarnar.
Fórnir þessar í þágu afkvæmisins
eru skilyrði fyrir velfarnaði og
þroska sérhvers mannlegs félags, og
þær koma fram meðal allra þjóða pg
þjóðflokka. í fullu samræmi við þetta
er fjölskyldulífið og umhyggja for-
eldranna fyrir afkvæmunum tryggð
og virt og vígð með arfhelgum venj-
um og almenningsáliti, trúarathöfn-
um og lögum. Vernd þessi, er fjöl-
skyldan sem stofnun nýtur, er að öll-
um jafnaði því meiri, sem andlegt
stig þjóðfélagsins er æðra. Því rík-
ari þáttur sem ræð skynsemi verður í
menningu þjóða, því auðveldara er að
beita gagnráðstöfunum gegn afleið-
ingum eðlisbundinna athafna. Þannig
má gera ráð fyrir , að eigingirni leggi
hömlur á verndarhvötina, en hinar
félagslegu öryggisráðstafanir koma
þá henni til stuðnings. Við getum gert
ráð fyrir, að sífellt hafi ræð skynsemi
runnið í köpp við öryggisráðstafanir
þjóðfélagsins til tryggingar þessum