Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 32
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Ég útskrifaðist úr leiklist-arskólanum 2003. Guð minn góður, það eru tíu ár síðan! Áður en ég fór í leikaranámið var ég búin með einn vetur í bók-
menntafræðinni og þremur árum
eftir að ég útskrifaðist byrjaði ég
aftur, meðfram vinnu og leiklist-
inni. Ég kláraði BA-námið og síðan
mastersnámið, skilaði masters-
ritgerðinni daginn áður en sonur
minn kom í heiminn fyrir fjórtán
mánuðum. Hann var svo hugul-
samur að koma tveimur vikum of
seint þannig að ég náði að klára
ritgerðina.“
Ekki hliðhollt strákum
Og hún fjallaði um birtingarmynd-
ir kvenna í Pixar-myndunum, ekki
satt? „Já, eða reyndar í barnaefni
almennt. En ég tók Disney sérstak-
lega fyrir, þar sem hann er stærsti
framleiðandinn og mjög ráðandi á
Vesturlöndum, og það leiddi mig að
Pixar enda hafa fyrirtækin runn-
ið saman og eru orðin eitt. Þótt rit-
gerðin hafi fyrst og fremst snúist
um birtingarmyndir kvenna þá,
eins og alltaf í femínismanum,
snerist þetta upp í skoðun á birt-
ingarmyndum annarra minnihluta-
hópa, kyngerva og kynþátta. Þetta
var mjög sjokkerandi. Mér finnst
Pixar-myndirnar æðislegar, vel
gerðar og vel til þeirra vandað en
þeim mun mikilvægara er að benda
á hvaða heim þær eru að sýna. Sá
heimur er ekki beint endurspeglun
á fjölbreytileikanum í okkar heimi.
Sérstaklega vantar konur og aðra
kynþætti spegilmynd, það er bara
eins og þær séu vampýrur. Í öllu
barnaefni eru þrír karlmenn á móti
einni konu. Meira að segja þegar
kona er aðalpersónan, eins og til
dæmis í Mjallhvíti og Pocahontas,
þá breytast hlutföllin ekkert.“
Komu þessar niðurstöður þér á
óvart? „Maður hafði auðvitað ein-
hverja hugmynd um hvernig þetta
væri, en þetta var miklu meira
afgerandi en mig grunaði. Niður-
stöður rannsókna benda til að því
meira barnaefni sem stelpur horfi
á því minni framtíðarmöguleika
sjái þær fyrir sjálfar sig. Og annað
áfall var að sjá að þær konur sem þó
eru þarna þjóna oft bara því hlut-
verki að sýna fram á að karlhetjan
sé gagnkynhneigð. Það er nefnilega
þannig að feðraveldið er ekkert
sérstaklega hliðhollt strákum held-
ur. Það er í rauninni bara hliðhollt
þeim hvíta karlmanni sem, innan
gæsalappa, vill kúga. Þeir sem ekki
falla inn í það þrönga form eru litnir
hornauga. Ef það er t.d. ýjað að því
að karlpersóna sé samkynhneigð er
það í besta falli hlægilegt en í versta
falli er hann illmenni. Svo er ákveð-
inn tólerans fyrir því að stelpur séu
„stráka legar“ en voðalegt tabú að
strákar séu „stelpulegir“ – það á að
vera slæmt – sem er auðvitað alveg
út í hött!“
Svo ertu ein af bloggurum á bók-
menntavefnum Druslu bækur og
doðrantar. Var líka svona kynja-
pæling að baki þar? „Neeei. Þær
byrjuðu á þessu Þórdís Gísla-
dóttir og Þorgerður E. Sigurðar-
dóttir, höfðu svo samband við mig
og fleiri konur og, jú, á einhverj-
um tímapunkti varð þetta dálítið
kynjamiðað. Meðal annars hugsað
til að gera konur meira áberandi í
bókmenntaumræðunni.“
Femínistavetur í leikhúsinu
Hefurðu verið að leika eitthvað með
allan tímann sem þú varst í náminu?
„Já, það hafa verið svona eitt til tvö
verkefni á ári, misviða mikil. Svo hef
ég unnið í hlutastarfi í bókabúðinni
Eymundsson síðan ég var 19 ára. En
klukku tímunum í sólarhringnum
hefur fækkað síðan sonur inn kom,
ég held það hefði verið erfitt að vera
í tveimur vinnum og fullu námi með
lítið barn. Á sumrin hef ég svo verið
með bókmenntagagnrýni í Víðsjá á
Rás 1.“
Og nú ertu í hverju verkefninu
af öðru hjá Þjóðleikhúsinu? „Já, ég
er í þremur verkum í Kassanum í
vetur. Var í Jónsmessunótt, eftir
Hávar Sigurjónsson, er að æfa
Karma fyrir fugla eftir Kristínu
Eiríksdóttur og Kari Grétu dóttur,
og verð svo í danska leikritinu
Kvennafræðaranum seinna í vetur.“
Þið frumsýnið Karma fyrir fugla
þann 1. mars. Hvernig verk er
það? „Það er bara frábært! Krist-
ín Jóhannesar er að leikstýra og
þetta er óvenjulegt verk en mjög
flott og fjallar um sölu á konunni
í sinni víðustu mynd, misnotkun
og áfallið sem konan er í eftir það.
Þær komust að því höfundarnir að
vændiskonur eiga það sameiginlegt
með hermönnum í stríði að þjást af
áfallastreituröskun og reyndar ekki
bara vændiskonur heldur allir þeir
sem hafa lent í kynferðislegri mis-
notkun. Það lýsir sér þannig að þótt
þessir skelfilegu atburðir séu liðn-
ir hjá halda líkaminn og hugurinn
áfram að sýna sömu viðbrögð. Það
er auðvitað erfitt að reyna að setja
sig inn í þennan heim, en þakklátt.
Það er svo gaman að fá að taka þátt
í verkefni sem bæði er listrænt
áhugavert og skiptir mann líka
máli. Það gerist ekkert alltaf. En
þetta er líka kómískt verk, ekki ein-
hver táradalur um misnotkun. Enda
er hlátur oft góð leið til að opna inn
í kvikuna.“
Svo tekur Kvennafræðarinn
við? „Já, þetta er óvenjumikill
femínista vetur hjá mér í leikhúsinu.
Kvennafræðarinn byggir á sam-
nefndri bók sem kemur út reglulega
í Danmörku, en hefur held ég bara
komið tvisvar út á íslensku. Leik-
ritið hefur gengið gríðarlega vel í
Danmörku og hlotið verðlaun þar
þannig að það verður spennandi
að sjá hvort íslenskir áhorfendur
tengja við það á sama hátt.“
Tvær aðskildar konur
Þú hefur mjög sterkar skoðanir.
Myndirðu einhvern tíma leika í
verki sem gengi þvert á þína sann-
færingu? „Sem betur fer hef ég
aldrei lent í því að þurfa að gera
það upp við mig. Þegar maður
er í stofnanaleikhúsunum hefur
maður auðvitað minna val, en ég
held það séu samt fordæmi fyrir
því að hafna hlutverki ef það geng-
ur þvert á einhverja sannfæringu
manns. Þannig að, jú, ég hugsa að
ég myndi neita að leika í slíku verki.
Maður er nú orðinn 35 ára og lætur
bjóða sér minna en þegar maður
var ungur og hræddastur af öllu
við að vera leiðin legur. Mér finnst
alveg dásamlegt að leika og vona
að ég geti gert það áfram, en ef það
er ekki hægt af einhverri ástæðu
munu himinn og jörð ekki farast.
Mig langar t.d. bæði til að skrifa
meira og mennta mig meira. Þegar
þú ert leikari ertu alltaf háður því
að aðrir fíli þig, það leikur eng-
inn fyrir skúffuna. Og það getur
verið dálítið hættulegt fyrir egóið.
Maður er rosalega ánægður þegar
maður er með vinnu og svo alveg á
Önnur leikur, hin skrifar
Maríanna Clara Lúthersdóttir verður í undarlegri stöðu þann 1. mars. Þá verður frumsýnd fyrsta kvikmyndin sem hún leikur
í, Þetta reddast, en hún kemst ekki á frumsýninguna því hún verður á sviði í Þjóðleikhúsinu að frumsýna Karma fyrir fugla.
Þessi staða er dálítið dæmigerð fyrir líf hennar því hún segist eiginlega vera tvær konur í einni.
MARÍANNA CLARA „Þetta er óvenjumikill femínistavetur hjá mér í leikhúsinu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem þú leikur í, Þetta reddast eftir Börk
Gunnarsson, verður frumsýnd 1. mars. Þú kemst þá ekki á frumsýningu?
„Nei, ég verð að frumsýna Karma fyrir fugla á sama tíma. Ég vona samt
að ég nái að sjá hana í bíó, þótt það sé dálítið hallærislegt að kaupa sig
inn á mynd sem maður leikur í sjálfur. En ég hlakka til– hún var tekin
upp 2009 og hugmyndin unnin 2007 og ég held að hún sé skemmtilegur
og afhjúpandi spegill á fyrir-hrun-samfélagið. Bæði hvað varðar afstöðu
til velgengni – það var víðar útrásarvíkingahugsunarháttur en í fjármála-
bransanum – og kannski líka til femínisma.“
➜ Þetta reddast
botninum þegar maður hefur ekki
vinnu og svoleiðis getur maður
auðvitað ekkert lifað. Þess vegna
hugsaði ég þegar ég fór aftur í bók-
menntafræðina að maður þyrfti
að hafa sterkan grunn. Ég er ekki
bara atvinnulaus eða vinnandi leik-
kona, ég er kona, ég er námsmaður,
ég er bókmenntafræðingur, ég er
eiginkona, ég er móðir og allt þetta
fyllir upp í heildarmyndina af mér.
Hvort ég er atvinnulaus eða vinn-
andi leikkona kippir ekkert fót-
unum undan því hver ég er. Fyrir
mér er það algjörlega lykillinn að
því að vera ánægð í þessum bransa.
Þegar mikið gengur á í heiminum
finnst manni stundum svolítið trivi-
alt að vera leikkona, en það er svo
sem hægt að segja um nánast hvaða
stétt sem er, maður verður bara að
finna hvernig maður getur gert sem
mest gagn í þeirri stöðu sem maður
er í hverju sinni.“
Þig langar ekkert að fara að
skrifa leikrit eða skáldsögur? „Jú,
kannski seinna. En það situr á hak-
anum á meðan ég er að leika svona
mikið. Leikkonan leikur og bók-
menntafræðingurinn skrifar.“
Eru þær alveg aðskildar? „Já. Ég
ætla ekki að segja að þær hittist
ekki annað slagið yfir kaffibolla, en
það er einmitt svolítið þakklátt að
hafa þær báðar. Leikhúsið er sam-
starf en við skriftirnar er maður
einn og þegar ég skrifa vanda ég
mig endalaust, ligg yfir hlutunum,
en í leikhúsinu verður maður stund-
um bara að sleppa og láta vaða sem
er líka mjög gott. Þannig að ég held
að þessar tvær konur í mér séu
ákveðið mótvægi hvor við aðra og
bæti hvor aðra upp.“
Maður er nú orðinn 35 ára og lætur bjóða sér minna
en þegar maður var ungur og hræddastur af öllu við að
vera leiðinlegur.