Fréttablaðið - 16.03.2013, Side 4
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
76%JORGE MARIO BERGOGLIO
nr. 1 20 cm stór marmarasteinn kom Davíð Erni Bjarnasyni í fang-elsi í Antalya í Tyrklandi.
4 systur voru í bikarmeist-araliði Vals í handbolta.
Ólafía B. Rafns-
dóttir sigraði
Stefán Einar
Stefánsson í
formannskjöri
í VR með 76%
atkvæða.
er tekinn
við sem páfi .
Hann tók
sér nafnið
Frans og er
sá fyrsti sem
það gerir.
Borgaryfi rvöld áforma að reisa
íbúðir á svæði í Skerjafi rði þar
sem nú er fl ugbraut.800
Tvær ungar stúlkur sluppu ótrúlega vel eft ir að hafa farið
6 TIL 7 VELTUR
út af veginum í Öxnadal. 4,3
STARFSMENN LANDS-
BANKANS HAFA
TRYGGT SÉR 4,3
MILLJARÐA KRÓNA
HLUT Í BANKANUM.
milljarðar
kr.
VANTRAUSTS-
TILLAGA ÞÓRS
SAARI VAR
FELLD MEÐ
32 ATKVÆÐUM
GEGN 29.
VÍSINDI Eftir að forfeður Neanderdalsmanna fluttu frá Afríku til Evr-
ópu þróuðust kynslóðirnar þannig að augun urðu sífellt stærri.
Þetta var nauðsynlegt til að sjá betur í myrkrinu á norður slóðum
en um leið fór æ stærri hluti af heilastarfseminni í að vinna úr sjón-
skynjuninni. Þar með varð of lítið aflögu af heilanum til að sinna
flóknari úrlausnarefnum á borð við félagsleg samskipti í hópum.
Þetta varð Neanderdals mönnum að falli, samkvæmt nýrri rann-
sókn breska vísindamannsins Eiluned Pearce við Oxford-háskóla. Frá
þessu er skýrt á fréttavef breska útvarpsins BBC.
Meðan Neanderdalsmenn bjuggu í Evrópu héldu for feður mann-
kyns áfram að þróast í Afríku, þar sem birtan var næg og engin þörf
fyrir jafn stór augu og Neanderdalsmenn fengu. Forfeður okkar réðu
því betur við hin flóknu úrlausnarefni sem Neanderdals menn gátu
ekki tekist á við. - gb
Bresk rannsókn á beinum Neanderdalsmanna:
Augun urðu þeim að falli
NEANDERDALSMAÐUR Of stór hluti heilastarfseminnar fór í sjónina.
NORDICPHOTOS/AFP
SLYS Banaslys varð við bæinn
Fjósatungu í Fnjóskadal í gær
þegar stúlkubarn varð fyrir lítilli
vinnuvél.
Lögreglan á Akureyri fer með
rannsókn málsins en hún gefur
ekki frekari upplýsingar um málið
að svo stöddu. - sv
Banaslys við Fjósatungu:
Lítil stúlka lést
LÝÐHEILSUMÁL Fjöldi Dana hefur á síð-
ustu mánuðum greinst með lifrarbólgu
A og leikur grunur á því að einstakling-
arnir hafi smitast vegna neyslu á frosn-
um berjum.
Vinsælt er að nota frosin ber í ýmsa
drykki, eftirrétti og kökur og hafa Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur, Matvæla-
stofnun og sóttvarnarlæknir því hvatt
almenning til þess að sjóða framvegis
frosin ber áður en þau eru notuð í kaldan
mat eða drykki.
Lifrarbólga A er veirusjúkdómur sem
getur truflað starfsemi lifrarinnar. Hann
er mjög sjaldgæfur á Íslandi og 25 til 30%
þeirra sem sýkjast fá engin einkenni. Ann-
ars geta liðið tvær til sex vikur frá því
að einstaklingur smitast þar til einkenni
koma fram. Einkennin eru lík flensu-
einkennum fyrst um sinn en sjúkdómur-
inn getur einnig valdið gulu og kláða.
Yfirleitt gengur lifrarbólga A sjálfkrafa
yfir án þess að til meðferðar þurfi að koma
en í einstaka tilvikum getur hann valdið
óafturkræfri lifrarbilun.
Alls 30 tilvik sjúkdómsins hafa komið
upp í Danmörku að undanförnu en rann-
sókn á faraldrinum stendur yfir. Eins og
áður sagði er mælt með því að frosin ber
verði soðin áður en þau eru notuð í mat
en neytendum hefur lengi verið ráðlagt að
sjóða frosin hindber fyrir notkun vegna
hættu á nóróveirusýkingum.
Það að sjóða frosinn mat eyðir öllum
bakteríum og veirum sem leynst geta
í matnum. Hins vegar getur suða eytt
ákveðnum ensímum sem hjálpa til við
meltingu matar auk þess sem sum vítamín
eru viðkvæm fyrir miklum hita.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsu-
kokkur segir mögulegt að nota ýmislegt
annað en frosin ber í kalda drykki. „Í stað
berja er hægt að nota til dæmis frosna
ávexti. Ég get nefnt sem dæmi frosinn
mangó sem stundum er hægt að kaupa
og ferskjur sem eru rosa góðar í drykki,“
segir Ebba Guðný og heldur áfram: „Ég
geri líka oft kakósjeika þar sem ég nota
bara banana en engin ber. Enda þola ekki
allir ber, sem eru yfirleitt súr.“
Loks mælir Ebba Guðný með því að
fólk tíni sjálft ber á sumrin. „Það tekur
ekki nema nokkra klukkutíma að fylla
heilu föturnaar og þá er maður með
birgðir fyrir allan veturinn. Bæði finn-
ur maður bláber úti um allt hérna og
þá búa margir svo vel að þekkja ein-
hvern sem er með rifsberja runna
í garðinum hjá sér. Þá er bara að
biðja um leyfi og fara að tína.“
magnusl@frettabladid.is
Noti aðra ávexti til
að forðast lifrarbólgu
Dönsk heilbrigðisyfirvöld rekja lifrarbólgufaraldur þar í landi til neyslu frosinna
berja sem vinsælt er að nota í drykki og eftirrétti. Mælt er með því að frosin ber séu
soðin fyrir notkun en heilsukokkur bendir á að ýmislegt annað sé hægt að nota.
BERJADRYKKUR Vinsælt er að nota frosin ber í ýmiss konar kalda drykki.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur bendir á að ýmislegt sé hægt að
nota í stað berja. NORDICPHOTOS/GETTY
EBBA GUÐNÝ
GUÐMUNDSDÓTTIR
09.03.2013 ➜ 15.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
GO-KART HÖLLIN – Race fyrir 1
Go-kart er skemmtilegur kappakstur
fyrir 10 ára og eldri. Akstur í Go-Kart
höllinni hefst á 7 mínútna upphitun og
tímatöku áður en ökumönnum er
raðað á ráspól fyrir 10 mínútna kapp-
akstur sem krefst bæði hraða og
útsjónarsemi.
í krafti fjöldans
NÝ MYND
1.980 kr.
4.500 kr.
Verð
56%
Afsláttur
2.520
Afsláttur í kr.
AFMÆLISVIKA
VIÐ ENDURTÖKUM VINSÆLUSTU TILBOÐIN
1 af hverjum 100 fær
endurgreitt eitt Hópkaupsbréf!
GILDIR 48 TÍMA
2
ÁRA
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
Veðurspá
Mánuddagur
Víða 8-13 m/s, að 20 m/s austast.
BJART UM HELGINA á V-verðu landinu en él NA- og A-til. Frost að 9 stigum inn
til landsins en frostlaust við S- og V-stöndina að deginum. Allhvasst eða strekkingur
austast á landinu næstu daga.
-2°
3
m/s
-1°
3
m/s
-1°
2
m/s
1°
5
m/s
Á morgun
Víða 3-8 m/s en allhvasst austast.
Gildistími korta er um hádegi
-2°
-4°
-2°
-5°
-7°
Alicante
Basel
Berlín
17°
8°
4°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
0°
7°
8°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
2°
2°
26°
London
Mallorca
New York
6°
16°
4°
Orlando
Ósló
París
26°
1°
10°
San Francisco
Stokkhólmur
19°
0°
-3°
2
m/s
-2°
8
m/s
-5°
6
m/s
-5°
5
m/s
-4°
2
m/s
-3°
2
m/s
-9°
3
m/s
-1°
-2°
-4°
-6°
-5°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
HALDIÐ TIL HAGA
Í leiðara Fréttablaðsins í gær sagði
að í landsfundarályktun Framsóknar-
flokksins kæmi fram að flokkurinn
stefndi „að því að tekjuskattsprósenta
og launaskattar fyrirtækja á Íslandi
séu ávallt með þeim lægstu í löndum
Vestur- og Norður-Evrópu“. Hið rétta er
að setninguna er að finna í drögum að
landsfundarályktun flokksins en ekki
lokaútgáfu hennar.